Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Verðið á Brent olíunni hefur snarlækkað eftir að nýjar upplýsingar um hráolíubirgðir Bandaríkjanna voru birtar í gærdag.

Verðið á bandarísku léttolíunni lækkaði einnig eða um hátt í 3% og er komið niður í rúman 91 dollar á tunnuna. Verðið á Brentolíunnu hefur lækkað um tæp 4% frá hámarki sínu í vikunni og er aftur komið í um 100 dollara á tunnuna.

Í fyrrgreindum upplýsingum kom m.a. fram að hráolíubirgðir Bandaríkjanna hefðu aukist um yfir 6 milljónir tunna í síðustu viku, Spár sérfræðinga höfðu hinsvegar gert ráð fyrir aukningu upp á rúmlega milljón tunna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×