Iceland Express segir sig úr Samtökum ferðaþjónustunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. júlí 2012 19:00 Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira