Fleiri fréttir Ríkið gæti þurft að greiða Ólafi hálfan milljarð Ríkið gæti þurft að greiða félagi í eigu Ólafs Ólafssonar tæpan hálfan milljarð til baka vegna olíusamráðsmálsins. Félagið ætlar að nota peningana í lífeyrisgreiðslur fyrrverandi starfsmanna, ef afgangur verður fer hann til góðgerðarmála. 25.3.2012 18:30 Regnhlífarlög sett um fjármálamarkað Stöðugleikaráð skipað æðstu mönnum, með víðtækar heimildir til gagnaöflunar og inngripa, er meðal hugmynda sem settar eru fram í nýrri skýrslu um framtíð íslensks fjármálakerfis. Von er á frumvörpum til lagabreytinga á haustþingi. 25.3.2012 15:30 Prótein sem veldur skalla Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein. 24.3.2012 09:00 Rekstrartap N1 fyrir síðasta ár voru 700 milljónir Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 2.108 millj. kr. á árinu 2011 samanborið við tap árið áður að fjárhæð 3.240 millj. kr. 23.3.2012 23:59 Horn skilaði 10 milljarða hagnaði Horn, dótturfélag Landsbankans, skilaði 10,3 milljarða króna hagnaði á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag. Horn greiddi 19 milljarða króna til eiganda síns, Landsbankans á árinu. Annars vegar með 10 milljarða króna arðgreiðslu og hins vegar 9 milljarða með kaupum á eigin bréfum. Eigið fé Horns nam í árslok 23,6 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 41,5%. Horn er ein stærsta eign Landsbankans. Á meðal helstu fjárfestinga Horns er Intrum, Promens, Stoðir og Eyrir Invest. 23.3.2012 16:51 Íslendingar stofna þjónustuvef í London Nú fyrir skömmu stofnuðu félagarnir Róbert Aron Magnusson og Heiðar Hauksson þjónustuvef fyrir þá er hyggja að heimsækja London. Þeir kalla vefinn 2doinlondon.com, en bæði Róbert og Heiðar eru búsettir þar í borg. 23.3.2012 16:08 Góð afkoma hjá Valitor - helmingur tekna frá útlöndum Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok. 23.3.2012 15:45 Staðfestir lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og hækkar grunneinkunn Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, Baa3, með neikvæðum horfum en einkunnin endurspeglar samvarandi einkunn Ríkissjóðs Íslands. "Þá hefur Moody's hækkað grunneinkunn Landsvirkjunar úr B2 í B1 vegna bættrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23.3.2012 14:50 Barist um forsetastól Alþjóðabankans Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt bandaríska fræðimanninn Jim Yong Kim sem næsta forseta Alþjóðabankans. 23.3.2012 13:52 Býðst að greiða 5000 af hverri milljón Viðskiptavinum Arion banka með íbúðalán hjá bankanum sem hafa verið endurreiknuð býðst nú að greiða 5 þúsund krónur af hverri milljón. Gildir þetta einnig um þá greiðsluseðla sem þegar hafa verið sendir út og birtir í Netbanka Arion banka. 23.3.2012 11:31 Veðurskynjari í síma Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna. 23.3.2012 11:00 Enn meiri olía í Barentshafi en áður var talið Olíufundur Norðmanna í Barentshafi gæti verið mun stærri en áður var talið. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. 23.3.2012 10:31 Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. 23.3.2012 10:00 Kaupmáttur eykst og laun hækka áfram Vísitala kaupmáttar launa í febrúar s.l. er 112,0 stig og hækkar um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,6%. 23.3.2012 09:06 Jákvætt álit frá Moody´s en lánshæfiseinkunnin óbreytt Matsfyrirtækið Moody´s hefur sent frá sér álit um Ísland vegna þess að stjórnvöld ákváðu að fyrirframgreiða hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. 23.3.2012 09:04 Hollt að láta hugann reika Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science. 23.3.2012 09:00 Arion banki semur við MP banka um viðskiptavakt Arion banki hf. hefur samið við MP banka hf. um að annast viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf, útgefnum af Arion banka hf., sem eru í viðskiptum í Kauphöll Íslands (ARION CBI 34). 23.3.2012 08:44 Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu "Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple. 23.3.2012 08:00 Meniga semur við Skandiabanken í Noregi Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið um heimilisfjármálahugbúnað sinn við Skandiabanken í Noregi. Meniga lausnin er nú orðin hluti af netbanka Skandiabanken og aðgengileg rúmlega 300 þúsund viðskiptavinum bankans og á innan við viku hafa yfir 10% netbankanotenda Skandiabanken hafið notkun á lausninni. 23.3.2012 07:44 Seðlabankinn fylgdi ekki verklagsreglum Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. 23.3.2012 07:30 FME hefur lokið rannsókn 149 mála Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið rannsóknum á 149 málum tengdum bankahruninu en alls hefur FME tekið 191 mál til rannsóknar. Stefnt er að því að rannsóknum á öllum málunum verði lokið í árslok. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta eintaki Fjármála, nýs vefrits FME. 23.3.2012 07:00 Hagnaður Félagsbústaða 2,9 milljarðar í fyrra Mikil umskipti urðu á rekstri Félagsbústaða í Reykjavík milli síðustu tveggja ára. Í fyrra varð 2,9 millljarða króna hagnaður af rekstrinum en árið áður skilaði reksturinn tapi upp á 1,9 milljarða króna. 23.3.2012 06:50 Milljónamæringum fjölgar aftur í Bandaríkjunum Milljónamæringum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum. Þeir eru hinsvegar enn umtalsvert færri en árið 2007 eða fyrir fjármálakreppuna. 23.3.2012 06:48 SÍ segist líklega munu tapa á FIH Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH. 23.3.2012 05:30 300 milljóna greiðsla lögleg Þrjú hundruð milljóna króna greiðsla Þreks ehf., fyrrverandi rekstrarfélags World Class, til Lauga ehf., núverandi rekstrarfélags, stendur óhögguð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Björn Leifsson í World Class stofnaði bæði félögin en Þrek er farið í þrot og taldi skiptastjóri þess að greiðslan hefði verið gjafagerningur. 23.3.2012 04:00 Arion banki greiðir ekki út arð og laun stjórnar haldast óbreytt Aðalfundur Arion banka 2011 var haldinn síðdegis í dag, fimmtudaginn 22. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. 22.3.2012 19:33 TM í söluferli á næstu dögum Sala Stoða á hlutabréfum í TM mun hefjast á allra næstu dögum. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Samkvæmt ársreikningi var hagnaður TM á árinu 2011 um 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á gangvirði fjárfestingareigna á síðasta ári. 22.3.2012 16:34 Bankinn þurfti heimild fyrir yfirdráttarláninu Banka er óheimilt að stofna til yfirdráttarskuldar reikningseiganda í bankanum nema til komi sérstakt samþykki frá reikningseigandanum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli sem Arion banki höfðaði gegn hjónum. 22.3.2012 16:14 Björgólfur Thor: Uppgjörið við hrunið er að mistakast "Helsti lærdómurinn af Landsdómi er að uppgjörið við hrunið er að mistakast. Þau sakamál sem eru til umfjöllunar hjá sérstökum saksóknara eða eru komin fyrir héraðsdóm eru afmörkuð og munu ekki svara spurningum um það hvar Íslendingar sem þjóð og samfélag misstigu sig.“ Þetta segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrum kjöfestueigandi hlutafjár í Landsbankanum og Straumi, í bloggfærslu á vefsíðu sinni, btb.is. 22.3.2012 15:30 Hagnaður Eimskips 2,1 milljarður á síðasta ári Hagnaður Eimskipafélagsins á árinu 2011 eftir skatta var um 2,1 milljarður króna og rekstrarhagnaður var um 7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Heildareignir félagsins í lok síðasta árs voru 45 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 62,3%. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að rekstrarniðurstaða ársins sé í takt við væntingar þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hérlendis og erlendis. Stefnt er að því að skrá félagið í Kauphöll Íslands fyrir lok þessa árs og er vinna við undirbúning þess í fullum gangi. 22.3.2012 14:42 Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja - fallast ekki á rök dómara Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í olíusamráðsmálinu til Hæstaréttar. Dómarinn hélt því fram að félögin hafi ekki átt kost á að nýta sér andmælarétt í málinu þar sem að málið hafi á tímabili einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu. Því hafi félögin átt það á hættu að upplýsingar sem þau veittu samkeppnisyfirvöldum kynnu að rata á borð lögregluyfirvalda og verið notaðar gegn þeim þar. "Við þessar aðstæður var andmælaréttur stefnenda lítils virði," segir í dómnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki sé hægt að fallast á þetta og eru nokkur rök talin upp í því sambandi: 22.3.2012 14:41 iPad fer í sölu á miðnætti Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn. 22.3.2012 14:34 Laugar halda 300 milljónum Rekstrarfélag World Class, Laugar ehf, sem er í eigu Björns Leifssonar, var í dag sýknað af 300 milljóna króna kröfu þrotabús Þreks ehf. Þrek ehf var upphaflega rekstrarfélag World Class og í eigu Björns en félagið fór í þrot eftir bankahrun. Eignir þess voru þá færðar inn í Laugar ehf. 22.3.2012 13:39 Flugfreyjur segjast ekki hafa boðað til verkfalls Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Iceland Express um ólögmæta verkfallsboðun er svarað. 22.3.2012 13:40 Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn. 22.3.2012 13:29 Tölvuleikir vinsælli en myndbönd í Bretlandi Afþreyingariðnaðurinn í Bretlandi tók stakkaskiptum á síðasta ári. Sala á tölvuleikjum fór fram úr myndbandasölu í fyrsta sinn. 22.3.2012 11:41 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22.3.2012 11:10 Nýr stjórnarmaður hjá móðurfélagi Norðuráls Skipaður hefur verið nýr stjórnarmaður hjá Century Aluminium móðurfélagi Norðuráls. Sá heitir Andrew Caplan og tekur hann við starfinu af Steven Blumgart. 22.3.2012 09:54 Lækka vexti á nýjum íbúðalánum Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka verðtryggða húsnæðislánavexti. Lækkunin tekur til nýrra verðtryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði á 5 ára fresti. Annars vegar lækka vextir verðtryggðra húsnæðislána sem takmarkast við 70% af fasteignamati og fyrsta veðrétt í 4,10% fasta vexti í 5 ár. Hins vegar lækka vextir verðtryggðra viðbótarlána sem takmarkast við 80% af markaðsverði í 4,95% fasta vexti í 5 ár. 22.3.2012 09:44 Húsaleiguverð lækkar í höfuðborginni Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í febrúar s.l. miðað við fyrri mánuð. Vísitala leiguverðs sem Þjóðskrá Íslands mælir reyndist 109,9 stig í febrúar og lækkaði um 1%. 22.3.2012 09:13 Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal: Gengur kínverska módelið upp? Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, John Bussey, segir að yfirvöld í Kína hafi náð að róa markaði með aðgerðum til þess að sporna við verðbólgu. Hins vegar séu komnar upp alvarlegri spurningar um það, hvort kínverska módelið svokallaða, það er uppbygging kínverska hagkerfisins í heild sinni, gangi upp. Er þar einkum horft til þess að hið opinbera er við allar hliðar borðsins í hagkerfinu. 22.3.2012 08:53 Danir hagnast vel á gullforða sínum Seðlabanki Danmerkur hagnaðist vel á gullforða sínum á síðasta ári. 22.3.2012 07:19 Kamprad gefur milljarða króna Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins. 22.3.2012 07:00 Innlán heimila hafa lækkað verulega frá 2008 Innlán heimila landsins hjá fjármálastofnunum hafa lækkað verulega frá árinu 2008 og þar til í fyrra eða um rúmlega 140 milljarða króna. 22.3.2012 06:53 Björgólfur Thor gæti hagnast um tugi milljarða á sölu Actavis Fari svo að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson kaupi Actavis af Deutsche Bank má búast við að Björgólfur Thor Björgólfsson fái tugi milljarða króna í sinn hlut. 22.3.2012 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkið gæti þurft að greiða Ólafi hálfan milljarð Ríkið gæti þurft að greiða félagi í eigu Ólafs Ólafssonar tæpan hálfan milljarð til baka vegna olíusamráðsmálsins. Félagið ætlar að nota peningana í lífeyrisgreiðslur fyrrverandi starfsmanna, ef afgangur verður fer hann til góðgerðarmála. 25.3.2012 18:30
