Viðskipti innlent

Síminn styrkir Startup Iceland

Shira Lazar verður meðal þeirra sem koma á ráðstefnuna.
Shira Lazar verður meðal þeirra sem koma á ráðstefnuna.
Von er á frumkvöðlinum Shiru Lazar, sem er meðal þekktustu þáttastjórnenda netþátta og spyrill stjarnanna á Youtube, á ráðstefnuna Startup Iceland. Lazar er talin til áhrifamestu kvenna í tæknigeiranum.

Ráðstefnan verður haldin í Hörpunni dagana 1.-4. júní. Fyrirlesararnir verða 21.

Í tilkynningu segir að Síminn sé annar tveggja helstu styrktaraðila að þessari ráðstefnu frumkvöðla, Startup Iceland. Hinn er Icelandair. Á ráðstefnunni verður hægt að kynna sér helstu frumkvöðla landsins um þessar mundir.

„Við skipuleggjendur ráðstefnunnar erum afar ánægðir með stuðning Símans, því hann hefur eins og önnur burðug fyrirtæki fundið sinn sess í vistkerfinu," segir Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland í tilkynningunni. „Stuðningur frá svo gamalgrónu fyrirtæki sýnir hversu mikilvægir frumkvöðlar eru í samfélögum okkar."

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans, fagnar samstarfinu. „Við hjá Símanum erum stolt af því að styðja frumkvöðla," segir hún.

„Þótt Síminn búi að 107 ára sögu og bjóði samskiptatækni sem hefur kirfilega fest sig í sessi stólum við á frumkvöðla dag hvern. Við værum ekki samkeppnishæf eða byðum stærsta farsímanet landsins hefðum við ekki verið tilbúin til að tileinka okkur tækninýjungar og vinna með bestu samstarfsaðilum á hverjum tíma, hvort sem það eru lítil eða stór fyrirtæki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×