Fleiri fréttir Áfengissalan dróst saman um 500 þúsund lítra Áfengissala dróst saman um 2,7% á nýliðnu ári samanborið við árið 2010, samkvæmt tölum Vínbúðanna. Um 18,4 milljónir lítra af áfengi seldust í fyrra en um 18,9 milljónir lítra seldust árið á undan. Á heildina litið er aukning í sölu á léttvíni en samdráttur í bjór og sterku áfengi. 3.1.2012 20:07 Hugsanlega að missa gott fólk Störfum hefur ekki fjölgað þegar litið er til heildarinnar, segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að fólksflótti hafi verið til nágrannalandanna og hugsanlega séum við að missa gott fólk úr landi sem leiti atvinnutækifæra annarsstaðar. "Það er mjög slæmt fyrir þjóðfélagið í heildina," sagði Vilmundur Jósefsson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann vonast þó til að ákveðnar stórframkvæmdir fari af stað á næstunni og vísar þar til framkvæmda í Helguvík og á Norðausturlandi. 3.1.2012 19:43 Tæplega 800 sagt upp í hópuppsögnum Á nýliðnu ári var 752 manns sagt upp í 23 hópuppsögnum, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Flestar uppsagnirnar voru í byggingariðnaði, eða um þriðjungur. Tæplega 70% uppsagnanna voru á höfuðborgarsvæðinu, um 9% á Vestfjörðum og 7% á Suðurnesjum, en færri í öðrum landshlutum. 3.1.2012 17:27 Hræringar á auglýsingamarkaðinum Töluverðar hræringar hafa orðið á íslenska auglýsingamarkaðinum að undanförnu en fyrir skömmu stofnaði Ragnar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fíton, nýja stofu. 3.1.2012 14:00 Ritfangaverslanirnar Office 1 og A4 komnar undir einn hatt Heildverslunin Egilsson ehf., eigandi Office 1, hefur keypt rekstur ritfangaverslana A4 af Björg slhf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Sparisjóðabankans hf. Með viðskiptunum hafa einkaaðilar tekið á nýjan leik við rekstri stórs hluta verslunar með ritföng og skólavörur hér á landi, sem lánastofnanir yfirtóku í kjölfar efnahagshrunsins. 3.1.2012 12:47 Skjárinn kaupir Kanann - Einar Bárðar stýrir útvarpssviði Skjárinn ehf., sem á og rekur Skjá Einn, hefur keypt útvarpsstöðina Kanann, sem var áður í eigu athafnamannsins Einars Bárðarsonar. 3.1.2012 10:07 Bjartsýni eykst hjá Íslendingum Þrátt fyrir að langt sé frá að Íslendingar geti talist bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum í árslok 2011 þá er óhætt að segja að þeir hafi verið mun jákvæðari en verið hefur að jafnaði frá hruninu haustið 2008. 3.1.2012 09:51 Markaðir jákvæðir í morgun Helstu markaðir í Evrópu eru á jákvæðum þennan morguninn ef kauphöllin í París er undanskilin. 3.1.2012 09:25 Norðurlönd greiða 141 milljarð í lán til Íslands Um áramótin voru síðustu hlutar af lánum Norðurlandanna til Íslands greiddir en lánin voru upphaflega veitt í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3.1.2012 08:56 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi vegna þeirrar spennu sem ríkir í samskiptum Íran við vestrænar þjóðir. 3.1.2012 08:18 Óraunhæft að afnema gjaldeyrishöftin vegna krónunnar Sérfræðingar velta því fyrir sér hversu raunhæft það er að afnema gjaldeyrishöftin við núverandi aðstæður. 3.1.2012 07:49 Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna. 3.1.2012 07:44 Mikil aukning á viðskiptum með hlutabréf í fyrra Verulega aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni á síðasta ári miðað við árið 2010. 3.1.2012 07:27 Vanskil hjá Félagsbústöðum stefna í rúmar 100 milljónir Vanskil hjá Félagsbústöðum stefna í að verða yfir 100 milljónir í ár eða 4 prósent af veltunni. Húsaleigan hækkar ársfjórðungslega í samræmi við vísitölu til verðtryggingar en húsaleigubæturnar hafa verið óbreyttar frá miðju ári 2008, að sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. 3.1.2012 07:00 Skatturinn vill allt að 1,8 milljarða greiðslu Skipti, móðurfélag Símans, áætlar að það þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt boðun um endurálagningu skatta sem félaginu hefur borist frá ríkisskattstjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Endurálagningin er vegna skuldsettra yfirtakna sem átt hafa sér stað innan Skipta-samstæðunnar. Elsta málið nær aftur til þess þegar Landssíminn var einkavæddur fyrir rúmum sex árum. 3.1.2012 07:00 Mikil hækkun á verðskrá RARIK um áramótin Verðskrá RARIK fyrir dreifingu og flutning raforku hækkði um 7,5% í dreifbýli og um 5% í þéttbýli nú um áramótin. Þá hækkuðu ýmis þjónustugjöld um 7,5%. 