Iceland Express segir sig úr Samtökum ferðaþjónustunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. júlí 2012 19:00 Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira