Viðskipti innlent

Nova má ekki auglýsa ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Símafyrirtækinu Nova hefur verið bannað að auglýsa að fyrirtækið bjóði ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana. Neytendastofa telur að Nova hafi ekki sannað fyrrgreindar fullyrðingar. Síminn kærði fullyrðingarnar til Neytendastofu eftir að Nova dreifði auglýsingablaði með fyrrgreindum fullyrðingum.

Þá kvartaði Síminn jafnframt yfir því að í blaðinu lofaði Nova fyrirtækum 20% lægri símkostnaði. Nova hélt því fram í málinu að með loforði um 20% lægri símkostnað væri ekki verið að bera saman verð Nova við keppinauta eða gefa til kynna að Nova byði nákvæmlega sömu þjónustu en fyrir 20% lægra verð. Neytendastofa féllst ekki á það og taldi heildarmat á auglýsingunni benda til þess að um verðsamanburð væri að ræða. Neytendastofa taldi Nova sýna fram á það með fullnægjandi hætti að fullyrðingin væri sönn og félagið gæti lækkað símkostnað fyrirtækja um 20%. Þó gerði Neytendastofa athugsemdir við að í auglýsingunni kæmi ekki fram að mismunur geti verið á þjónustu sem keppinautar bjóði og Nova bjóði með 20% lækkun. Samanburðurinn væri því villandi og ósanngjarn gagnvart keppinautum Nova.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×