Viðskipti innlent

Rækjuveiðar leyfðar í sunnanverðum Breiðafirði

Rækjuveiðar verða heimilaðar í sunnanverðum Breiðafirði frá og með miðnætti í nótt og fram til 1. júlí.

Þetta er gert að tillögu Hafnrannsóknarstofnunar en greint er frá þessu á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju.

Á vefsíðunni segir að athygli skal vakin á að samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lagt til að svæðinu við Snæfellsnes (Kolluáll, Breiðafjörður og Jökuldjúp) verði lokað fyrir rækjuveiðum þegar 1.000 tonnum er náð. Fari rækjuafli á svæðinu yfir 1.000 tonn í ár ákveður ráðherra hvort veiðar verði bannaðar á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×