Viðskipti innlent

Air Atlanta tekur fyrstu Airbus A330 vél sína í notkun

Air Atlanta er um þessar mundir að taka í notkun Airbus A330 í fyrsta sinn, en nýverið tók félagið Airbus A340 í notkun sem er fyrsta skrefið í innleiðingaferli þessara tveggja tegunda.

Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þar segir að vélin verður notuð hjá Saudi Arabian Airlines og er stefnt að því að hún verði tilbúin til notkunar 1. Júlí n.k. Saudia hefur jafnframt óskað eftir fleiri vélum, allt að fimm í það heila.

Airbus 330 vélarnar hafa geysimikið flugþol, á bilinu 7.400 til 13.430 km og geta tekið 335 farþega. Vélarnar er einnig hægt að fá sem fraktvélar.

Verið er hefja þjálfun á fyrstu flugmönnum Atlanta en ekki er þó fullákveðið hve margir verða þjálfaðir á fyrstu vélina.

Í dag rekur Air Atlanta Icelandic flugflota sem samanstendur af fimmtán 747-400 vélum, einni Airbus 340-313X og einni Airbus 330-223.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×