Viðskipti innlent

Telur Hagstofuna ofmeta hækkun á fasteignaverði

Hagfræðideild Landsbankans telur að sú hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni sem Hagstofan mældi í apríl hafi verið ofmetin. Þessi mæling setti óvænt allar verðbólguspár í apríl úr skorðum.

Fjallað er um málið í Hagsjá deildarinnar og þar eru færð töluleg rök fyrir því að mælingar Hagstofunnar á þessum fasteignaverðshækkunum á landsbyggðinni séu verulega á skjön við raunveruleikann.

Í Hagsjánni segir: „Það vekur líka athygli að þessar tölur um þróun fasteignaverðs styðja ekki niðurstöðu Hagstofunnar um að fasteignaverð á landsbyggðinni hafi hækkað mikið að undanförnu. Hér er reyndar byggt á ársfjórðungsgögnum, sem engu að síður eru opinber.

Þá kunna nýlegar verðbreytingar milli mánaða að vera öðruvísi á ákveðnum stöðum. Þessar tölur segja okkur hins vegar að það er orðið tímabært að opinberir aðilar birti nákvæmari gögn um fasteignaverð eftir landshlutum.

Reyndar er ekki annað að sjá en að undirvísitala markaðsverðs húsnæðis sem notuð er í vísitölu neysluverðs sýni nokkuð svipaða niðurstöðu fyrir landsbyggðina og kom fram hér að framan. Hækkun neysluvöruvísitölu í apríl vegna fasteignaverðs úti á landi virðist því vera dálítið úr korti.“ Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×