3.1.2012 06:54 Jafnmargir símar seldir og árið 2007 Síminn seldi jafnmarga síma fyrir jólin og það gerði árið 2007. Þá var meðalverð seldra síma hjá fyrirtækinu tvöfalt hærra en fyrir fjórum árum. Endurspeglar sú staðreynd aukna markaðshlutdeild snjallsíma en 67 prósent seldra síma fyrir jólin voru snjallsímar. 3.1.2012 06:00 Olía hömstruð á gamlársdag Steinolía kláraðist á sumum bensínstöðvum á gamlársdag þegar fjöldi fólk keypti hana í miklu magni. Eftir áramótin hækkaði steinolía um 39 prósent þegar á hana lagðist sama olíugjald og lagt er á bensín og dísilolíu, auk hækkunar á vöru- og kolefnagjöldum ríkisins. Sala á steinolíu hefur aukist síðustu ár eftir því sem fleiri nota hana til að knýja ökutæki sín, ýmist eintóma eða blandaða í dísilolíu. Mátti á gamlársdag sjá menn 3.1.2012 04:00 Tugir þúsunda lögðu leið sína í Kringluna Þetta hefur gengið mjög vel og mikil aðsókn verið, segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um fyrsta útsöludaginn sem var í dag. Aðspurður segir Sigurjón að ekki sé óvarlegt að ætla að um 30 þúsund manns hafi komið í Kringluna í dag, en endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir fyrr en á morgun. 2.1.2012 21:14 Vilja þrýsting á Ísland vegna makríldeilunnar Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland. 2.1.2012 20:13 Stóraukin sala á sólarlandaferðum Sala á sólarlandaferðum hefur aukist verulega undanfarið og eru dæmi um að ferðaskrifstofur selji allt að helmingi fleiri ferðir nú en í fyrra. Kuldatíðin hefur sitt að segja. 2.1.2012 18:30 Skattabreytingarnar farnar að hamla endurreisn efnahagslífsins "Þetta eru það miklar breytingar að það er erfitt að henda reiður á þeim, jafnvel fyrir skattasérfræðinga,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Í samantekt Viðskiptaráðs er fullyrt að 100 breytingar hafi verið gerðar á skattkerfinu á undanförnum misserum, annað hvort með hærri sköttum eða nýjum sköttum. Finnur segir að það sé vel þess virði að fá Íslendinga til að velta því fyrir sér hvert umfang skattheimtu er orðið og auka skattavitund. 2.1.2012 17:40 Tæplega 15% aukning léna Uppsafnaður heildarfjöldi léna var í lok ársins rétt um 36 þúsund lén. Nýskráð voru 7.903 lén, en 3.329 lén voru afskráð á árinu. Nettófjölgunin reyndist því 4.574 lén, sem þýðir um 14,5% aukningu léna á nýliðnu ári. 2.1.2012 17:24 Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í. 2.1.2012 10:26 Veltan í fasteignaviðskiptum jókst um 45% í fyrra Heildarvelta fasteignaviðskipta á landinu í fyrra jókst um tæplega 45% frá árinu 2010 og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta 2011 er á landsvísu svipuð og árið 2008. 2.1.2012 09:25 Evran veikist áfram á 10 ára afmælinu Evran á tíu ára afmæli í dag og fagnar þessum tímamótum með því að veikjast enn frekar gagnvart dollaranum frá því fyrir helgina. 2.1.2012 09:08 Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt. 2.1.2012 07:38 Windows XP enn notað í tæplega helmingi einkatölva Þrátt fyrir að Windows XP stýrikerfið sé orðið tíu ára gamalt er það samt sem áður notað í 46,5% af öllum einkatölvum í heiminum í dag. 2.1.2012 06:54 Þungbúin nýársávörp leiðtoga Evrópu Leiðtogar Evrópuríkja telja erfitt ár framundan. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í nýársávarpi sínu að Evrópa mætti nú búast við "erfiðustu þolraun síðustu áratuga á árinu, en að ríki Evrópu yrðu smátt og smátt samheldnari í þessum erfiðleikum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að kreppunni væri síður en svo lokið. Forseti Ítalíu kallaði eftir enn frekari fórnum. 1.1.2012 12:52 Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengist þessari "undirliggjandi baráttu“. Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður. 1.1.2012 07:30 Árið 2012: Ár viðspyrnu, titrings og óvissu Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt því fram í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis, að það væri ekki hægt að "afneita“ efnahagsbatanum sem þegar væri orðinn. Hann væri einfaldlega staðreynd. En betur má ef duga skal. 1.1.2012 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Áfengissalan dróst saman um 500 þúsund lítra Áfengissala dróst saman um 2,7% á nýliðnu ári samanborið við árið 2010, samkvæmt tölum Vínbúðanna. Um 18,4 milljónir lítra af áfengi seldust í fyrra en um 18,9 milljónir lítra seldust árið á undan. Á heildina litið er aukning í sölu á léttvíni en samdráttur í bjór og sterku áfengi. 3.1.2012 20:07