Regnhlífarlög sett um fjármálamarkað Stöðugleikaráð skipað æðstu mönnum, með víðtækar heimildir til gagnaöflunar og inngripa, er meðal hugmynda sem settar eru fram í nýrri skýrslu um framtíð íslensks fjármálakerfis. Von er á frumvörpum til lagabreytinga á haustþingi. 25.3.2012 15:30
Prótein sem veldur skalla Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein. 24.3.2012 09:00
Rekstrartap N1 fyrir síðasta ár voru 700 milljónir Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 2.108 millj. kr. á árinu 2011 samanborið við tap árið áður að fjárhæð 3.240 millj. kr. 23.3.2012 23:59
Horn skilaði 10 milljarða hagnaði Horn, dótturfélag Landsbankans, skilaði 10,3 milljarða króna hagnaði á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag. Horn greiddi 19 milljarða króna til eiganda síns, Landsbankans á árinu. Annars vegar með 10 milljarða króna arðgreiðslu og hins vegar 9 milljarða með kaupum á eigin bréfum. Eigið fé Horns nam í árslok 23,6 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 41,5%. Horn er ein stærsta eign Landsbankans. Á meðal helstu fjárfestinga Horns er Intrum, Promens, Stoðir og Eyrir Invest. 23.3.2012 16:51
Íslendingar stofna þjónustuvef í London Nú fyrir skömmu stofnuðu félagarnir Róbert Aron Magnusson og Heiðar Hauksson þjónustuvef fyrir þá er hyggja að heimsækja London. Þeir kalla vefinn 2doinlondon.com, en bæði Róbert og Heiðar eru búsettir þar í borg. 23.3.2012 16:08
Góð afkoma hjá Valitor - helmingur tekna frá útlöndum Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok. 23.3.2012 15:45
Staðfestir lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og hækkar grunneinkunn Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, Baa3, með neikvæðum horfum en einkunnin endurspeglar samvarandi einkunn Ríkissjóðs Íslands. "Þá hefur Moody's hækkað grunneinkunn Landsvirkjunar úr B2 í B1 vegna bættrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23.3.2012 14:50
Barist um forsetastól Alþjóðabankans Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt bandaríska fræðimanninn Jim Yong Kim sem næsta forseta Alþjóðabankans. 23.3.2012 13:52
Býðst að greiða 5000 af hverri milljón Viðskiptavinum Arion banka með íbúðalán hjá bankanum sem hafa verið endurreiknuð býðst nú að greiða 5 þúsund krónur af hverri milljón. Gildir þetta einnig um þá greiðsluseðla sem þegar hafa verið sendir út og birtir í Netbanka Arion banka. 23.3.2012 11:31
Veðurskynjari í síma Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna. 23.3.2012 11:00
Enn meiri olía í Barentshafi en áður var talið Olíufundur Norðmanna í Barentshafi gæti verið mun stærri en áður var talið. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. 23.3.2012 10:31
Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. 23.3.2012 10:00
Kaupmáttur eykst og laun hækka áfram Vísitala kaupmáttar launa í febrúar s.l. er 112,0 stig og hækkar um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,6%. 23.3.2012 09:06
Jákvætt álit frá Moody´s en lánshæfiseinkunnin óbreytt Matsfyrirtækið Moody´s hefur sent frá sér álit um Ísland vegna þess að stjórnvöld ákváðu að fyrirframgreiða hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. 23.3.2012 09:04
Hollt að láta hugann reika Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science. 23.3.2012 09:00
Arion banki semur við MP banka um viðskiptavakt Arion banki hf. hefur samið við MP banka hf. um að annast viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf, útgefnum af Arion banka hf., sem eru í viðskiptum í Kauphöll Íslands (ARION CBI 34). 23.3.2012 08:44
Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu "Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple. 23.3.2012 08:00
Meniga semur við Skandiabanken í Noregi Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið um heimilisfjármálahugbúnað sinn við Skandiabanken í Noregi. Meniga lausnin er nú orðin hluti af netbanka Skandiabanken og aðgengileg rúmlega 300 þúsund viðskiptavinum bankans og á innan við viku hafa yfir 10% netbankanotenda Skandiabanken hafið notkun á lausninni. 23.3.2012 07:44
Seðlabankinn fylgdi ekki verklagsreglum Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. 23.3.2012 07:30
FME hefur lokið rannsókn 149 mála Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið rannsóknum á 149 málum tengdum bankahruninu en alls hefur FME tekið 191 mál til rannsóknar. Stefnt er að því að rannsóknum á öllum málunum verði lokið í árslok. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta eintaki Fjármála, nýs vefrits FME. 23.3.2012 07:00
Hagnaður Félagsbústaða 2,9 milljarðar í fyrra Mikil umskipti urðu á rekstri Félagsbústaða í Reykjavík milli síðustu tveggja ára. Í fyrra varð 2,9 millljarða króna hagnaður af rekstrinum en árið áður skilaði reksturinn tapi upp á 1,9 milljarða króna. 23.3.2012 06:50
Milljónamæringum fjölgar aftur í Bandaríkjunum Milljónamæringum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum. Þeir eru hinsvegar enn umtalsvert færri en árið 2007 eða fyrir fjármálakreppuna. 23.3.2012 06:48
SÍ segist líklega munu tapa á FIH Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH. 23.3.2012 05:30
300 milljóna greiðsla lögleg Þrjú hundruð milljóna króna greiðsla Þreks ehf., fyrrverandi rekstrarfélags World Class, til Lauga ehf., núverandi rekstrarfélags, stendur óhögguð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Björn Leifsson í World Class stofnaði bæði félögin en Þrek er farið í þrot og taldi skiptastjóri þess að greiðslan hefði verið gjafagerningur. 23.3.2012 04:00
Arion banki greiðir ekki út arð og laun stjórnar haldast óbreytt Aðalfundur Arion banka 2011 var haldinn síðdegis í dag, fimmtudaginn 22. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. 22.3.2012 19:33
TM í söluferli á næstu dögum Sala Stoða á hlutabréfum í TM mun hefjast á allra næstu dögum. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Samkvæmt ársreikningi var hagnaður TM á árinu 2011 um 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á gangvirði fjárfestingareigna á síðasta ári. 22.3.2012 16:34
Bankinn þurfti heimild fyrir yfirdráttarláninu Banka er óheimilt að stofna til yfirdráttarskuldar reikningseiganda í bankanum nema til komi sérstakt samþykki frá reikningseigandanum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli sem Arion banki höfðaði gegn hjónum. 22.3.2012 16:14
Björgólfur Thor: Uppgjörið við hrunið er að mistakast "Helsti lærdómurinn af Landsdómi er að uppgjörið við hrunið er að mistakast. Þau sakamál sem eru til umfjöllunar hjá sérstökum saksóknara eða eru komin fyrir héraðsdóm eru afmörkuð og munu ekki svara spurningum um það hvar Íslendingar sem þjóð og samfélag misstigu sig.“ Þetta segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrum kjöfestueigandi hlutafjár í Landsbankanum og Straumi, í bloggfærslu á vefsíðu sinni, btb.is. 22.3.2012 15:30
Hagnaður Eimskips 2,1 milljarður á síðasta ári Hagnaður Eimskipafélagsins á árinu 2011 eftir skatta var um 2,1 milljarður króna og rekstrarhagnaður var um 7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Heildareignir félagsins í lok síðasta árs voru 45 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 62,3%. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að rekstrarniðurstaða ársins sé í takt við væntingar þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hérlendis og erlendis. Stefnt er að því að skrá félagið í Kauphöll Íslands fyrir lok þessa árs og er vinna við undirbúning þess í fullum gangi. 22.3.2012 14:42
Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja - fallast ekki á rök dómara Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í olíusamráðsmálinu til Hæstaréttar. Dómarinn hélt því fram að félögin hafi ekki átt kost á að nýta sér andmælarétt í málinu þar sem að málið hafi á tímabili einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu. Því hafi félögin átt það á hættu að upplýsingar sem þau veittu samkeppnisyfirvöldum kynnu að rata á borð lögregluyfirvalda og verið notaðar gegn þeim þar. "Við þessar aðstæður var andmælaréttur stefnenda lítils virði," segir í dómnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki sé hægt að fallast á þetta og eru nokkur rök talin upp í því sambandi: 22.3.2012 14:41
iPad fer í sölu á miðnætti Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn. 22.3.2012 14:34
Laugar halda 300 milljónum Rekstrarfélag World Class, Laugar ehf, sem er í eigu Björns Leifssonar, var í dag sýknað af 300 milljóna króna kröfu þrotabús Þreks ehf. Þrek ehf var upphaflega rekstrarfélag World Class og í eigu Björns en félagið fór í þrot eftir bankahrun. Eignir þess voru þá færðar inn í Laugar ehf. 22.3.2012 13:39
Flugfreyjur segjast ekki hafa boðað til verkfalls Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Iceland Express um ólögmæta verkfallsboðun er svarað. 22.3.2012 13:40
Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn. 22.3.2012 13:29
Tölvuleikir vinsælli en myndbönd í Bretlandi Afþreyingariðnaðurinn í Bretlandi tók stakkaskiptum á síðasta ári. Sala á tölvuleikjum fór fram úr myndbandasölu í fyrsta sinn. 22.3.2012 11:41
Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22.3.2012 11:10
Nýr stjórnarmaður hjá móðurfélagi Norðuráls Skipaður hefur verið nýr stjórnarmaður hjá Century Aluminium móðurfélagi Norðuráls. Sá heitir Andrew Caplan og tekur hann við starfinu af Steven Blumgart. 22.3.2012 09:54
Lækka vexti á nýjum íbúðalánum Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka verðtryggða húsnæðislánavexti. Lækkunin tekur til nýrra verðtryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði á 5 ára fresti. Annars vegar lækka vextir verðtryggðra húsnæðislána sem takmarkast við 70% af fasteignamati og fyrsta veðrétt í 4,10% fasta vexti í 5 ár. Hins vegar lækka vextir verðtryggðra viðbótarlána sem takmarkast við 80% af markaðsverði í 4,95% fasta vexti í 5 ár. 22.3.2012 09:44
Húsaleiguverð lækkar í höfuðborginni Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í febrúar s.l. miðað við fyrri mánuð. Vísitala leiguverðs sem Þjóðskrá Íslands mælir reyndist 109,9 stig í febrúar og lækkaði um 1%. 22.3.2012 09:13
Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal: Gengur kínverska módelið upp? Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, John Bussey, segir að yfirvöld í Kína hafi náð að róa markaði með aðgerðum til þess að sporna við verðbólgu. Hins vegar séu komnar upp alvarlegri spurningar um það, hvort kínverska módelið svokallaða, það er uppbygging kínverska hagkerfisins í heild sinni, gangi upp. Er þar einkum horft til þess að hið opinbera er við allar hliðar borðsins í hagkerfinu. 22.3.2012 08:53
Danir hagnast vel á gullforða sínum Seðlabanki Danmerkur hagnaðist vel á gullforða sínum á síðasta ári. 22.3.2012 07:19
Kamprad gefur milljarða króna Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins. 22.3.2012 07:00
Innlán heimila hafa lækkað verulega frá 2008 Innlán heimila landsins hjá fjármálastofnunum hafa lækkað verulega frá árinu 2008 og þar til í fyrra eða um rúmlega 140 milljarða króna. 22.3.2012 06:53
Björgólfur Thor gæti hagnast um tugi milljarða á sölu Actavis Fari svo að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson kaupi Actavis af Deutsche Bank má búast við að Björgólfur Thor Björgólfsson fái tugi milljarða króna í sinn hlut. 22.3.2012 06:45