Hermann fær fyrsta almennilega sumarfríið í 18 ár BBI skrifar 11. júlí 2012 13:11 Hermann Guðmundsson Mynd/Stefán Karlsson Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. „Það leið ekkert yfir mig," segir hann. „Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið." Hermann fullyrðir að stjórnendur N1 hafi ekki verið ósáttir við störf hans. „Félagið mun sennilega skila methagnaði bæði í 6 mánaða uppgjöri og 12 mánaða uppgjöri á þessu ári," segir hann og gæti ekki verið ánægðari með hvernig hann skilur við félagið. Fyrir um þrjátíu dögum var gengið frá kaupum Framtakssjóðsins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna á stórum hluta félagsins af Arion banka. Þar með komu nýir eignarhaldsaðilar inn í félagið og þeim fylgja breytingar. Við starfi Hermanns tekur Eggert Benedikt Guðmundsson sem er fráfarandi formaður útgerðarfélagsins HB Granda. Hermann er mjög ánægður með eftirmann sinn. „Þetta er úrvalsmaður," segir hann og telur félagið mjög heppið með mann. Auk forstjóraskiptanna eru fyrirhugaðar breytingar á stjórn félagsins. Á morgun verður haldinn hluthafafundur þar sem breytingar á stjórn verða ræddar. Að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns félagsins, mun stjórnarformaðurinn Jóhann Hjartarson hætta og Helgi Magnússon, frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna, koma nýr inn. Hermann segir að nú taki við langt og gott sumarfrí í fyrsta sinn í 18 ár. „Ég er mjög kátur með það. Það er ekki hægt að vera á betri stað í heiminum til að taka frí." Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. „Það leið ekkert yfir mig," segir hann. „Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið." Hermann fullyrðir að stjórnendur N1 hafi ekki verið ósáttir við störf hans. „Félagið mun sennilega skila methagnaði bæði í 6 mánaða uppgjöri og 12 mánaða uppgjöri á þessu ári," segir hann og gæti ekki verið ánægðari með hvernig hann skilur við félagið. Fyrir um þrjátíu dögum var gengið frá kaupum Framtakssjóðsins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna á stórum hluta félagsins af Arion banka. Þar með komu nýir eignarhaldsaðilar inn í félagið og þeim fylgja breytingar. Við starfi Hermanns tekur Eggert Benedikt Guðmundsson sem er fráfarandi formaður útgerðarfélagsins HB Granda. Hermann er mjög ánægður með eftirmann sinn. „Þetta er úrvalsmaður," segir hann og telur félagið mjög heppið með mann. Auk forstjóraskiptanna eru fyrirhugaðar breytingar á stjórn félagsins. Á morgun verður haldinn hluthafafundur þar sem breytingar á stjórn verða ræddar. Að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns félagsins, mun stjórnarformaðurinn Jóhann Hjartarson hætta og Helgi Magnússon, frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna, koma nýr inn. Hermann segir að nú taki við langt og gott sumarfrí í fyrsta sinn í 18 ár. „Ég er mjög kátur með það. Það er ekki hægt að vera á betri stað í heiminum til að taka frí."
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira