Fleiri fréttir Enn dregur úr lánum hjá Íbúðalánasjóði milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru tæpir 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní 2011 um 1,7 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 10,3 milljónir króna í júní. 10.7.2012 06:37 Reglurnar þurfa að vera alþjóðlegar Pétur Blöndal hefur lagt fram svipaðar tillögur á Íslandi og samþykktar voru um helgina á þingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Tillögurnar miða að því að koma í veg fyrir hringferla peninga með raðeignarhaldi og innistæðulausa eignabólu fyrirtækja. Pétur segir markmið tillagnanna ekki ná fram að ganga nema þær séu samræmdar meðal allra landa. 9.7.2012 12:15 Nova má ekki auglýsa ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana Símafyrirtækinu Nova hefur verið bannað að auglýsa að fyrirtækið bjóði ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana. Neytendastofa telur að Nova hafi ekki sannað fyrrgreindar fullyrðingar. Síminn kærði fullyrðingarnar til Neytendastofu eftir að Nova dreifði auglýsingablaði með fyrrgreindum fullyrðingum. 9.7.2012 15:37 Norðmenn stöðva olíuframleiðslu í vikunni Olíu- og gasframleiðsla mun stöðvast í Noregi í vikunni. Ástæðan er sú að hart er deilt um eftirlaunamál og virðist lausn á deilunni ekki vera í sjónmáli. 9.7.2012 11:25 Liborvaxtasvindlið hafði áhrif á Íslandi Vaxtasvindlið sem komst í hámæli í Bretlandi í síðustu viku hafði bein áhrif á Íslandi á margan hátt. Einna helst skipti það máli fyrir íslenska neytendur með gengistryggð lán. 9.7.2012 11:03 Vodafone undirbýr skráningu í Kauphöllina Vodafone á Íslandi hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka til að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í Kauphöllina á Íslandi. 9.7.2012 10:47 Fasteignamarkaðurinn heldur að róast Heldur hefur róast um á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðarins eins og yfirleitt gerist þegar helsti sumarleyfatíma landsmanna fer í gang. 9.7.2012 11:06 Frönsk leikfangakeðja vill kaupa Hamley's Frönsk leikfangakeðja er í samningaviðræðum um að kaupa hinar sögufrægu bresku leikfangaverslanir Hamley's af slitastjórn Landsbankans fyrir 60 milljónir punda, jafnvirði 12 milljarða króna. Hamley's var áður í eigu Baugs Group áður en fyrirtækið fór í þrot. 9.7.2012 10:05 Vextir á spænskum skuldabréfum aftur yfir 7% markið Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru aftur yfir 7% markið í morgun. Vextir á samsvarandi ítölskum bréfum hækkuðu einnig og standa í 6,1% þessa stundina. 9.7.2012 10:01 Fleiri bankahneyksli vegna vaxtasvindls í farvatninu Fleiri bankar en Barclays munu liggja undir grun um vaxtasvindl. Í blaðinu The Guardian segir að hátt í 20 bankar blandist inn í rannsókn málsins sem unnin er af bæði breska og bandaríska fjármálaeftirlitinu. 9.7.2012 09:01 Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í júní Icelandair flutti 246 þúsund farþega í millilandaflugi í júní og voru þeir 15% fleiri en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning var 15% á milli ára. 9.7.2012 08:04 Niðursveifla á mörkuðum Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 1,4% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,7%. 9.7.2012 06:58 Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 211 milljarða í júní Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði verulega í júní eða um rúmlega 211 milljarða króna miðað við stöðuna í maí. 9.7.2012 06:41 Roubini telur að Finnar yfirgefi evruna á undan Grikkjum Hagfræðingurinn Nouriel Roubini telur að Finnland muni yfirgefa evrusamstarfið á undan Grikklandi. 9.7.2012 06:29 Kreppan búin en of mikið atvinnuleysi og of lítil fjárfesting Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta hvort kreppur eða yfirsveiflur séu yfirstaðnar. Samkvæmt þeim flestum er kreppan búin á Íslandi og eru fræðimenn og hagfræðingar í atvinnulífinu sammála um þetta. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands gerir hins vegar fyrirvara við slíkar fullyrðingar og vísar meðal annars í að atvinnuleysi sé enn of hátt hér á landi. 8.7.2012 14:22 Apple endurbætir nýjasta iPad Talið er að tæknirisinn Apple undirbúi nú endurbætta útgáfu af þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar sem nýlega kom á markað. Notendur hafa margir kvartað yfir því að tækið hitni afar mikið og nú leitast Apple við að lækka hitamyndunina. 7.7.2012 22:00 Amazon þróar snjallsíma Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni. 7.7.2012 10:48 Einkennilegasti dúett allra tíma? - Warren Buffett og Jon Bon Jovi Einkennilegasti dúett í tónlistar- og viðskiptasögunni hefur mögulega verið myndaður. Það gerðist á árlegri ráðstefnu Forbes tímaritsins þar sem kastljósinu er beint að líknarstarfsemi og mannúðarmálum. Þá tóku fjárfestirinn Warren Buffett, sem almennt er álitinn meðal virtustu fjárfesta heimsins, og rokksöngvarinn Jon Bon Jovi, sem mörgum finnst skemmtilegur tónlistarmaður, lagið á blaðamannafundi. 7.7.2012 10:05 Ísland kannski fyrirmynd fyrir Breta Rannsóknarnefnd Alþingis og viðbrögð Íslendinga við hruninu árið 2008 geta orðið ákveðin fyrirmynd fyrir breska þingmenn sem hafa síðustu daga krafist þess að bankakerfi landsins verði rannsakað af óháðum aðila. Á þetta er bent í frétt The Financial Times. 6.7.2012 21:51 Bréf Icelandair hækkuðu Gengi bréfa Icelandair hækkaði um tæpt prósent í dag. Í lok dags er skráningargengi bréfanna 6,83 en velta dagsins var rúmar 56 milljónir með bréfin. 6.7.2012 21:23 Selja íslenskt hugvit fyrir milljarð Norðurál á Grundartanga hefur undirritað samning við íslenska verkfræðifyrirtækið Alu1 um heildarlausn á sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Upphæð samningsins er hátt í milljarð króna fyrir utan vsk., samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli. 6.7.2012 15:46 Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir,“ að því er segir í tilkynningu frá CCP. 6.7.2012 14:46 Mikil umsvif á íbúðamarkaði Samtals var 490 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júní og nam veltan 14,9 milljörðum króna samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands og greiningadeild Íslandsbanka greinir frá. 6.7.2012 11:26 Arion banki hefði átt að skipta Högum upp í fleiri fyrirtæki Samkeppniseftirlitið telur að bankar hefðu átt að nýta betur tækifærið sem hrunið veitti til þess að skipta upp stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti keppinautum á mörkuðum. Slíkt hefði stuðlað að aukinni samkeppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið og aukins ávinnings fyrir bankana heldur en skammtímaviðhorf um hærra söluandvirði stærri einingar. 6.7.2012 11:13 Umfang leikmannaviðskipta minna nú en í fyrra Knattspyrnufélög á heimsvísu hafa dregið mikið úr viðskiptum með leikmenn á undanförnum mánuðum miðað við árið á undan, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Tæplega 10 prósent færri leikmannasamningar vegna kaupa félaga á nýjum leikmönnum voru kláraðir á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við í fyrr. Upphæðirnar sem um ræðir féllu hins vegar um ríflega þriðjun, eða 34 prósent. Heildarupphæðin að baki 4.973 leikmannasamninga nam um 571 milljón dala, eða sem nemur ríflega 70 milljörðum króna, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Upplýsingarnar voru teknar saman í gegnum sérstakt kerfi á vegum FIFA, sem heldur utan um alla leikmannasamninga á heimsvísu, TMS (Transfer Matching System). 6.7.2012 10:12 Harrods hótel í bígerð víða um heiminn Eigandi hinnar þekktu Harrods stórverslunnar í London hefur í hyggju að opna hótel víða um heiminn undir nafni Harrods. 6.7.2012 09:22 Forseti Kýpur í pókerspili þar sem mikið er lagt undir Forseti Kýpur hefur att Evrópusambandinu og Rússlandi gengt hvort öðru í pókerspili þar sem mikið er lagt undir. 6.7.2012 06:58 Ítalska stjórnin samþykkir mikinn niðurskurð Ítalska stjórnin samþykkti í nótt umfangsmikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Alls verður skorið niður um 26 milljarða evra, eða um 4.100 milljarða króna á næstu þremur ár. 6.7.2012 06:35 Bréf Regins hækkuðu í dag Gengi bréfa Regins, sem skráð var á markað fyrr í þessari viku, hækkaði um 1.54 prósent í dag. Velta með bréfin nam 24.4 milljónum. Skráningargengi bréfanna í lok dags er 8.59. 5.7.2012 20:32 Hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða að eignast TM Hópur fjárfesta sem samanstendur meðal annars af Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Almenna lífeyrisjsóðnum er langt kominn með að ganga frá kaupum á Tryggingamiðstöðinni af Stoðum, áður FL Group. Á annan tug milljarða króna gætu fengist fyrir félagið, sem er eitt stærsta tryggingafyrirtæki landsins. 5.7.2012 18:30 Ríkið sker upp herör gegn skattasvindli í ferðaiðnaði Ríkisskattstjóri mun á næstunni hefja átak í tekjuskráningu í samstarfi við ASÍ og SA þar sem sérstaklega verður horft til ferðamannageirans. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson en með átakinu á að taka á svartri atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði. 5.7.2012 17:00 Ráðuneytið tekur undir athugasemdir ESA Efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til að bregðast við athugasemdum ESA um að Íslendingar þurfi að efla löggjöf sína sem varðar innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. 5.7.2012 16:44 Engir innlánsvextir hjá Seðlabanka Evrópu Seðlabanki Evrópu hefur lækkað stýrivexti úr 1% í 0,75% og hafa stýrivextir aldrei verið lægri. Með þessu er brugðist við þeim mikla slaka sem er á evrusvæðinu. Innlánsvextir hjá seðlabankinn lækkaði líka innlánsvexti úr 0,25% í 0. Þessi stýrivaxtalækkun er í samræmi við aðrar breytingar sem aðrir bankar hafa gert. 5.7.2012 13:35 Leið sáttar og fyrirgefningar líklegust til árangurs „Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ 5.7.2012 13:00 Unnur skipuð forstjóri FME Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 5.7.2012 12:03 Smærri fjármálafyrirtæki fái aðgang að þjónustu Reiknistofnunnar Ný og smærri fjármálafyrirtæki skulu eiga fullan aðgang að öllum kerfum og þjónustu Reiknistofunnar á sömu forsendum og eigendur hennar. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í ákvörðuninni eru sett ákveðin skilyrði fyrir því að eigendur Reiknistofnunar bankanna geti haldið rekstrinum áfram. Í hópi stærstu eigenda hennar eru viðskiptabankarnir þrír langstærstir. Þetta er tryggt með skilyrðum um aðgangsreglur, verðskrá, bann við ómálefnalegum hindrunum eða mismunun og trúnað í umsóknarferli. 5.7.2012 11:55 Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. 5.7.2012 11:20 Umfangsmikið svart hagkerfi innan ferðaþjónustunnar Ætla verður að umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustugeiranum sé um 10-12 milljarðar króna á ársgrundvelli hið minnsta. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. 5.7.2012 09:59 Brent olían rýkur upp eftir verkbannsboðun í Noregi Tunnan af Brent olíunni hefur hækkað um tæp 2% í morgun og er komin í 101,5 dollara eftir að Landssamtök olíuframleiðenda (OLF) í Noregi boðuðu allsherjar verkbann á öllum olíuborpöllum landsins frá og með næsta mánudegi. 5.7.2012 09:57 Önnur olíufélög bjóða 15 króna afslátt í dag Olíuverzlun Íslands og ÓB-Ódýrt bensín bjóða 15 kr. afslátt af eldsneyti í dag það er af bæði bensín og dísilolíu. Atlantsolía mun einnig bjóða sínum viðskiptavinum sama afslátt. 5.7.2012 09:26 Hagstofan spáir 2,8% hagvexti í ár Hagstofan spáir því að hagvöxtur á landinu nemi 2,8% á þessu ári og 2,7% á því næsta. 5.7.2012 09:09 Kreppan lækkar fæðingartíðini í 25 af 30 Vesturlöndum Efnahagskreppan í heiminum hefur haft þau áhrif að fæðingartíðni hefur lækkað í 25 af 30 vestrænum löndum þar á meðal Íslandi. 5.7.2012 07:19 N1 lækkar verð á bensíni og dísil um 15 krónur tímabundið Verðið á bensín- og dísilllítranum lækkar tímabundið í dag hjá N1 um fimmtán krónur í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina og gildir lækkunin til miðnættis í dag, 5. júlí. 5.7.2012 07:05 Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 15% í maí Gistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra. Þetta er 15% aukning á milli ára. 5.7.2012 09:12 Fjöldi fasteignakaupa jókst um 32% milli ára í júní Fjöldi fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp 32% milli ára í júní á höfuðborgarsvæðinu. Veltan jókst um tæpt 41% á milli ára. 5.7.2012 07:54 Sjá næstu 50 fréttir
