Viðskipti innlent

Húsaleiguverð lækkar í höfuðborginni

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í febrúar s.l. miðað við fyrri mánuð. Vísitala leiguverðs sem Þjóðskrá Íslands mælir reyndist 109,9 stig í febrúar og lækkaði um 1%.

Leiguverðið hefur hinsvegar hækkað um 0,5% síðustu þrjá mánuði og um 9,6% síðustu 12 mánuði.

Á vefsíðu Þjóðskrár kemur fram að fermetraverðið sé langhæst í stúdíóíbúðum í borginni eða 2.200 krónur á fermetrann að meðaltali. Þetta þýðir að það kostar 88 þúsund kr. á mánuði að leigja 40 fm stúdíóíbúð.

Fermetraverðið er tæplega 1.900 kr. fyrir 2ja herbergja íbúðog kostar því 70 fm slík íbúð 133 þúsund krónur á mánuði. Verðið lækkar svo niður í 1.540 krónur á fermetrann fyrir fjögurra herbergja íbúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×