Fleiri fréttir Viðskipti í Kauphöllinni jukust um 527% milli ára í apríl Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag, sem er 527% hækkun á milli ára, samanborið við 216 milljóna króna veltu á dag í apríl 2012. Þetta er 85% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í marsmánuði námu 732 milljónum kr. á dag. 2.5.2013 14:46 Ný stjórn kjörin í MP banka Á aðalfundi MP banka sem haldinn var 30. apríl var kjörin ný stjórn bankans. Í aðalstjórn sitja Þorsteinn Pálsson (stjórnarformaður), lögfræðingur, Skúli Mogensen (varaformaður stjórnar), fjárfestir og forstjóri Wow air, Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma, Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður & meðeigandi Acta lögmannsstofu & Attentus mannauður og ráðgjöf, og Mario Espinosa, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, að því er segir í tilkynningu. 2.5.2013 14:17 Dramatísk breyting á fáum árum Á fimm árum hefur hlutur kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja farið úr tíundaparti í nærri helming. Í haust taka gildi ný lög um kynjahlutföll. Áhersla á jafnan hlut stuðlar að faglegri vinnubrögðum við skipan stjórna. 2.5.2013 14:00 Erlendir gestir á Fanfest Eve eyddu 400 milljónum Erlendir gestir á Fanfest EVE tölvuleiksins eyddu yfir 400 milljónum króna á hátíðinni. Rúmlega 280.000 manns fylgdist með beinni útsendingu úr Hörpu meðan á hátíðinni stóð nýlega. Alls mættu rúmlega 4.000 manns á hátíðina í ár. 2.5.2013 13:56 FT: Kröfuhafar tilbúnir til samninga við íslensk stjórnvöld Financial Times greinir frá því í dag að erlendir kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna hafi vaxandi áhuga á því að ganga til samninga við íslensk stjórnvöld. Þeir séu jafnframt viðbúnir því að þurfa að gefa afslátt af kröfum sínum. 2.5.2013 13:22 Björgólfur á sextíu milljarða hlut í Actavis Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. 2.5.2013 13:11 Krónan styrkist í útboðum Seðlabankans Töluverð breyting varð á útboðsgengi krónu í gjaldeyrisútboði Seðlabankans síðastliðinn þriðjudag. Hefur gengi krónu gagnvart evru ekki verið sterkara í útboði síðan gjaldeyrisútboðunum var fyrst hleypt af stokkunum vorið 2011. Á heildina litið má segja að útboðið hafi verið ágætlega heppnað, en þar skiptu tæplega 29 milljónir evra um hendur fyrir 6 milljarða kr. 2.5.2013 12:50 Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. 2.5.2013 12:41 Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti sína Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína í hádeginu eins og flestir sérfræðingar höfðu búist við. Stýrivextirnir voru lækkaðir um 0,25 prósentur eða niður í 0,5%. Hafa þessir vextir aldrei verið lægri í sögunni. 2.5.2013 12:10 Aukin umsvif hjá Isavia, hagnaðurinn 738 milljónir í fyrra Umtalsverð aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári. Tekjur félagsins jukust um 11,4% og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 3,8 milljarðar króna eða um 20% af tekjum. Hagnaður eftir skatta var um 738 milljónir króna. 2.5.2013 11:55 Optima opnar söluskrifstofu á Akureyri Optima hefur opnað söluskrifstofu á Akureyri. Jafnframt hefur Sigurður Aðils verið ráðinn svæðisstjóri fyrirtækisins fyrir Norður- og Austurland. Fyrirtækið var stofnað 1953 og fagnar því 60 ára afmæli sínu í ár. 2.5.2013 11:46 Öryrki segir Gildi lífeyrissjóð hafa haft af sér pening Margrét Ingibjörg Marelsdóttir, öryrki, hefur stefnt Gildi lífeyrissjóði fyrir ólögmæta skerðingu á lífeyrisgreiðslum til hennar. Hún telur skerðingu sjóðsins í andstöðu við lög og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að brjóta í bága við reglur og yfirlýsingar sjóðsins. Margrét krefst þess að Gildi lífeyrissjóður endurgreiði þá fjármuni sem hún telur að sjóðurinn hafi haft af henni með ólögmætum hætti. 