Viðskipti innlent

Viðskipti í Kauphöllinni jukust um 527% milli ára í apríl

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni  aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag, sem er 527% hækkun á milli ára, samanborið við 216 milljóna króna veltu á dag í apríl 2012.  Þetta er 85% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í marsmánuði námu 732 milljónum kr. á dag.

Þetta kemur fram í yfirliti Kauphallarinnar um viðskiptin í apríl. Mest voru viðskipti með hlutabréf Eimskips eða 7.968 milljónir kr, Icelandair Group 6.578 milljónir kr. og Fjarskipta eða 3.633 milljónir kr.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 2,8% milli mánaða og stendur nú í 1.178 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Íslandsbanki með mestu hlutdeildina 24,0% (30,1% á árinu), MP banki með 21,0% (17,6% á árinu), og Straumur fjárfestingabanki með 18,3% (11,3% á árinu).

Viðskipti með skuldabréf námu 112 milljörðum í aprílmánuði sem samsvarar 5,6 milljarða kr. veltu á dag. Þetta er 5% hækkun á milli ára, samanborið við 5,3 milljarða kr. veltu á dag í apríl 2012, og 64% lækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í mars námu 15,6 milljörðum kr. á dag).

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 76,3 milljörðum kr. en viðskipti með íbúðabréf námu 28,3 milljörðum kr.

Í aprílmánuði var Landsbankinn með mestu hlutdeildina 21,4% (22,2% á árinu), Íslandsbanki með 19,9% (18,5% á árinu) og Arion banki með 19,3% (15,8% á árinu).

Í lok apríl voru hlutabréf 16 félaga skráð á Aðalmarkaði og First North Iceland og nemur heildarmarkaðsvirði þeirra 471 milljarði króna (samanborið við 335 milljarða kr. í apríl 2012).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×