Krónan styrkist í útboðum Seðlabankans 2. maí 2013 12:50 Töluverð breyting varð á útboðsgengi krónu í gjaldeyrisútboði Seðlabankans síðastliðinn þriðjudag. Hefur gengi krónu gagnvart evru ekki verið sterkara í útboði síðan gjaldeyrisútboðunum var fyrst hleypt af stokkunum vorið 2011. Á heildina litið má segja að útboðið hafi verið ágætlega heppnað, en þar skiptu tæplega 29 milljónir evra um hendur fyrir 6 milljarða kr. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þróun útboðsgengisins í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans er áhugaverð, enda hefur útboðsgengi krónu styrkst gagnvart evru nánast samfellt frá júní í fyrra. Á seinni hluta síðasta árs veiktist krónan hins vegar verulega á innlendum gjaldeyrismarkaði, og minnkaði því munurinn á útboðsgenginu og innlendu gengi úr 88 kr. (56%) í júní í fyrra niður í 59 kr. (35%) í febrúar síðastliðnum. M.ö.o. minnkaði verulega ábatinn fyrir innlenda aðila af því að nýta útboðsleiðirnar til krónukaupa fremur en innlendan gjaldeyrismarkað. Þetta virðist þó ekki hafa dregið úr áhuga á að nýta 50/50 leiðina, því þátttaka í henni var hvað mest þegar þessi munur var minnstur í vetur. Undanfarna mánuði hefur svo verið samræmi í þróun álandsgengis og útboðsgengis, og ábatinn af því að selja gjaldeyri í útboðunum haldist svipaður frá febrúarútboðinu. Í fyrri hluta útboðsins, þar sem Seðlabankinn keypti evrur gegn greiðslu í verðtryggðum ríkisbréfum eða reiðufé skv. 50/50 leið, námu tilboð alls 33,4 milljónum evra. Er það nokkru lægri upphæð en í síðustu útboðum. Tók bankinn tilboðum að fjárhæð 23,9 milljónum evra skv. þeirri leið, en 5 milljónum evra gegn greiðslu í RIKS33-skuldabréfum. Útboðsgengið var 210 kr. fyrir evruna, og hefur það aldrei verið lægra í þessum hluta útboðsins Í lokalegg útboðsins, þar sem Seðlabankinn seldi aflandskrónueigendum evrur, var eftirspurn í takti við undanfarin útboð. Alls bárust tilboð að fjárhæð 9,3 milljarðar kr. og tók Seðlabankinn tilboðum fyrir 6,0 milljarða kr. Útboðsgengið var hið sama og í fyrri hlutanum, 210 kr. fyrir evruna. Greiddi bankinn því aflandskrónueigendum u.þ.b. 28,6 milljónir evra fyrir milljarðana sex. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Töluverð breyting varð á útboðsgengi krónu í gjaldeyrisútboði Seðlabankans síðastliðinn þriðjudag. Hefur gengi krónu gagnvart evru ekki verið sterkara í útboði síðan gjaldeyrisútboðunum var fyrst hleypt af stokkunum vorið 2011. Á heildina litið má segja að útboðið hafi verið ágætlega heppnað, en þar skiptu tæplega 29 milljónir evra um hendur fyrir 6 milljarða kr. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þróun útboðsgengisins í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans er áhugaverð, enda hefur útboðsgengi krónu styrkst gagnvart evru nánast samfellt frá júní í fyrra. Á seinni hluta síðasta árs veiktist krónan hins vegar verulega á innlendum gjaldeyrismarkaði, og minnkaði því munurinn á útboðsgenginu og innlendu gengi úr 88 kr. (56%) í júní í fyrra niður í 59 kr. (35%) í febrúar síðastliðnum. M.ö.o. minnkaði verulega ábatinn fyrir innlenda aðila af því að nýta útboðsleiðirnar til krónukaupa fremur en innlendan gjaldeyrismarkað. Þetta virðist þó ekki hafa dregið úr áhuga á að nýta 50/50 leiðina, því þátttaka í henni var hvað mest þegar þessi munur var minnstur í vetur. Undanfarna mánuði hefur svo verið samræmi í þróun álandsgengis og útboðsgengis, og ábatinn af því að selja gjaldeyri í útboðunum haldist svipaður frá febrúarútboðinu. Í fyrri hluta útboðsins, þar sem Seðlabankinn keypti evrur gegn greiðslu í verðtryggðum ríkisbréfum eða reiðufé skv. 50/50 leið, námu tilboð alls 33,4 milljónum evra. Er það nokkru lægri upphæð en í síðustu útboðum. Tók bankinn tilboðum að fjárhæð 23,9 milljónum evra skv. þeirri leið, en 5 milljónum evra gegn greiðslu í RIKS33-skuldabréfum. Útboðsgengið var 210 kr. fyrir evruna, og hefur það aldrei verið lægra í þessum hluta útboðsins Í lokalegg útboðsins, þar sem Seðlabankinn seldi aflandskrónueigendum evrur, var eftirspurn í takti við undanfarin útboð. Alls bárust tilboð að fjárhæð 9,3 milljarðar kr. og tók Seðlabankinn tilboðum fyrir 6,0 milljarða kr. Útboðsgengið var hið sama og í fyrri hlutanum, 210 kr. fyrir evruna. Greiddi bankinn því aflandskrónueigendum u.þ.b. 28,6 milljónir evra fyrir milljarðana sex.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira