Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa TM hrapar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) hefur hrapað um rúm 4% í Kauphöllinni í morgun. Er gengið komið undir 25 kr. á hlut, þegar þetta er skrifað, og hefur ekki verið lægra síðan félagið var skráð á markað.

Fjallað var um útboðið á hlutum í TM í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar kom fram í máli Páls Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar að Fjármálaeftirlitið myndi fara yfir útboðið.

Eins og kunnugt er af fréttum var yfir áttatíuföld eftirspurn eftir hlutum í útboði TM. Alls komu boð upp á 357 milljarða kr. í þá hluti sem í boði voru. Voru þeir seldir á hæsta gengi sem í boði  var fyrir samtals 4,4 milljarða kr.

Páll Harðarson segir að hugsanlega hafi einhverjir boðið hærri uppbæði í útboðinu en þeir voru borgunarmenn fyrir sem hann telur alvarlegt mál. Það verður meðal atriða sem Fjármálaeftirlitið kannar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×