2.5.2013 11:23 Forstjórastarf Century Aluminum gaf af sér 250 milljónir í fyrra Michael Bless forstjóri Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, fékk samtals tæpar 2,2 milljónir dollara eða um 250 milljónir króna í laun, bónusa og kaupréttargreiðslur á síðasta ári. 2.5.2013 10:02 Ríkustu Rússarnir fela auð sinn á aflandseyjum Alisher Usmanov auðugasti maður Rússlands færði stjórnina á 20 milljarða dollara auðæfum sínum til eignarhaldsfélags á Bresku Jómfrúreyjum í desember á síðasta ári, en þær eru í tæplega 9.000 kílómetra frá Moskvu. 2.5.2013 09:36 Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. 2.5.2013 09:00 Gagnrýndi vaxtastefnu SÍ harkalega Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands (SÍ) í ræðu sinni á ársfundi stofunnar og sagði stjórnvöld í raun ráðalaus gagnvart henni. 2.5.2013 09:00 Haraldur vann Webby-verðlaun "Ég er húrrandi glaður,“ segir vefhönnuðurinn Haraldur Þorleifsson. Hann vann ein Webby-verðlaun og tvenn People"s Choice-verðlaun, sem eru hluti af Webby-verðlaununum, fyrir hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. 2.5.2013 09:00 Hlutir í Danske Bank snarlækka eftir lélegt uppgjör Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Á fyrstu fimm mínútunum eftir að opnað var fyrir viðskipti féllu hlutir í bankanum um 3,7%. 2.5.2013 08:20 Afkoma ríkissjóðs versnar milli ára Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri dróst saman miðað við sama tímabil í fyrra og var neikvætt um 11 milljarða kr. en var neikvætt um 7,3 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. 2.5.2013 08:03 Air Atlanta tekur fyrstu Airbus A330 vél sína í notkun Air Atlanta er um þessar mundir að taka í notkun Airbus A330 í fyrsta sinn, en nýverið tók félagið Airbus A340 í notkun sem er fyrsta skrefið í innleiðingaferli þessara tveggja tegunda. 2.5.2013 07:51 Loftleiðir aftur með verkefni í Papúa Nýju Gíneu Loftleiðir Icelandic, leiguflugsdeild Icelandair Group, hefur nú hafið flug fyrir Air Niugini, í Papúa Nýju Gíneu. Þetta verkefni hefur áður verið á borði Loftleiða en frá efnahagshruninu hefur verið heldur lítið að gera í leigufluginu. 2.5.2013 07:40 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert Verðið á Brent olíunni hefur snarlækkað eftir að nýjar upplýsingar um hráolíubirgðir Bandaríkjanna voru birtar í gærdag. 2.5.2013 07:29 Geiturnar þrjár búa til jógúrt, ís og osta Geiturnar þrjár ehf. er nýtt sprotafyrirtæki í Vestmannaeyjum. Að fyrirtækinu standa Berglind Sigmarsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir og Heather Philip. Saman ætla þær að þróa ís, jógúrt og osta til framleiðslu úr geitamjólk. 2.5.2013 07:00 Viðsnúningur frá árinu 2008 Eftir skráningu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á aðallista Kauphallar Íslands í næstu viku gegnir kona starfi stjórnarformanns í tveimur fyrirtækja Kauphallarinnar. Elín Jónsdóttir er stjórnarformaður TM og einnig Regins, sem þegar er skráð í Kauphöll. 1.5.2013 12:00 Viðsnúningur til hins verra hjá Ríkisútvarpinu Alls varð 10 milljóna króna tap á rekstri Ríkisútvarpsins á tímabilinu 1. september 2012 til 28. febrúar 2013 samanborið við 9 milljón kr. hagnað fyrir sama tímabil árið á undan. 1.5.2013 09:03 Afkoma Árborgar jákvæð um tæpar 176 milljónir Rekstrarafkoma sveitarfélagsins Árborgar var jákvæð um 175,7 milljónir kr. sem er 106,5 milljónum kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. 1.5.2013 08:50 Icelandair tapar yfir 2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Icelandair tapaði 18,3 milljónum dollara, eða rúmum 2 milljörðum kr., eftir skatta, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var 13,2 milljóna dollara tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. 1.5.2013 08:40 Sjá næstu 50 fréttir
