Viðskipti innlent

Viðsnúningur til hins verra hjá Ríkisútvarpinu

Alls varð 10 milljóna króna tap á rekstri Ríkisútvarpsins á tímabilinu 1. september 2012 til 28. febrúar 2013 samanborið við 9 milljón kr. hagnað fyrir sama tímabil árið á undan.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar. Þar segir að samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins tæpum 5,8 milljörðum kr.,  bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er um 641 milljónum kr. og eiginfjárhlutfall félagsins er 11,1%.

Fram kemur að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins stóðu í stað miðað við sama tímabil árið áður og voru rúmlega 1,5 milljarðar króna.   Auglýsingatekjur minnkuðu hinsvegar um rúmlega 26 milljónir kr.

Þá má sjá að laun Páls Magnússonar á tímabilinu námu rúmlega 7 milljónum kr. eða tæplega 1,2 milljónir á mánuði.

Heildarlaun og þóknanir til helstu stjórnenda Ríkisútvarpsins námu tæplega 75 milljónum kr. á tímabilinu og hækkuðu um tæpar 17 milljónir kr. frá sama tímabili árið á undan. Inn í þeirri hækkun er 11,4 milljónar kr. kostnaður vegna starfsloka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×