Viðskipti innlent

Elding hvalaskoðun hlaut Fjörusteininn í ár

Rannveig Grétarsdóttir sem er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar sem veitti Fjörusteininum móttöku frá Hjálmari Sveinssyni stjórnarformanni Faxaflóahafna.
Rannveig Grétarsdóttir sem er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar sem veitti Fjörusteininum móttöku frá Hjálmari Sveinssyni stjórnarformanni Faxaflóahafna.

Elding hvalaskoðun hlaut Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafna, í ár.Þetta er í níunda sinn sem þessi verðlaun eru veitt.

Á vefsíðu Faxaflóahafna segir að Elding hafi verið brautryðjandi í ferðaþjónustu sem tengist hafinu með metnaðarfull markmið og markvissa stefnu í umhverfismálum. Elding er með aðstöðu í Suðurbugt og á Ægisgarði.

Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og hefur hlotið margar viðurkenningar í áranna rás. Má nefna að það hefur tekið þátt í Green Globe verkefninu og hefur hlotið 7 umhverfisviðurkenningar frá árinu 2006 bæði frá innlendum og erlendum samtökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×