Viðskipti innlent

Bréf í TM lækkuðu um 2%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verð hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni lækkaði um 1,93% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag á nokkuð líflegum viðskiptadegi. Sölugengi með hlut í TM var 25,50 en veltan nam 747 milljónum króna. Verð bréfa í VÍS hækkaði hins vegar um 0,10 prósent  og var sölugengið 9,98 við lok markaða. Velta með bréf fyrirtækisins nam 839 milljónum króna í dag.

Þessi tvö fyrirtæki hafa verið mikið til umræðu í dag, líkt og síðustu daga en Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag að kannað yrði hvort lög um verðbréfaviðskipti hefðu mögulega verið brotin þegar útboð með bréf fyrirtækisins fór fram fyrir fáeinum vikum. Í ljós hefur komið að sumir þeirra sem buðu í hluti í fyrirtækinu buðu fyrir mun hærra verð en þeir gátu staðið skil á.  

Af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina var mest viðskipti með bréf í Icelandair en velta með bréf fyrirtækisins nam rúmlega einum milljarði króna. Þá nam velta með bréf í Högum liðlega 700 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×