Enn dregur úr lánum hjá Íbúðalánasjóði milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru tæpir 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní 2011 um 1,7 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 10,3 milljónir króna í júní. 10.7.2012 06:37
Reglurnar þurfa að vera alþjóðlegar Pétur Blöndal hefur lagt fram svipaðar tillögur á Íslandi og samþykktar voru um helgina á þingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Tillögurnar miða að því að koma í veg fyrir hringferla peninga með raðeignarhaldi og innistæðulausa eignabólu fyrirtækja. Pétur segir markmið tillagnanna ekki ná fram að ganga nema þær séu samræmdar meðal allra landa. 9.7.2012 12:15
Nova má ekki auglýsa ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana Símafyrirtækinu Nova hefur verið bannað að auglýsa að fyrirtækið bjóði ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana. Neytendastofa telur að Nova hafi ekki sannað fyrrgreindar fullyrðingar. Síminn kærði fullyrðingarnar til Neytendastofu eftir að Nova dreifði auglýsingablaði með fyrrgreindum fullyrðingum. 9.7.2012 15:37
Norðmenn stöðva olíuframleiðslu í vikunni Olíu- og gasframleiðsla mun stöðvast í Noregi í vikunni. Ástæðan er sú að hart er deilt um eftirlaunamál og virðist lausn á deilunni ekki vera í sjónmáli. 9.7.2012 11:25
Liborvaxtasvindlið hafði áhrif á Íslandi Vaxtasvindlið sem komst í hámæli í Bretlandi í síðustu viku hafði bein áhrif á Íslandi á margan hátt. Einna helst skipti það máli fyrir íslenska neytendur með gengistryggð lán. 9.7.2012 11:03
Vodafone undirbýr skráningu í Kauphöllina Vodafone á Íslandi hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka til að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í Kauphöllina á Íslandi. 9.7.2012 10:47
Fasteignamarkaðurinn heldur að róast Heldur hefur róast um á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðarins eins og yfirleitt gerist þegar helsti sumarleyfatíma landsmanna fer í gang. 9.7.2012 11:06
Frönsk leikfangakeðja vill kaupa Hamley's Frönsk leikfangakeðja er í samningaviðræðum um að kaupa hinar sögufrægu bresku leikfangaverslanir Hamley's af slitastjórn Landsbankans fyrir 60 milljónir punda, jafnvirði 12 milljarða króna. Hamley's var áður í eigu Baugs Group áður en fyrirtækið fór í þrot. 9.7.2012 10:05
Vextir á spænskum skuldabréfum aftur yfir 7% markið Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru aftur yfir 7% markið í morgun. Vextir á samsvarandi ítölskum bréfum hækkuðu einnig og standa í 6,1% þessa stundina. 9.7.2012 10:01
Fleiri bankahneyksli vegna vaxtasvindls í farvatninu Fleiri bankar en Barclays munu liggja undir grun um vaxtasvindl. Í blaðinu The Guardian segir að hátt í 20 bankar blandist inn í rannsókn málsins sem unnin er af bæði breska og bandaríska fjármálaeftirlitinu. 9.7.2012 09:01
Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í júní Icelandair flutti 246 þúsund farþega í millilandaflugi í júní og voru þeir 15% fleiri en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning var 15% á milli ára. 9.7.2012 08:04
Niðursveifla á mörkuðum Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 1,4% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,7%. 9.7.2012 06:58
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 211 milljarða í júní Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði verulega í júní eða um rúmlega 211 milljarða króna miðað við stöðuna í maí. 9.7.2012 06:41
Roubini telur að Finnar yfirgefi evruna á undan Grikkjum Hagfræðingurinn Nouriel Roubini telur að Finnland muni yfirgefa evrusamstarfið á undan Grikklandi. 9.7.2012 06:29
Kreppan búin en of mikið atvinnuleysi og of lítil fjárfesting Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta hvort kreppur eða yfirsveiflur séu yfirstaðnar. Samkvæmt þeim flestum er kreppan búin á Íslandi og eru fræðimenn og hagfræðingar í atvinnulífinu sammála um þetta. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands gerir hins vegar fyrirvara við slíkar fullyrðingar og vísar meðal annars í að atvinnuleysi sé enn of hátt hér á landi. 8.7.2012 14:22
Apple endurbætir nýjasta iPad Talið er að tæknirisinn Apple undirbúi nú endurbætta útgáfu af þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar sem nýlega kom á markað. Notendur hafa margir kvartað yfir því að tækið hitni afar mikið og nú leitast Apple við að lækka hitamyndunina. 7.7.2012 22:00
Amazon þróar snjallsíma Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni. 7.7.2012 10:48
Einkennilegasti dúett allra tíma? - Warren Buffett og Jon Bon Jovi Einkennilegasti dúett í tónlistar- og viðskiptasögunni hefur mögulega verið myndaður. Það gerðist á árlegri ráðstefnu Forbes tímaritsins þar sem kastljósinu er beint að líknarstarfsemi og mannúðarmálum. Þá tóku fjárfestirinn Warren Buffett, sem almennt er álitinn meðal virtustu fjárfesta heimsins, og rokksöngvarinn Jon Bon Jovi, sem mörgum finnst skemmtilegur tónlistarmaður, lagið á blaðamannafundi. 7.7.2012 10:05
Ísland kannski fyrirmynd fyrir Breta Rannsóknarnefnd Alþingis og viðbrögð Íslendinga við hruninu árið 2008 geta orðið ákveðin fyrirmynd fyrir breska þingmenn sem hafa síðustu daga krafist þess að bankakerfi landsins verði rannsakað af óháðum aðila. Á þetta er bent í frétt The Financial Times. 6.7.2012 21:51
Bréf Icelandair hækkuðu Gengi bréfa Icelandair hækkaði um tæpt prósent í dag. Í lok dags er skráningargengi bréfanna 6,83 en velta dagsins var rúmar 56 milljónir með bréfin. 6.7.2012 21:23
Selja íslenskt hugvit fyrir milljarð Norðurál á Grundartanga hefur undirritað samning við íslenska verkfræðifyrirtækið Alu1 um heildarlausn á sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Upphæð samningsins er hátt í milljarð króna fyrir utan vsk., samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli. 6.7.2012 15:46
Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir,“ að því er segir í tilkynningu frá CCP. 6.7.2012 14:46
Mikil umsvif á íbúðamarkaði Samtals var 490 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júní og nam veltan 14,9 milljörðum króna samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands og greiningadeild Íslandsbanka greinir frá. 6.7.2012 11:26
Arion banki hefði átt að skipta Högum upp í fleiri fyrirtæki Samkeppniseftirlitið telur að bankar hefðu átt að nýta betur tækifærið sem hrunið veitti til þess að skipta upp stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti keppinautum á mörkuðum. Slíkt hefði stuðlað að aukinni samkeppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið og aukins ávinnings fyrir bankana heldur en skammtímaviðhorf um hærra söluandvirði stærri einingar. 6.7.2012 11:13
Umfang leikmannaviðskipta minna nú en í fyrra Knattspyrnufélög á heimsvísu hafa dregið mikið úr viðskiptum með leikmenn á undanförnum mánuðum miðað við árið á undan, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Tæplega 10 prósent færri leikmannasamningar vegna kaupa félaga á nýjum leikmönnum voru kláraðir á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við í fyrr. Upphæðirnar sem um ræðir féllu hins vegar um ríflega þriðjun, eða 34 prósent. Heildarupphæðin að baki 4.973 leikmannasamninga nam um 571 milljón dala, eða sem nemur ríflega 70 milljörðum króna, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Upplýsingarnar voru teknar saman í gegnum sérstakt kerfi á vegum FIFA, sem heldur utan um alla leikmannasamninga á heimsvísu, TMS (Transfer Matching System). 6.7.2012 10:12
Harrods hótel í bígerð víða um heiminn Eigandi hinnar þekktu Harrods stórverslunnar í London hefur í hyggju að opna hótel víða um heiminn undir nafni Harrods. 6.7.2012 09:22
Forseti Kýpur í pókerspili þar sem mikið er lagt undir Forseti Kýpur hefur att Evrópusambandinu og Rússlandi gengt hvort öðru í pókerspili þar sem mikið er lagt undir. 6.7.2012 06:58
Ítalska stjórnin samþykkir mikinn niðurskurð Ítalska stjórnin samþykkti í nótt umfangsmikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Alls verður skorið niður um 26 milljarða evra, eða um 4.100 milljarða króna á næstu þremur ár. 6.7.2012 06:35
Bréf Regins hækkuðu í dag Gengi bréfa Regins, sem skráð var á markað fyrr í þessari viku, hækkaði um 1.54 prósent í dag. Velta með bréfin nam 24.4 milljónum. Skráningargengi bréfanna í lok dags er 8.59. 5.7.2012 20:32
Hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða að eignast TM Hópur fjárfesta sem samanstendur meðal annars af Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Almenna lífeyrisjsóðnum er langt kominn með að ganga frá kaupum á Tryggingamiðstöðinni af Stoðum, áður FL Group. Á annan tug milljarða króna gætu fengist fyrir félagið, sem er eitt stærsta tryggingafyrirtæki landsins. 5.7.2012 18:30
Ríkið sker upp herör gegn skattasvindli í ferðaiðnaði Ríkisskattstjóri mun á næstunni hefja átak í tekjuskráningu í samstarfi við ASÍ og SA þar sem sérstaklega verður horft til ferðamannageirans. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson en með átakinu á að taka á svartri atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði. 5.7.2012 17:00
Ráðuneytið tekur undir athugasemdir ESA Efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til að bregðast við athugasemdum ESA um að Íslendingar þurfi að efla löggjöf sína sem varðar innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. 5.7.2012 16:44
Engir innlánsvextir hjá Seðlabanka Evrópu Seðlabanki Evrópu hefur lækkað stýrivexti úr 1% í 0,75% og hafa stýrivextir aldrei verið lægri. Með þessu er brugðist við þeim mikla slaka sem er á evrusvæðinu. Innlánsvextir hjá seðlabankinn lækkaði líka innlánsvexti úr 0,25% í 0. Þessi stýrivaxtalækkun er í samræmi við aðrar breytingar sem aðrir bankar hafa gert. 5.7.2012 13:35
Leið sáttar og fyrirgefningar líklegust til árangurs „Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ 5.7.2012 13:00
Unnur skipuð forstjóri FME Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 5.7.2012 12:03
Smærri fjármálafyrirtæki fái aðgang að þjónustu Reiknistofnunnar Ný og smærri fjármálafyrirtæki skulu eiga fullan aðgang að öllum kerfum og þjónustu Reiknistofunnar á sömu forsendum og eigendur hennar. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í ákvörðuninni eru sett ákveðin skilyrði fyrir því að eigendur Reiknistofnunar bankanna geti haldið rekstrinum áfram. Í hópi stærstu eigenda hennar eru viðskiptabankarnir þrír langstærstir. Þetta er tryggt með skilyrðum um aðgangsreglur, verðskrá, bann við ómálefnalegum hindrunum eða mismunun og trúnað í umsóknarferli. 5.7.2012 11:55
Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. 5.7.2012 11:20
Umfangsmikið svart hagkerfi innan ferðaþjónustunnar Ætla verður að umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustugeiranum sé um 10-12 milljarðar króna á ársgrundvelli hið minnsta. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. 5.7.2012 09:59
Brent olían rýkur upp eftir verkbannsboðun í Noregi Tunnan af Brent olíunni hefur hækkað um tæp 2% í morgun og er komin í 101,5 dollara eftir að Landssamtök olíuframleiðenda (OLF) í Noregi boðuðu allsherjar verkbann á öllum olíuborpöllum landsins frá og með næsta mánudegi. 5.7.2012 09:57
Önnur olíufélög bjóða 15 króna afslátt í dag Olíuverzlun Íslands og ÓB-Ódýrt bensín bjóða 15 kr. afslátt af eldsneyti í dag það er af bæði bensín og dísilolíu. Atlantsolía mun einnig bjóða sínum viðskiptavinum sama afslátt. 5.7.2012 09:26
Hagstofan spáir 2,8% hagvexti í ár Hagstofan spáir því að hagvöxtur á landinu nemi 2,8% á þessu ári og 2,7% á því næsta. 5.7.2012 09:09
Kreppan lækkar fæðingartíðini í 25 af 30 Vesturlöndum Efnahagskreppan í heiminum hefur haft þau áhrif að fæðingartíðni hefur lækkað í 25 af 30 vestrænum löndum þar á meðal Íslandi. 5.7.2012 07:19
N1 lækkar verð á bensíni og dísil um 15 krónur tímabundið Verðið á bensín- og dísilllítranum lækkar tímabundið í dag hjá N1 um fimmtán krónur í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina og gildir lækkunin til miðnættis í dag, 5. júlí. 5.7.2012 07:05
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 15% í maí Gistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra. Þetta er 15% aukning á milli ára. 5.7.2012 09:12
Fjöldi fasteignakaupa jókst um 32% milli ára í júní Fjöldi fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp 32% milli ára í júní á höfuðborgarsvæðinu. Veltan jókst um tæpt 41% á milli ára. 5.7.2012 07:54