Öryrki segir Gildi lífeyrissjóð hafa haft af sér pening Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. maí 2013 11:23 Margrét Ingibjörg Marelsdóttir, öryrki, hefur stefnt Gildi lífeyrissjóði fyrir ólögmæta skerðingu á lífeyrisgreiðslum til hennar. Hún telur skerðingu sjóðsins í andstöðu við lög og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að brjóta í bága við reglur og yfirlýsingar sjóðsins. Margrét krefst þess að Gildi lífeyrissjóður endurgreiði þá fjármuni sem hún telur að sjóðurinn hafi haft af henni með ólögmætum hætti. Margrét hóf störf á vinnumarkaði árið 1962 en varð algerlega óvinnufær 1981 eftir misheppnaðar læknisaðgerðir. Frá árinu 1982 hefur hún verið metin með hámarksörorku, bæði af Tryggingastofnun ríkisins og Gildi lífeyrissjóði. Hún hefur ekki haft launatekjur síðan enda með öllu óvinnufær. Margrét hefur aðeins haft framfærslu af örorkulífeyri frá Gildi lífeyrissjóði og af greiðslum almannatrygginga. Hún fékk greiddan fullan örorkulífeyri frá Gildi, allt frá árinu 1982 fram til 1. nóvember 2007 en þá hóf sjóðurinn að skerða lífeyri Margrétar vegna greiðslna úr almannatryggingum. Sjóðurinn hefur ekki einungis skert lífeyrinn vegna örorkulífeyris og tekjutryggingar frá almannatryggingum heldur hefur Gildi einnig skert greiðslur vegna uppbóta sem Margrét fær greiddar á grundvelli laga um félagslega aðstoð.Skerðing vegna bílastyrks og lyfjastyrks Lífeyrissjóðurinn skerðir framfærslugreiðslur Margrétar m.a. vegna uppbótar sem hún fær vegna þess að hún þarf á sérstakri bifreið að halda vegna hreyfihömlunar. Þá skerðir Gildi greiðslur til Margrétar vegna uppbótar sem hún fær til að mæta lyfjaútgjöldum. Með þessum breytingunum eignar lífeyrissjóðurinn sér bætur Margrétar frá almannatryggingum þannig að hún nýtur ekki raunverulega góðs af þeim. Margrét telur þessa skerðingu ólögmæta enda eigi örorkulífeyrir Gildis að bæta þann launamissi sem örorka hefur í för með sér. Uppbótargreiðslur á grundvelli laga um félagslega aðstoð eru af allt öðrum toga. Þær eru ekki ígildi launa eða bætur fyrir missi launa. Uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð eru til þess að koma til móts við sérstök útgjöld á grundvelli sérstakra aðstæðna. Margrét krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi greiði henni 1.330.028 krónur vegna vangoldinna greiðslna frá árinu 2007 og hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá rétt sinn viðurkenndan. Öryrkjabandalagið styður Margréti í þessum málarekstri. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Margrét Ingibjörg Marelsdóttir, öryrki, hefur stefnt Gildi lífeyrissjóði fyrir ólögmæta skerðingu á lífeyrisgreiðslum til hennar. Hún telur skerðingu sjóðsins í andstöðu við lög og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að brjóta í bága við reglur og yfirlýsingar sjóðsins. Margrét krefst þess að Gildi lífeyrissjóður endurgreiði þá fjármuni sem hún telur að sjóðurinn hafi haft af henni með ólögmætum hætti. Margrét hóf störf á vinnumarkaði árið 1962 en varð algerlega óvinnufær 1981 eftir misheppnaðar læknisaðgerðir. Frá árinu 1982 hefur hún verið metin með hámarksörorku, bæði af Tryggingastofnun ríkisins og Gildi lífeyrissjóði. Hún hefur ekki haft launatekjur síðan enda með öllu óvinnufær. Margrét hefur aðeins haft framfærslu af örorkulífeyri frá Gildi lífeyrissjóði og af greiðslum almannatrygginga. Hún fékk greiddan fullan örorkulífeyri frá Gildi, allt frá árinu 1982 fram til 1. nóvember 2007 en þá hóf sjóðurinn að skerða lífeyri Margrétar vegna greiðslna úr almannatryggingum. Sjóðurinn hefur ekki einungis skert lífeyrinn vegna örorkulífeyris og tekjutryggingar frá almannatryggingum heldur hefur Gildi einnig skert greiðslur vegna uppbóta sem Margrét fær greiddar á grundvelli laga um félagslega aðstoð.Skerðing vegna bílastyrks og lyfjastyrks Lífeyrissjóðurinn skerðir framfærslugreiðslur Margrétar m.a. vegna uppbótar sem hún fær vegna þess að hún þarf á sérstakri bifreið að halda vegna hreyfihömlunar. Þá skerðir Gildi greiðslur til Margrétar vegna uppbótar sem hún fær til að mæta lyfjaútgjöldum. Með þessum breytingunum eignar lífeyrissjóðurinn sér bætur Margrétar frá almannatryggingum þannig að hún nýtur ekki raunverulega góðs af þeim. Margrét telur þessa skerðingu ólögmæta enda eigi örorkulífeyrir Gildis að bæta þann launamissi sem örorka hefur í för með sér. Uppbótargreiðslur á grundvelli laga um félagslega aðstoð eru af allt öðrum toga. Þær eru ekki ígildi launa eða bætur fyrir missi launa. Uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð eru til þess að koma til móts við sérstök útgjöld á grundvelli sérstakra aðstæðna. Margrét krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi greiði henni 1.330.028 krónur vegna vangoldinna greiðslna frá árinu 2007 og hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá rétt sinn viðurkenndan. Öryrkjabandalagið styður Margréti í þessum málarekstri.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun