Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá N1

BBI skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson tekur við starfinu.
Eggert Benedikt Guðmundsson tekur við starfinu. Mynd/Vilhelm
Hermann Guðmundsson hættir sem forstjóri N1 og við starfinu tekur Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB Granda. Þetta staðfestir Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður N1.

Margrét fullyrðir að forstjóraskiptin séu gerð í mikilli sátt við alla en ástæðan fyrir skiptunum sé sú að nýir eigendur séu nú að N1 og með nýjum eigendum komi alla jafna nýjar áherslur. Hermann hafi byggt fyrirtækið upp í núverandi mynd og nú sé kominn tími til að einhver annar taki við stjórnartaumnum.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins tekur Eggert við starfinu í september en Hermann hættir samstundis. Hermann hefur verið forstjóri N1 frá árinu 2006 en fullyrt er í frétt Viðskiptablaðsins að Hermanni hafi verið sagt upp störfum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×