Hugsanlega að missa gott fólk Störfum hefur ekki fjölgað þegar litið er til heildarinnar, segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að fólksflótti hafi verið til nágrannalandanna og hugsanlega séum við að missa gott fólk úr landi sem leiti atvinnutækifæra annarsstaðar. "Það er mjög slæmt fyrir þjóðfélagið í heildina," sagði Vilmundur Jósefsson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann vonast þó til að ákveðnar stórframkvæmdir fari af stað á næstunni og vísar þar til framkvæmda í Helguvík og á Norðausturlandi. 3.1.2012 19:43
Tæplega 800 sagt upp í hópuppsögnum Á nýliðnu ári var 752 manns sagt upp í 23 hópuppsögnum, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Flestar uppsagnirnar voru í byggingariðnaði, eða um þriðjungur. Tæplega 70% uppsagnanna voru á höfuðborgarsvæðinu, um 9% á Vestfjörðum og 7% á Suðurnesjum, en færri í öðrum landshlutum. 3.1.2012 17:27
Hræringar á auglýsingamarkaðinum Töluverðar hræringar hafa orðið á íslenska auglýsingamarkaðinum að undanförnu en fyrir skömmu stofnaði Ragnar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fíton, nýja stofu. 3.1.2012 14:00
Ritfangaverslanirnar Office 1 og A4 komnar undir einn hatt Heildverslunin Egilsson ehf., eigandi Office 1, hefur keypt rekstur ritfangaverslana A4 af Björg slhf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Sparisjóðabankans hf. Með viðskiptunum hafa einkaaðilar tekið á nýjan leik við rekstri stórs hluta verslunar með ritföng og skólavörur hér á landi, sem lánastofnanir yfirtóku í kjölfar efnahagshrunsins. 3.1.2012 12:47
Skjárinn kaupir Kanann - Einar Bárðar stýrir útvarpssviði Skjárinn ehf., sem á og rekur Skjá Einn, hefur keypt útvarpsstöðina Kanann, sem var áður í eigu athafnamannsins Einars Bárðarsonar. 3.1.2012 10:07
Bjartsýni eykst hjá Íslendingum Þrátt fyrir að langt sé frá að Íslendingar geti talist bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum í árslok 2011 þá er óhætt að segja að þeir hafi verið mun jákvæðari en verið hefur að jafnaði frá hruninu haustið 2008. 3.1.2012 09:51
Markaðir jákvæðir í morgun Helstu markaðir í Evrópu eru á jákvæðum þennan morguninn ef kauphöllin í París er undanskilin. 3.1.2012 09:25
Norðurlönd greiða 141 milljarð í lán til Íslands Um áramótin voru síðustu hlutar af lánum Norðurlandanna til Íslands greiddir en lánin voru upphaflega veitt í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3.1.2012 08:56
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi vegna þeirrar spennu sem ríkir í samskiptum Íran við vestrænar þjóðir. 3.1.2012 08:18
Óraunhæft að afnema gjaldeyrishöftin vegna krónunnar Sérfræðingar velta því fyrir sér hversu raunhæft það er að afnema gjaldeyrishöftin við núverandi aðstæður. 3.1.2012 07:49
Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna. 3.1.2012 07:44
Mikil aukning á viðskiptum með hlutabréf í fyrra Verulega aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni á síðasta ári miðað við árið 2010. 3.1.2012 07:27
Vanskil hjá Félagsbústöðum stefna í rúmar 100 milljónir Vanskil hjá Félagsbústöðum stefna í að verða yfir 100 milljónir í ár eða 4 prósent af veltunni. Húsaleigan hækkar ársfjórðungslega í samræmi við vísitölu til verðtryggingar en húsaleigubæturnar hafa verið óbreyttar frá miðju ári 2008, að sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. 3.1.2012 07:00
Skatturinn vill allt að 1,8 milljarða greiðslu Skipti, móðurfélag Símans, áætlar að það þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt boðun um endurálagningu skatta sem félaginu hefur borist frá ríkisskattstjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Endurálagningin er vegna skuldsettra yfirtakna sem átt hafa sér stað innan Skipta-samstæðunnar. Elsta málið nær aftur til þess þegar Landssíminn var einkavæddur fyrir rúmum sex árum. 3.1.2012 07:00
