Viðskipti innlent

Segja Heiðar Má fara með rangt mál

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir.
Tveir hagfræðingar á rannsókna- og spádeild Seðlabankans segja að Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir fari með rangt mál þegar hann fullyrði að kaupmáttur hér sé á pari við það sem hann var árið 1993. Þeir segja Heiðar tvíreikna gengisáhrifin inn í útreikninga sína.

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir í viðtali við viðskiptablað Moggans í gær að kaupmáttur launa sé svipaður því sem hann var árið 1993. Þar gagnrýnir hann peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og segir að til að komast að þeirri niðurstöðu að launastig sé sambærilegt því sem það var árið 2006 hafi ekki verið tekið tillit til verðbólgu. Slíkan samanburð telur Heiðar Már bera vitni um að peningaglýju.

Tveir ungir hagfræðingar á rannsókna og spádeild Seðlabankans, Bjarni Geir Einarsson og Jósef Sigurðsson, segja í athugasemd sem þeir sendu fjölmiðlum í gær að nokkrar staðreyndavillur séu í máli Heiðars.

Þeir segja Heiðar skoða laun á föstu föstu verðlagi sem þýði að leiðrétt sé fyrir verðbólgu og höfð í alþjóðlegum myntum. Þá fullyrða þeir að heiðar leiðrétti bæði fyrir þróun verðlags og gengis. Í slíkum samanburði sé gengisþátturinn tvítekinn því gengisbreytingar hafi bein áhrif á verðbólgu gegnum innflutning á erlendum vörum.

Þeir Bjarni og Jósef segja að ef skoðuð sé þróun rétt reiknaðs kaupmáttar komi í ljós að kaupmáttur launa sé nú um 9,5 prósent lægri en árið 2006 en svipaður því sem hann var 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×