Ísland nánast orðið seðlalaust samfélag 15. maí 2013 07:00 Viðar Þorkelsson. „Kostirnir við það að nota greiðslukort frekar en seðla eru til að mynda aukið gegnsæi í viðskiptum, minna er skotið undan skatti, aukin þægindi sem felast í því að þurfa ekki að hafa með sér reiðufé, minni hætta á að glata verðmætum og minni líkur á innbrotum í verslanir,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Yfir 70% af daglegum útgjöldum íslenskra heimila eru greidd með greiðslukortum samanborið við 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Viðar segir að íslenska greiðslumiðlunarkerfið hafi aðra merka sérstöðu. Kerfið hafi byggst á íslenskum hugbúnaðarlausnum frá upphafi og aðkomu kortafyrirtækja, banka og kaupmanna. „Kerfið nýtur trausts og góðrar samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst neytenda og fyrirtækja,“ segir hann. Þessi þróun á ekki bara við um viðskipti við búðarborð. Netverslun verður sífellt algengari og greiðslukortanotkun meiri fyrir vikið. Viðar segir þessar staðreyndir og fleiri sýna hversu sterkum rótum innlenda greiðslumiðlunarkerfið hefur skotið meðal íslensku þjóðarinnar. Viðar gengur svo langt að segja Ísland í fararbroddi í þessum efnum. Þannig hafi íslenska greiðslumiðlunarkerfið vakið athygli erlendis og sé samkeppnishæft við kerfi miklu stærri markaða í nágrannalöndum. Kerfið sé eitt það hagkvæmasta sinnar tegundar í Evrópu, bæði fyrir söluaðila og neytendur. „Kerfið hefur þá sérstöðu að tímabilaskiptingin og vaxtalaus greiðslufrestur hindrar óhóflega skuldsetningu neytenda og þá vaxtabyrði sem af því leiðir og telst víða neikvæður fylgifiskur kortanotkunar,“ bætir hann við.Dagleg útgjöld Íslendinga fara flest í gegnum greiðslukort. Fréttablaðið/PjeturAð undanförnu hefur verið unnið að nýju uppgjörskerfi Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn verður nýr miðlægur uppgjörsaðili í kortaviðskiptum á þessu ári. Þetta opnar markaðinn og auðveldar nýjum aðilum að koma inn á hann. Viðar segir þetta hlut í þeirri þróun sem hafi orðið á Íslandi síðustu ár, að markaðurinn sé opnari og samkeppni heilbrigð. Þannig sé neytendum boðin góð þjónusta á lágu verði. Viðar segist vilja setja á fót samstarfsvettvang stjórnvalda og aðila kortamarkaðarins til að fara yfir mögulega framþróun og umbætur á samkeppnisumhverfinu. Hann óskar jafnframt eftir aðkomu og leiðbeinandi innleggi frá Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og fleirum, en Valitor var nú á dögunum gert að greiða 500 milljóna króna sekt fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Valitor hafnaði þessum ásökunum Samkeppniseftirlitsins á þeim tíma. olof@frettabladid.is Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
„Kostirnir við það að nota greiðslukort frekar en seðla eru til að mynda aukið gegnsæi í viðskiptum, minna er skotið undan skatti, aukin þægindi sem felast í því að þurfa ekki að hafa með sér reiðufé, minni hætta á að glata verðmætum og minni líkur á innbrotum í verslanir,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Yfir 70% af daglegum útgjöldum íslenskra heimila eru greidd með greiðslukortum samanborið við 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Viðar segir að íslenska greiðslumiðlunarkerfið hafi aðra merka sérstöðu. Kerfið hafi byggst á íslenskum hugbúnaðarlausnum frá upphafi og aðkomu kortafyrirtækja, banka og kaupmanna. „Kerfið nýtur trausts og góðrar samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst neytenda og fyrirtækja,“ segir hann. Þessi þróun á ekki bara við um viðskipti við búðarborð. Netverslun verður sífellt algengari og greiðslukortanotkun meiri fyrir vikið. Viðar segir þessar staðreyndir og fleiri sýna hversu sterkum rótum innlenda greiðslumiðlunarkerfið hefur skotið meðal íslensku þjóðarinnar. Viðar gengur svo langt að segja Ísland í fararbroddi í þessum efnum. Þannig hafi íslenska greiðslumiðlunarkerfið vakið athygli erlendis og sé samkeppnishæft við kerfi miklu stærri markaða í nágrannalöndum. Kerfið sé eitt það hagkvæmasta sinnar tegundar í Evrópu, bæði fyrir söluaðila og neytendur. „Kerfið hefur þá sérstöðu að tímabilaskiptingin og vaxtalaus greiðslufrestur hindrar óhóflega skuldsetningu neytenda og þá vaxtabyrði sem af því leiðir og telst víða neikvæður fylgifiskur kortanotkunar,“ bætir hann við.Dagleg útgjöld Íslendinga fara flest í gegnum greiðslukort. Fréttablaðið/PjeturAð undanförnu hefur verið unnið að nýju uppgjörskerfi Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn verður nýr miðlægur uppgjörsaðili í kortaviðskiptum á þessu ári. Þetta opnar markaðinn og auðveldar nýjum aðilum að koma inn á hann. Viðar segir þetta hlut í þeirri þróun sem hafi orðið á Íslandi síðustu ár, að markaðurinn sé opnari og samkeppni heilbrigð. Þannig sé neytendum boðin góð þjónusta á lágu verði. Viðar segist vilja setja á fót samstarfsvettvang stjórnvalda og aðila kortamarkaðarins til að fara yfir mögulega framþróun og umbætur á samkeppnisumhverfinu. Hann óskar jafnframt eftir aðkomu og leiðbeinandi innleggi frá Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og fleirum, en Valitor var nú á dögunum gert að greiða 500 milljóna króna sekt fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Valitor hafnaði þessum ásökunum Samkeppniseftirlitsins á þeim tíma. olof@frettabladid.is
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun