Viðskipti innlent

Loftleiðir aftur með verkefni í Papúa Nýju Gíneu

Loftleiðir Icelandic, leiguflugsdeild Icelandair Group, hefur nú hafið flug fyrir Air Niugini, í Papúa Nýju Gíneu. Þetta verkefni hefur áður verið á borði Loftleiða en frá efnahagshruninu 2008 hefur verið heldur lítið að gera í leigufluginu.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði af Fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þar segir að nú ber svo við að Lofteiðir eru með ofangreint verkefni til viðbótar við verkefni fyrir Santa Barbara Airlines í Venesúela, en þar er flogið á milli Caracas í Venesúela og Miami í Bandaríkjunum.

Þá segja forsvarsmenn Loftleiða að séu hjólin séu loks farin að snúast aftur í þessum leiguflugsgeira og margt í pípunum, margar fyrirspurnir að berast sem ekki sáust um langt skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×