Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár Karen Kjartansdóttir skrifar 12. júlí 2012 20:00 Heiðar Már Guðjónsson. Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira