Fleiri fréttir Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskip af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. 13.7.2012 19:10 Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar. 13.7.2012 15:43 Prentrisi kaupir Plastprent Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf. hafa skrifað undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti ehf., sem er að fullu í eigu Framtakssjóðsins. Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki gildi fyrr en að lokinni umfjöllun þess. 13.7.2012 13:17 Atvinnuleysið komið undir 5% Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig. 13.7.2012 12:57 Segja Heiðar Má fara með rangt mál Tveir hagfræðingar á rannsókna- og spádeild Seðlabankans segja að Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir fari með rangt mál þegar hann fullyrði að kaupmáttur hér sé á pari við það sem hann var árið 1993. Þeir segja Heiðar tvíreikna gengisáhrifin inn í útreikninga sína. 13.7.2012 12:15 Margrét Guðmundsdóttir kjörin formaður stjórnar N1 Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins. Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár. 13.7.2012 10:17 Gammel Dansk er komið í norska eigu Hinn þekkti danski snaps Gammel Dansk er kominn í norska eigu. Eins og raunar aðrir danskir eðalsnapsar eins og Álaborgar ákavíti og Bröndum. 13.7.2012 10:15 Hættir störfum hjá Austurbrú eftir um þriggja mánaða starf Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl sl. og hefur hann unnið að stofnun Austurbrúar og þeim breytingum sem fylgja sameiningu þeirra stoðstofnana sem nú mynda Austurbrú ses. 13.7.2012 09:42 Digg seld keppinauti sínum Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna. 13.7.2012 09:33 Kaup Watson á Actavis skoðuð nánar Bandaríska samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir nánari upplýsingum á kaupum Watson lyfjafyrirtækisins á Actavis í apríl s.l. 13.7.2012 09:31 Tveggja turna tal á snjallsímamarkaði Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna. 13.7.2012 10:19 Danir spara sér þúsundir milljarða á að vera utan evrunnar Danskir hagfræðingar hafa reiknað það út að Danir hafi sparað sér þúsundir milljarða króna með því að halda sig fyrir utan evruna. 13.7.2012 07:37 Innheimtuleyfi þarf fyrir vörslusviptingar Þeim aðilum sem stunda vörslusviptingar í tengslum við frum- og milliinnheimtu er nú skylt að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins. 13.7.2012 07:08 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Ítalíu Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Ítalíu niður í A3 og er einkunnin þar með aðeins tveimur stigum frá ruslflokki í bókum Moody´s. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum. 13.7.2012 07:02 Töluvert hægari hagvöxtur í Kína Töluvert hefur hægt á hagvexti Kína en hann mældist 7,6% á öðrum ársfjórðungi ársins. Hefur hagvöxtur ekki verið minni þar í landi s.l. þrjú ár. 13.7.2012 07:00 Útlit fyrir að nýja Batman myndin slái öll sölumet Allt útlit er fyrir að nýjasta Batman myndin muni slá öll sölumet þegar hún verður frumsýnd um næstu mánaðarmót. 13.7.2012 06:43 Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. 12.7.2012 20:00 Vilja að Fjármálaeftirlitið rannsaki starfsemi Lýsingar Félag atvinnurekenda hefur farið fram á það við Fjármálaeftirlitið að það rannsaki starfshætti fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félaginu hafa borist fjölmargar kvartanir vegna fjármögnunarleigusamninga. Félagið segir ljóst að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gefið út að rannsókn sé hafin né heldur að hún standi til. Eftirlitið hafi þó gefið út að málið sé til skoðunar. Félag atvinnurekenda telur brýnt að háttsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja sé rannsökuð og tryggt sé að starfshættir þeirra séu í samræmi við ákvæði laga. 12.7.2012 17:00 Peugeot Citroen sker niður 8.000 störf Franski bílaframleiðandinn Peugeot Citroen hefur boðað mikinn niðurskurð á næstu mánuðum og árum. 12.7.2012 16:55 Skóverslun jókst um 17% Velta skóverslunar jókst um 16,8% í júní á föstu verðlagi og um 19,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um 2,3% frá júní í fyrra, eftir því sem fram kemur í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Fataverslun jókst um 0,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 5,2% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta fataverslunar í júní um 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 4,5% frá sama mánuði fyrir ári. 12.7.2012 16:40 Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar. 12.7.2012 15:53 Gengi Groupon nær nýjum lægðum Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara. 12.7.2012 13:03 Milljarðamæringar í samstarf Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum. 12.7.2012 11:42 Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12.7.2012 16:38 Segir lífskjör fólks verri en Seðlabankinn vill viðurkenna Laun á Íslandi eru svipuð því sem þau voru fyrir um tveimur áratugum. Þetta fullyrðir hagfræðingur sem segir sérstakt að Seðlabankinn haldi því fram að kjör fólks séu svipuð og þau voru árið 2006. 