Viðskipti innlent

Skjárinn kaupir Kanann - Einar Bárðar stýrir útvarpssviði

Einar Bárðarson mun stýra útvarpssviði Skjásins.
Einar Bárðarson mun stýra útvarpssviði Skjásins.
Skjárinn ehf., sem á og rekur Skjá Einn, hefur keypt útvarpsstöðina Kanann, sem var áður í eigu athafnamannsins Einars Bárðarsonar.

Í tilkynningu á heimasíðu Skjásins segir að kaup fyrirtækisins á Kananum sé liður í því að styrkja miðlasamstæðuna og efla samkeppni á markaðnum. Kaninn fór í loftið í september árið 2009 og ná sendingar hans til 80% landsmanna.

Skjárinn keypti í raun bylgjulengd Kanans á uppboði hjá Póst- og fjarskiptastofnun, sem nýtti sér lagaheimild til þess að bjóða tíðnina upp. Ástþór Magnússon sóttist einnig eftir bylgjulengdinni, sem tilheyrði áður útvarpsstöð Lýðræðishreyfingarinnar. Samkvæmt dv.is var kaupverðið um 370 þúsund krónur.

Raunar varð ósættið slíkt á milli Ástþórs og Kanans, að sendir útvarpsstöðvarinnar var tekinn úr sambandi í apríl árið 2010. Þá sakaði Einar fylgismenn lýðræðishreyfingarinnar um að hafa eyðilagt sendi útvarpsstöðvarinnar.

Útvarpstöðin flytur á næstum vikum í húsakynni Skjásins í Skipholti. Dagskráráherslur Kanans verða svipaðar og áður og hefur Einar Bárðarson verið ráðinn til að stýra útvarpssviði Skjásins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×