Viðskipti í Kauphöllinni jukust um 527% milli ára í apríl Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag, sem er 527% hækkun á milli ára, samanborið við 216 milljóna króna veltu á dag í apríl 2012. Þetta er 85% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í marsmánuði námu 732 milljónum kr. á dag. 2.5.2013 14:46
Ný stjórn kjörin í MP banka Á aðalfundi MP banka sem haldinn var 30. apríl var kjörin ný stjórn bankans. Í aðalstjórn sitja Þorsteinn Pálsson (stjórnarformaður), lögfræðingur, Skúli Mogensen (varaformaður stjórnar), fjárfestir og forstjóri Wow air, Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma, Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður & meðeigandi Acta lögmannsstofu & Attentus mannauður og ráðgjöf, og Mario Espinosa, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, að því er segir í tilkynningu. 2.5.2013 14:17
Dramatísk breyting á fáum árum Á fimm árum hefur hlutur kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja farið úr tíundaparti í nærri helming. Í haust taka gildi ný lög um kynjahlutföll. Áhersla á jafnan hlut stuðlar að faglegri vinnubrögðum við skipan stjórna. 2.5.2013 14:00
Erlendir gestir á Fanfest Eve eyddu 400 milljónum Erlendir gestir á Fanfest EVE tölvuleiksins eyddu yfir 400 milljónum króna á hátíðinni. Rúmlega 280.000 manns fylgdist með beinni útsendingu úr Hörpu meðan á hátíðinni stóð nýlega. Alls mættu rúmlega 4.000 manns á hátíðina í ár. 2.5.2013 13:56
FT: Kröfuhafar tilbúnir til samninga við íslensk stjórnvöld Financial Times greinir frá því í dag að erlendir kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna hafi vaxandi áhuga á því að ganga til samninga við íslensk stjórnvöld. Þeir séu jafnframt viðbúnir því að þurfa að gefa afslátt af kröfum sínum. 2.5.2013 13:22
Björgólfur á sextíu milljarða hlut í Actavis Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. 2.5.2013 13:11
Krónan styrkist í útboðum Seðlabankans Töluverð breyting varð á útboðsgengi krónu í gjaldeyrisútboði Seðlabankans síðastliðinn þriðjudag. Hefur gengi krónu gagnvart evru ekki verið sterkara í útboði síðan gjaldeyrisútboðunum var fyrst hleypt af stokkunum vorið 2011. Á heildina litið má segja að útboðið hafi verið ágætlega heppnað, en þar skiptu tæplega 29 milljónir evra um hendur fyrir 6 milljarða kr. 2.5.2013 12:50
Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. 2.5.2013 12:41
Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti sína Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína í hádeginu eins og flestir sérfræðingar höfðu búist við. Stýrivextirnir voru lækkaðir um 0,25 prósentur eða niður í 0,5%. Hafa þessir vextir aldrei verið lægri í sögunni. 2.5.2013 12:10
Aukin umsvif hjá Isavia, hagnaðurinn 738 milljónir í fyrra Umtalsverð aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári. Tekjur félagsins jukust um 11,4% og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 3,8 milljarðar króna eða um 20% af tekjum. Hagnaður eftir skatta var um 738 milljónir króna. 2.5.2013 11:55
Optima opnar söluskrifstofu á Akureyri Optima hefur opnað söluskrifstofu á Akureyri. Jafnframt hefur Sigurður Aðils verið ráðinn svæðisstjóri fyrirtækisins fyrir Norður- og Austurland. Fyrirtækið var stofnað 1953 og fagnar því 60 ára afmæli sínu í ár. 2.5.2013 11:46
Öryrki segir Gildi lífeyrissjóð hafa haft af sér pening Margrét Ingibjörg Marelsdóttir, öryrki, hefur stefnt Gildi lífeyrissjóði fyrir ólögmæta skerðingu á lífeyrisgreiðslum til hennar. Hún telur skerðingu sjóðsins í andstöðu við lög og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að brjóta í bága við reglur og yfirlýsingar sjóðsins. Margrét krefst þess að Gildi lífeyrissjóður endurgreiði þá fjármuni sem hún telur að sjóðurinn hafi haft af henni með ólögmætum hætti. 2.5.2013 11:23