12.7.2012 12:11 Árvakur tapaði 205 milljónum Heildartap síðasta árs af rekstri Árvakurs nam 205 milljónum króna, en nam 330 milljónum króna árið á undan. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 40,4 milljónir, en hann var neikvæður um 97,4 milljónir á árinu 2010. Heildartekjur síðasta árs voru um þrír milljarðar króna og jukust um 360 milljónir, eða 13,6% frá árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna ársuppgjörsins. 12.7.2012 09:41 Lægra raforkuverð seinkar áformum Landsvirkjunar 12.7.2012 00:01 Byggingar í fyrirrúmi Í Fréttablaðinu 2. júlí sl. talar Páll Hjaltason, formaður skiplagsráðs Reykjavíkur, fyrir vinningstillögu í samkeppni sem haldin var um skipulag Ingólfstorgs og nærliggjandi lóða. Tillagan er af sama toga og eldri tillögur frá árinu 2009, en hún er þeirra verst því hún gengur lengst þessara tillagna í auknum byggingum og skerðingu almannarýma á þessu einstaka svæði. 12.7.2012 11:00 Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%. 12.7.2012 10:23 Verð á flugmiða til Kaupmannahafnar hefur lækkað Sá sem bókaði Kaupmannahafnarreisu ágústmánaðar í vor hefði getað sparað sér 5000 krónur með því að kaupa farið í dag. Lundúnarfarinn myndi líka borga minna í dag en hann gerði í vor, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. 12.7.2012 09:05 Tekjur ríkisins aukast umfram áætlanir Tekjur ríkisins hafa aukist á fyrstu fimm mánuðum ársins umfram áætlanir. Þretta kemur fram í greiðsluuppgjör ríkissjóðs sem liggur nú fyrir. 12.7.2012 09:04 Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12.7.2012 08:03 Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. 12.7.2012 08:00 Skuldatryggingarálag Íslands helst stöðugt Skuldatryggingarálag Íslands hélst stöðugt á öðrum ársfjórðungi ársins á meðan það hækkaði hjá flestum Evrópuríkjum ef Norðurlöndin eru undanskilin. 12.7.2012 06:39 Björt framtíð Íslands sem matvælaframleiðenda Framtíðin er björt fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóð ef marka má sameiginlega skýrslu OECD og FAO Matvælastofnunnar Sameinuðu þjóðanna um þróun matvælaframleiðslu heimsins til ársins 2021. 12.7.2012 06:21 Boðar niðurskurð og hækkanir Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. 12.7.2012 00:00 Iceland Express segir sig úr Samtökum ferðaþjónustunnar Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. 11.7.2012 19:00 Fimm manna hópur kaupir Keahótelin Fimm manna hópur hefur keypt allt hlutafé í móðurfélagi Keahótela, sem reka fimm hótel á Norðurlandi og í Reykjavík. um er að ræða Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík og enn fremur Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gíg við Mývatn og Hótel Björk í Reykjavík. 11.7.2012 16:22 Blóðugur niðurskurður á Spáni Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. 11.7.2012 16:00 Hermann fær fyrsta almennilega sumarfríið í 18 ár Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. "Það leið ekkert yfir mig," segir hann. "Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið." 11.7.2012 13:11 Eggert hættir sem forstjóri HB Granda Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf., hefur ákveðið að láta af störfum hjá HB Granda hf. 11.7.2012 11:19 Ríkisábyrgð á peningamarkaðssjóðum í samræmi við reglur EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun þáverandi stjórnar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um kaup á verðbréfum af peningamarkaðssjóðum hafi ekki farið í bága við EES samninginn. Í tilkynningu frá ESA kemur fram að stofnunin líti svo á að ráðstafanirnar hafi verið nauðsynlegar til að endurbyggja traust á fjármálageiranum. Úrræðin hafi verið nauðsynleg og í samræmi við meðalhóf að því marki að vernda fjárfesta fyrir enn stærra tapi á sparifé sínu. 11.7.2012 13:46 Forstjóraskipti hjá N1 Hermann Guðmundsson hættir sem forstjóri N1 og við starfinu tekur Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB Granda. Þetta staðfestir Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður N1. 11.7.2012 12:45 Hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs of lág Ástæðan fyrir því að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs hefur minnkað um nær helming á einu ári er ekki sú að sjóðurinn býður ekki upp á óverðtryggð lán. Þetta segir Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar sjóðsins. "Meginástæðan er að hámarkslánsfjárhæð hjá Íbúðalánasjóði er 20 milljónir," segir Hallur. Fjárhæðin hefur ekki hækkað frá því í júní 2008. 11.7.2012 11:09 Guðbjartur: Við þolum þetta "Við þolum ekki mikið meira," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Í fréttum í morgun kom fram að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hér á landi var sá næst mesti í öllum OECD ríkjunum. 11.7.2012 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskip af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. 13.7.2012 19:10
Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar. 13.7.2012 15:43
Prentrisi kaupir Plastprent Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf. hafa skrifað undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti ehf., sem er að fullu í eigu Framtakssjóðsins. Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki gildi fyrr en að lokinni umfjöllun þess. 13.7.2012 13:17
Atvinnuleysið komið undir 5% Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig. 13.7.2012 12:57
Segja Heiðar Má fara með rangt mál Tveir hagfræðingar á rannsókna- og spádeild Seðlabankans segja að Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir fari með rangt mál þegar hann fullyrði að kaupmáttur hér sé á pari við það sem hann var árið 1993. Þeir segja Heiðar tvíreikna gengisáhrifin inn í útreikninga sína. 13.7.2012 12:15
Margrét Guðmundsdóttir kjörin formaður stjórnar N1 Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins. Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár. 13.7.2012 10:17
Gammel Dansk er komið í norska eigu Hinn þekkti danski snaps Gammel Dansk er kominn í norska eigu. Eins og raunar aðrir danskir eðalsnapsar eins og Álaborgar ákavíti og Bröndum. 13.7.2012 10:15
Hættir störfum hjá Austurbrú eftir um þriggja mánaða starf Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl sl. og hefur hann unnið að stofnun Austurbrúar og þeim breytingum sem fylgja sameiningu þeirra stoðstofnana sem nú mynda Austurbrú ses. 13.7.2012 09:42
Digg seld keppinauti sínum Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna. 13.7.2012 09:33
Kaup Watson á Actavis skoðuð nánar Bandaríska samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir nánari upplýsingum á kaupum Watson lyfjafyrirtækisins á Actavis í apríl s.l. 13.7.2012 09:31
Tveggja turna tal á snjallsímamarkaði Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna. 13.7.2012 10:19
Danir spara sér þúsundir milljarða á að vera utan evrunnar Danskir hagfræðingar hafa reiknað það út að Danir hafi sparað sér þúsundir milljarða króna með því að halda sig fyrir utan evruna. 13.7.2012 07:37
Innheimtuleyfi þarf fyrir vörslusviptingar Þeim aðilum sem stunda vörslusviptingar í tengslum við frum- og milliinnheimtu er nú skylt að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins. 13.7.2012 07:08
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Ítalíu Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Ítalíu niður í A3 og er einkunnin þar með aðeins tveimur stigum frá ruslflokki í bókum Moody´s. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum. 13.7.2012 07:02
Töluvert hægari hagvöxtur í Kína Töluvert hefur hægt á hagvexti Kína en hann mældist 7,6% á öðrum ársfjórðungi ársins. Hefur hagvöxtur ekki verið minni þar í landi s.l. þrjú ár. 13.7.2012 07:00
Útlit fyrir að nýja Batman myndin slái öll sölumet Allt útlit er fyrir að nýjasta Batman myndin muni slá öll sölumet þegar hún verður frumsýnd um næstu mánaðarmót. 13.7.2012 06:43
Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. 12.7.2012 20:00
Vilja að Fjármálaeftirlitið rannsaki starfsemi Lýsingar Félag atvinnurekenda hefur farið fram á það við Fjármálaeftirlitið að það rannsaki starfshætti fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félaginu hafa borist fjölmargar kvartanir vegna fjármögnunarleigusamninga. Félagið segir ljóst að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gefið út að rannsókn sé hafin né heldur að hún standi til. Eftirlitið hafi þó gefið út að málið sé til skoðunar. Félag atvinnurekenda telur brýnt að háttsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja sé rannsökuð og tryggt sé að starfshættir þeirra séu í samræmi við ákvæði laga. 12.7.2012 17:00
Peugeot Citroen sker niður 8.000 störf Franski bílaframleiðandinn Peugeot Citroen hefur boðað mikinn niðurskurð á næstu mánuðum og árum. 12.7.2012 16:55
Skóverslun jókst um 17% Velta skóverslunar jókst um 16,8% í júní á föstu verðlagi og um 19,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um 2,3% frá júní í fyrra, eftir því sem fram kemur í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Fataverslun jókst um 0,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 5,2% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta fataverslunar í júní um 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 4,5% frá sama mánuði fyrir ári. 12.7.2012 16:40
Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar. 12.7.2012 15:53
Gengi Groupon nær nýjum lægðum Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara. 12.7.2012 13:03
Milljarðamæringar í samstarf Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum. 12.7.2012 11:42
Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12.7.2012 16:38
Segir lífskjör fólks verri en Seðlabankinn vill viðurkenna Laun á Íslandi eru svipuð því sem þau voru fyrir um tveimur áratugum. Þetta fullyrðir hagfræðingur sem segir sérstakt að Seðlabankinn haldi því fram að kjör fólks séu svipuð og þau voru árið 2006. 12.7.2012 12:11
Árvakur tapaði 205 milljónum Heildartap síðasta árs af rekstri Árvakurs nam 205 milljónum króna, en nam 330 milljónum króna árið á undan. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 40,4 milljónir, en hann var neikvæður um 97,4 milljónir á árinu 2010. Heildartekjur síðasta árs voru um þrír milljarðar króna og jukust um 360 milljónir, eða 13,6% frá árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna ársuppgjörsins. 12.7.2012 09:41
Byggingar í fyrirrúmi Í Fréttablaðinu 2. júlí sl. talar Páll Hjaltason, formaður skiplagsráðs Reykjavíkur, fyrir vinningstillögu í samkeppni sem haldin var um skipulag Ingólfstorgs og nærliggjandi lóða. Tillagan er af sama toga og eldri tillögur frá árinu 2009, en hún er þeirra verst því hún gengur lengst þessara tillagna í auknum byggingum og skerðingu almannarýma á þessu einstaka svæði. 12.7.2012 11:00
Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%. 12.7.2012 10:23
Verð á flugmiða til Kaupmannahafnar hefur lækkað Sá sem bókaði Kaupmannahafnarreisu ágústmánaðar í vor hefði getað sparað sér 5000 krónur með því að kaupa farið í dag. Lundúnarfarinn myndi líka borga minna í dag en hann gerði í vor, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. 12.7.2012 09:05
Tekjur ríkisins aukast umfram áætlanir Tekjur ríkisins hafa aukist á fyrstu fimm mánuðum ársins umfram áætlanir. Þretta kemur fram í greiðsluuppgjör ríkissjóðs sem liggur nú fyrir. 12.7.2012 09:04
Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12.7.2012 08:03
Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. 12.7.2012 08:00
Skuldatryggingarálag Íslands helst stöðugt Skuldatryggingarálag Íslands hélst stöðugt á öðrum ársfjórðungi ársins á meðan það hækkaði hjá flestum Evrópuríkjum ef Norðurlöndin eru undanskilin. 12.7.2012 06:39
Björt framtíð Íslands sem matvælaframleiðenda Framtíðin er björt fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóð ef marka má sameiginlega skýrslu OECD og FAO Matvælastofnunnar Sameinuðu þjóðanna um þróun matvælaframleiðslu heimsins til ársins 2021. 12.7.2012 06:21
Boðar niðurskurð og hækkanir Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. 12.7.2012 00:00
Iceland Express segir sig úr Samtökum ferðaþjónustunnar Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. 11.7.2012 19:00
Fimm manna hópur kaupir Keahótelin Fimm manna hópur hefur keypt allt hlutafé í móðurfélagi Keahótela, sem reka fimm hótel á Norðurlandi og í Reykjavík. um er að ræða Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík og enn fremur Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gíg við Mývatn og Hótel Björk í Reykjavík. 11.7.2012 16:22
Blóðugur niðurskurður á Spáni Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. 11.7.2012 16:00
Hermann fær fyrsta almennilega sumarfríið í 18 ár Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. "Það leið ekkert yfir mig," segir hann. "Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið." 11.7.2012 13:11
Eggert hættir sem forstjóri HB Granda Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf., hefur ákveðið að láta af störfum hjá HB Granda hf. 11.7.2012 11:19
Ríkisábyrgð á peningamarkaðssjóðum í samræmi við reglur EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun þáverandi stjórnar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um kaup á verðbréfum af peningamarkaðssjóðum hafi ekki farið í bága við EES samninginn. Í tilkynningu frá ESA kemur fram að stofnunin líti svo á að ráðstafanirnar hafi verið nauðsynlegar til að endurbyggja traust á fjármálageiranum. Úrræðin hafi verið nauðsynleg og í samræmi við meðalhóf að því marki að vernda fjárfesta fyrir enn stærra tapi á sparifé sínu. 11.7.2012 13:46
Forstjóraskipti hjá N1 Hermann Guðmundsson hættir sem forstjóri N1 og við starfinu tekur Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB Granda. Þetta staðfestir Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður N1. 11.7.2012 12:45
Hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs of lág Ástæðan fyrir því að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs hefur minnkað um nær helming á einu ári er ekki sú að sjóðurinn býður ekki upp á óverðtryggð lán. Þetta segir Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar sjóðsins. "Meginástæðan er að hámarkslánsfjárhæð hjá Íbúðalánasjóði er 20 milljónir," segir Hallur. Fjárhæðin hefur ekki hækkað frá því í júní 2008. 11.7.2012 11:09
Guðbjartur: Við þolum þetta "Við þolum ekki mikið meira," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Í fréttum í morgun kom fram að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hér á landi var sá næst mesti í öllum OECD ríkjunum. 11.7.2012 10:17