Viðskipti innlent

Optima opnar söluskrifstofu á Akureyri

Optima hefur opnað söluskrifstofu á Akureyri. Jafnframt hefur Sigurður Aðils verið ráðinn svæðisstjóri fyrirtækisins fyrir Norður- og Austurland. Fyrirtækið var stofnað 1953 og fagnar því 60 ára afmæli sínu í ár.

Í tilkynningu segir að Optima  sé  umboðsaðili fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum Evrópu er tengjast skrifstofubúnaði. Þar ber fyrst að nefna Ricoh sem eru fremstir á sínu sviði í prentlausnum, Xerox tæki fyrir iðnaðarprentun, Bisley skjalaskápar, Rosengrans öryggisskápar, seðla- og mynttalningavélar frá Scancoin og Billcoin. Einnig er fyrirtækið framarlega í sölu á afgreiðslulausnum og býður m.a. kassakerfi frá Wincor Nixdorf.

Sigurður Aðils hefur verið ráðinn í starf svæðisstjóra frá og með 1 apríl 2013, fyrir norður- og austurland. Sigurður hefur mikla reynslu af störfum í upplýsingatækni.

Sigurður starfaði hjá Nýherja frá árinu 1995-2000 m.a sem sölustjóri heildsölu. Árin 2000 -2005 starfaði hann hjá Pennanum og Office 1 í sérverkefnum og verslunarstjórn. Árið 2005 setti Sigurður á fót starfsstöð Nýherja á Akureyri og starfaði þar til ársloka 2012.

Sigurður er fæddur og uppalinn á Akureyri og hefur verið búsettur þar utan 13 ára dvalar í Reykjavík. Sigurður er giftur Kristínu Sigurðardóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×