Viðskipti innlent

Erlendir gestir á Fanfest Eve eyddu 400 milljónum

Erlendir gestir á Fanfest EVE tölvuleiksins eyddu yfir 400 milljónum króna á hátíðinni. Rúmlega 280.000 manns fylgdist með beinni útsendingu úr Hörpu meðan á hátíðinni stóð nýlega. Alls mættu rúmlega 4.000 manns á hátíðina í ár.

Í tilkynningu segir að um tíu ára afmæli EVE heimsins hafi verið að ræða og þeim áfanga var fagnað í Reykjavík. Rúmlega half milljón manna spilar tölvuleikinn EVE Online.

Gríðargóð umfjöllun fjölmiðla hafi verið frá viðburðinum en alls sóttu 83 erlendir blaðamenn hátíðina. Áform CCP sem kynnt voru á Fanfest vöktu athygli.

Um 1.800 manns sóttu lykilfyrirlestur Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, laugardaginn 27. apríl þar sem ýmis framtíðaráform fyrirtækisins voru kynnt undir heitinu CCP Presents!. Rúmlega fjörutíu þúsund manns fylgdust með fyrirlestrinum gegnum netið og sérstaka stjónsvarpsstöð EVE heimsins, EVE TV, og vefsíðuna Twitchtv.com.

Harpan hefur ekki hýst jafn stóran viðburð og EVE Fanfest 2013 síðan Fanfest hátíðin fór fram í húsinu í fyrra. Vel tókst til við að koma yfirgripsmikilli dagskrá hátíðarinnar í húsinu, þó plássleysi hafi stundum þýtt að færri komust að en vildu á suma dagskárliði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×