Mikil hækkun á verðskrá RARIK um áramótin Verðskrá RARIK fyrir dreifingu og flutning raforku hækkði um 7,5% í dreifbýli og um 5% í þéttbýli nú um áramótin. Þá hækkuðu ýmis þjónustugjöld um 7,5%. 3.1.2012 06:54
Jafnmargir símar seldir og árið 2007 Síminn seldi jafnmarga síma fyrir jólin og það gerði árið 2007. Þá var meðalverð seldra síma hjá fyrirtækinu tvöfalt hærra en fyrir fjórum árum. Endurspeglar sú staðreynd aukna markaðshlutdeild snjallsíma en 67 prósent seldra síma fyrir jólin voru snjallsímar. 3.1.2012 06:00
Olía hömstruð á gamlársdag Steinolía kláraðist á sumum bensínstöðvum á gamlársdag þegar fjöldi fólk keypti hana í miklu magni. Eftir áramótin hækkaði steinolía um 39 prósent þegar á hana lagðist sama olíugjald og lagt er á bensín og dísilolíu, auk hækkunar á vöru- og kolefnagjöldum ríkisins. Sala á steinolíu hefur aukist síðustu ár eftir því sem fleiri nota hana til að knýja ökutæki sín, ýmist eintóma eða blandaða í dísilolíu. Mátti á gamlársdag sjá menn 3.1.2012 04:00
Tugir þúsunda lögðu leið sína í Kringluna Þetta hefur gengið mjög vel og mikil aðsókn verið, segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um fyrsta útsöludaginn sem var í dag. Aðspurður segir Sigurjón að ekki sé óvarlegt að ætla að um 30 þúsund manns hafi komið í Kringluna í dag, en endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir fyrr en á morgun. 2.1.2012 21:14
Vilja þrýsting á Ísland vegna makríldeilunnar Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland. 2.1.2012 20:13
Stóraukin sala á sólarlandaferðum Sala á sólarlandaferðum hefur aukist verulega undanfarið og eru dæmi um að ferðaskrifstofur selji allt að helmingi fleiri ferðir nú en í fyrra. Kuldatíðin hefur sitt að segja. 2.1.2012 18:30
Skattabreytingarnar farnar að hamla endurreisn efnahagslífsins "Þetta eru það miklar breytingar að það er erfitt að henda reiður á þeim, jafnvel fyrir skattasérfræðinga,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Í samantekt Viðskiptaráðs er fullyrt að 100 breytingar hafi verið gerðar á skattkerfinu á undanförnum misserum, annað hvort með hærri sköttum eða nýjum sköttum. Finnur segir að það sé vel þess virði að fá Íslendinga til að velta því fyrir sér hvert umfang skattheimtu er orðið og auka skattavitund. 2.1.2012 17:40
Tæplega 15% aukning léna Uppsafnaður heildarfjöldi léna var í lok ársins rétt um 36 þúsund lén. Nýskráð voru 7.903 lén, en 3.329 lén voru afskráð á árinu. Nettófjölgunin reyndist því 4.574 lén, sem þýðir um 14,5% aukningu léna á nýliðnu ári. 2.1.2012 17:24
Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í. 2.1.2012 10:26
Veltan í fasteignaviðskiptum jókst um 45% í fyrra Heildarvelta fasteignaviðskipta á landinu í fyrra jókst um tæplega 45% frá árinu 2010 og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta 2011 er á landsvísu svipuð og árið 2008. 2.1.2012 09:25
Evran veikist áfram á 10 ára afmælinu Evran á tíu ára afmæli í dag og fagnar þessum tímamótum með því að veikjast enn frekar gagnvart dollaranum frá því fyrir helgina. 2.1.2012 09:08
Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt. 2.1.2012 07:38
Windows XP enn notað í tæplega helmingi einkatölva Þrátt fyrir að Windows XP stýrikerfið sé orðið tíu ára gamalt er það samt sem áður notað í 46,5% af öllum einkatölvum í heiminum í dag. 2.1.2012 06:54
Þungbúin nýársávörp leiðtoga Evrópu Leiðtogar Evrópuríkja telja erfitt ár framundan. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í nýársávarpi sínu að Evrópa mætti nú búast við "erfiðustu þolraun síðustu áratuga á árinu, en að ríki Evrópu yrðu smátt og smátt samheldnari í þessum erfiðleikum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að kreppunni væri síður en svo lokið. Forseti Ítalíu kallaði eftir enn frekari fórnum. 1.1.2012 12:52
Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengist þessari "undirliggjandi baráttu“. Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður. 1.1.2012 07:30
Árið 2012: Ár viðspyrnu, titrings og óvissu Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt því fram í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis, að það væri ekki hægt að "afneita“ efnahagsbatanum sem þegar væri orðinn. Hann væri einfaldlega staðreynd. En betur má ef duga skal. 1.1.2012 00:01