Viðskipti innlent

Viðsnúningur frá árinu 2008

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Elín Jónsdóttir
Elín Jónsdóttir
Eftir skráningu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á aðallista Kauphallar Íslands í næstu viku gegnir kona starfi stjórnarformanns í tveimur fyrirtækja Kauphallarinnar. Elín Jónsdóttir er stjórnarformaður TM og einnig Regins, sem þegar er skráð í Kauphöll.

Hlutur kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja hefur verið réttur hröðum skrefum síðustu misseri, en í september taka gildi lög sem kveða á um að hlutur hvors kyns í stjórnum fyrirtækja þar sem starfsmenn eru fimmtíu eða fleiri megi ekki fara undir fjörutíu prósent.

Eftir skráningu TM verður hlutur kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja Kauphallarinnar rétt rúm 46 prósent á móti tæplega 54 prósenta hlut karla. Fyrir einungis fimm árum voru konur bara tíu prósent stjórnarmanna.

Færeysku félögin þrjú í Kauphöllinni eru hins vegar ekki háð neinum kvöðum um kynjahlutföll í stjórnum, enda gilda um þau lög í Færeyjum. Í þeim eru konur um fimmtungur stjórnarmanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×