Fleiri fréttir

Viðskipti í Kauphöllinni jukust um 527% milli ára í apríl

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag, sem er 527% hækkun á milli ára, samanborið við 216 milljóna króna veltu á dag í apríl 2012. Þetta er 85% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í marsmánuði námu 732 milljónum kr. á dag.

Ný stjórn kjörin í MP banka

Á aðalfundi MP banka sem haldinn var 30. apríl var kjörin ný stjórn bankans. Í aðalstjórn sitja Þorsteinn Pálsson (stjórnarformaður), lögfræðingur, Skúli Mogensen (varaformaður stjórnar), fjárfestir og forstjóri Wow air, Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma, Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður & meðeigandi Acta lögmannsstofu & Attentus mannauður og ráðgjöf, og Mario Espinosa, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, að því er segir í tilkynningu.

Dramatísk breyting á fáum árum

Á fimm árum hefur hlutur kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja farið úr tíundaparti í nærri helming. Í haust taka gildi ný lög um kynjahlutföll. Áhersla á jafnan hlut stuðlar að faglegri vinnubrögðum við skipan stjórna.

Erlendir gestir á Fanfest Eve eyddu 400 milljónum

Erlendir gestir á Fanfest EVE tölvuleiksins eyddu yfir 400 milljónum króna á hátíðinni. Rúmlega 280.000 manns fylgdist með beinni útsendingu úr Hörpu meðan á hátíðinni stóð nýlega. Alls mættu rúmlega 4.000 manns á hátíðina í ár.

FT: Kröfuhafar tilbúnir til samninga við íslensk stjórnvöld

Financial Times greinir frá því í dag að erlendir kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna hafi vaxandi áhuga á því að ganga til samninga við íslensk stjórnvöld. Þeir séu jafnframt viðbúnir því að þurfa að gefa afslátt af kröfum sínum.

Björgólfur á sextíu milljarða hlut í Actavis

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi.

Krónan styrkist í útboðum Seðlabankans

Töluverð breyting varð á útboðsgengi krónu í gjaldeyrisútboði Seðlabankans síðastliðinn þriðjudag. Hefur gengi krónu gagnvart evru ekki verið sterkara í útboði síðan gjaldeyrisútboðunum var fyrst hleypt af stokkunum vorið 2011. Á heildina litið má segja að útboðið hafi verið ágætlega heppnað, en þar skiptu tæplega 29 milljónir evra um hendur fyrir 6 milljarða kr.

Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu

Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda.

Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti sína

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína í hádeginu eins og flestir sérfræðingar höfðu búist við. Stýrivextirnir voru lækkaðir um 0,25 prósentur eða niður í 0,5%. Hafa þessir vextir aldrei verið lægri í sögunni.

Aukin umsvif hjá Isavia, hagnaðurinn 738 milljónir í fyrra

Umtalsverð aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári. Tekjur félagsins jukust um 11,4% og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 3,8 milljarðar króna eða um 20% af tekjum. Hagnaður eftir skatta var um 738 milljónir króna.

Optima opnar söluskrifstofu á Akureyri

Optima hefur opnað söluskrifstofu á Akureyri. Jafnframt hefur Sigurður Aðils verið ráðinn svæðisstjóri fyrirtækisins fyrir Norður- og Austurland. Fyrirtækið var stofnað 1953 og fagnar því 60 ára afmæli sínu í ár.

Öryrki segir Gildi lífeyrissjóð hafa haft af sér pening

Margrét Ingibjörg Marelsdóttir, öryrki, hefur stefnt Gildi lífeyrissjóði fyrir ólögmæta skerðingu á lífeyrisgreiðslum til hennar. Hún telur skerðingu sjóðsins í andstöðu við lög og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að brjóta í bága við reglur og yfirlýsingar sjóðsins. Margrét krefst þess að Gildi lífeyrissjóður endurgreiði þá fjármuni sem hún telur að sjóðurinn hafi haft af henni með ólögmætum hætti.

Ríkustu Rússarnir fela auð sinn á aflandseyjum

Alisher Usmanov auðugasti maður Rússlands færði stjórnina á 20 milljarða dollara auðæfum sínum til eignarhaldsfélags á Bresku Jómfrúreyjum í desember á síðasta ári, en þær eru í tæplega 9.000 kílómetra frá Moskvu.

Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki

Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni.

Gagnrýndi vaxtastefnu SÍ harkalega

Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands (SÍ) í ræðu sinni á ársfundi stofunnar og sagði stjórnvöld í raun ráðalaus gagnvart henni.

Haraldur vann Webby-verðlaun

"Ég er húrrandi glaður,“ segir vefhönnuðurinn Haraldur Þorleifsson. Hann vann ein Webby-verðlaun og tvenn People"s Choice-verðlaun, sem eru hluti af Webby-verðlaununum, fyrir hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps.

Afkoma ríkissjóðs versnar milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri dróst saman miðað við sama tímabil í fyrra og var neikvætt um 11 milljarða kr. en var neikvætt um 7,3 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Loftleiðir aftur með verkefni í Papúa Nýju Gíneu

Loftleiðir Icelandic, leiguflugsdeild Icelandair Group, hefur nú hafið flug fyrir Air Niugini, í Papúa Nýju Gíneu. Þetta verkefni hefur áður verið á borði Loftleiða en frá efnahagshruninu hefur verið heldur lítið að gera í leigufluginu.

Geiturnar þrjár búa til jógúrt, ís og osta

Geiturnar þrjár ehf. er nýtt sprotafyrirtæki í Vestmannaeyjum. Að fyrirtækinu standa Berglind Sigmarsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir og Heather Philip. Saman ætla þær að þróa ís, jógúrt og osta til framleiðslu úr geitamjólk.

Viðsnúningur frá árinu 2008

Eftir skráningu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á aðallista Kauphallar Íslands í næstu viku gegnir kona starfi stjórnarformanns í tveimur fyrirtækja Kauphallarinnar. Elín Jónsdóttir er stjórnarformaður TM og einnig Regins, sem þegar er skráð í Kauphöll.

Viðsnúningur til hins verra hjá Ríkisútvarpinu

Alls varð 10 milljóna króna tap á rekstri Ríkisútvarpsins á tímabilinu 1. september 2012 til 28. febrúar 2013 samanborið við 9 milljón kr. hagnað fyrir sama tímabil árið á undan.

Sjá næstu 50 fréttir