Viðskipti innlent

Margrét Guðmundsdóttir kjörin formaður stjórnar N1

Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins.  Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár.
Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins. Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár.
Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins. Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár.

Hún er forstjóri Icepharma hf., leiðandi fyrirtækis í sölu, markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu á íslenskum heilbrigðismarkaði. Hún var áður forstjóri Austurbakka hf. sem sameinaðist Icepharma árið 2005. Þar áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs á Íslandi. Á árunum 1982 til 1995 starfaði Margrét hjá ESSO og Q8 í Danmörku, meðal annars sem framkvæmdastjóri á sviðum upplýsingatækni og mannauðs-, sölu- og markaðsmála.

Aðrir í stjórn N1 eru Þór Hauksson varaformaður, Helgi Magnússon, Hreinn Jakobsson og Kristín Guðmundsdóttir. Í varastjórn eru Jóhann Hjartarson og Kristinn Pálmason.

Stærstu hluthafar í N1 eru Framtakssjóður Íslands (45%), Íslandsbanki (25%) og Lífeyrissjóður verslunarmanna (10%). Aðrir hluthafar eru meðal annars Almenni lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður og Íslandssjóður hf.

Í gær var einnig tilkynnt um forstjóraskipti hjá N1. Þannig tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, við starfinu sem Hermann Guðmundsson sinnti um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×