Viðskipti innlent

Enn dregur úr lánum hjá Íbúðalánasjóði milli ára

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru tæpir 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní 2011 um 1,7 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 10,3 milljónir króna í júní.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. Heildarvelta íbúðabréfa nam 51,2 milljörðum króna í júní samanborið við 58,2 milljarða í maí 2012. Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna húsbréfa og annarra skuldbindinga námu tæpum 12,1 milljarði króna í júní. Uppgreiðslur námu um 1,5 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×