Viðskipti innlent

Aukin umsvif hjá Isavia, hagnaðurinn 738 milljónir í fyrra

Umtalsverð aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári. Tekjur félagsins jukust um 11,4% og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 3,8  milljarðar króna eða um 20%  af tekjum.  Hagnaður eftir  skatta var  um 738 milljónir króna.

Í tilkynningu segir að mikil aukning hefur orðið á fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll en aukningin sem orðið hefur frá botnári efnahagskreppunnar hér á landi, 2009 nemur samtals um 44%. Framkvæmdir eru hafnar á Keflavíkurflugvelli til þess að takast á við þessa miklu  farþegaaukningu.

Framundan eru einnig miklar fjárfestingar í innviðum flugvallakerfisins svo tryggja megi þjónustu við flugrekstraraðila og sívaxandi ferðamannastraum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×