Forstjórastarf Century Aluminum gaf af sér 250 milljónir í fyrra Michael Bless forstjóri Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, fékk samtals tæpar 2,2 milljónir dollara eða um 250 milljónir króna í laun, bónusa og kaupréttargreiðslur á síðasta ári. 2.5.2013 10:02
Ríkustu Rússarnir fela auð sinn á aflandseyjum Alisher Usmanov auðugasti maður Rússlands færði stjórnina á 20 milljarða dollara auðæfum sínum til eignarhaldsfélags á Bresku Jómfrúreyjum í desember á síðasta ári, en þær eru í tæplega 9.000 kílómetra frá Moskvu. 2.5.2013 09:36
Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. 2.5.2013 09:00
Gagnrýndi vaxtastefnu SÍ harkalega Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands (SÍ) í ræðu sinni á ársfundi stofunnar og sagði stjórnvöld í raun ráðalaus gagnvart henni. 2.5.2013 09:00
Haraldur vann Webby-verðlaun "Ég er húrrandi glaður,“ segir vefhönnuðurinn Haraldur Þorleifsson. Hann vann ein Webby-verðlaun og tvenn People"s Choice-verðlaun, sem eru hluti af Webby-verðlaununum, fyrir hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. 2.5.2013 09:00
Hlutir í Danske Bank snarlækka eftir lélegt uppgjör Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Á fyrstu fimm mínútunum eftir að opnað var fyrir viðskipti féllu hlutir í bankanum um 3,7%. 2.5.2013 08:20
Afkoma ríkissjóðs versnar milli ára Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri dróst saman miðað við sama tímabil í fyrra og var neikvætt um 11 milljarða kr. en var neikvætt um 7,3 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. 2.5.2013 08:03
Air Atlanta tekur fyrstu Airbus A330 vél sína í notkun Air Atlanta er um þessar mundir að taka í notkun Airbus A330 í fyrsta sinn, en nýverið tók félagið Airbus A340 í notkun sem er fyrsta skrefið í innleiðingaferli þessara tveggja tegunda. 2.5.2013 07:51
Loftleiðir aftur með verkefni í Papúa Nýju Gíneu Loftleiðir Icelandic, leiguflugsdeild Icelandair Group, hefur nú hafið flug fyrir Air Niugini, í Papúa Nýju Gíneu. Þetta verkefni hefur áður verið á borði Loftleiða en frá efnahagshruninu hefur verið heldur lítið að gera í leigufluginu. 2.5.2013 07:40
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert Verðið á Brent olíunni hefur snarlækkað eftir að nýjar upplýsingar um hráolíubirgðir Bandaríkjanna voru birtar í gærdag. 2.5.2013 07:29
Geiturnar þrjár búa til jógúrt, ís og osta Geiturnar þrjár ehf. er nýtt sprotafyrirtæki í Vestmannaeyjum. Að fyrirtækinu standa Berglind Sigmarsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir og Heather Philip. Saman ætla þær að þróa ís, jógúrt og osta til framleiðslu úr geitamjólk. 2.5.2013 07:00
Viðsnúningur frá árinu 2008 Eftir skráningu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á aðallista Kauphallar Íslands í næstu viku gegnir kona starfi stjórnarformanns í tveimur fyrirtækja Kauphallarinnar. Elín Jónsdóttir er stjórnarformaður TM og einnig Regins, sem þegar er skráð í Kauphöll. 1.5.2013 12:00
Viðsnúningur til hins verra hjá Ríkisútvarpinu Alls varð 10 milljóna króna tap á rekstri Ríkisútvarpsins á tímabilinu 1. september 2012 til 28. febrúar 2013 samanborið við 9 milljón kr. hagnað fyrir sama tímabil árið á undan. 1.5.2013 09:03
Afkoma Árborgar jákvæð um tæpar 176 milljónir Rekstrarafkoma sveitarfélagsins Árborgar var jákvæð um 175,7 milljónir kr. sem er 106,5 milljónum kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. 1.5.2013 08:50
Icelandair tapar yfir 2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Icelandair tapaði 18,3 milljónum dollara, eða rúmum 2 milljörðum kr., eftir skatta, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var 13,2 milljóna dollara tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. 1.5.2013 08:40