Viðskipti innlent

Ný stjórn kjörin í MP banka

Í röð frá vinstri: Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, Þórdís Sif Sigurðardóttir, Michael Wright,  Skúli Mogensen, Inga Björg Hjaltadóttir, Þorsteinn Pálsson, Guðmundur Pálmason, Hanna Katrín Friðriksson, Ragnhildur Helgadóttir, Vilmundur Jósefsson. Á myndina vantar Mario Espinosa.
Í röð frá vinstri: Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, Þórdís Sif Sigurðardóttir, Michael Wright, Skúli Mogensen, Inga Björg Hjaltadóttir, Þorsteinn Pálsson, Guðmundur Pálmason, Hanna Katrín Friðriksson, Ragnhildur Helgadóttir, Vilmundur Jósefsson. Á myndina vantar Mario Espinosa.
Á aðalfundi MP banka sem haldinn var 30. apríl var kjörin ný stjórn bankans. Í aðalstjórn sitja Þorsteinn Pálsson (stjórnarformaður), lögfræðingur, Skúli Mogensen (varaformaður stjórnar), fjárfestir og forstjóri Wow air, Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma,  Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður & meðeigandi Acta lögmannsstofu & Attentus mannauður og ráðgjöf, og Mario Espinosa, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, að því er segir í tilkynningu.

Í varastjórn voru kosin Vilmundur Jósefsson, framkvæmdastjóri, Michael Wright, fjárfestir og meðeigandi að Rowland Capital,  Dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst og Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Strax.

Inga Björg Hjaltadóttir er ný í aðalstjórn en hún sat áður í varastjórn bankans. Dr. Ragnhildur Helgadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir eru nýjar í varastjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×