Viðskipti innlent

Páll Harðarson segir menn ánægða með könnun FME

Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við Fréttastofu segir að þeir sem starfi á hlutabréfamarkaðinum séu almennt ánægðir með að Fjármálaeftirlitið (FME) kanni útboð þau sem farið hafa fram undanfarið í félögum á borð við Tryggingamiðstöðina (TM) og VÍS.

Gengi hlutabréfa Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) hrapaði um tíma um rúm 4% í Kauphöllinni í morgun.  Hlutir í VÍS féllu einnig töluvert í verði. Gengi hluta í TM hefur síðan sótt í sig verðið nú undir hádegið og er komið komið í 25,85 kr. á hlut sem er svipað og það var í gærdag.

Gengi hluta í VÍS sveiflaðist einnig töluvert í morgun og hafði fallið um rúm 3% um tíma. Það hefur einnig rétt sig af undir hádegið.

Fjallað var um útboðið á hlutum í TM í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar kom fram í máli Páls Harðarsonar að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi fara yfir útboðið.

Páll segir að hann telji ekki að beint samband sá á milli þessara sveiflna á gengi tryggingarfélaganna í morgun og Kastljósþáttarins í gærkvöldi.  Könnun FME muni fyrst og fremst beinast að verklaginu við útboðin svo að þau mál séu í eins góðu lagi og hægt er í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×