Viðskipti innlent

Bjartsýni eykst hjá Íslendingum

Þrátt fyrir að langt sé frá að Íslendingar geti talist bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum í árslok 2011 þá er óhætt að segja að þeir hafi verið mun jákvæðari en verið hefur að jafnaði frá hruninu haustið 2008.

Í desember síðastliðnum hækkaði Væntingavísitala Gallup um 4,6 stig frá fyrri mánuði og fór gildi hennar upp í 67,5 stig.

Á árinu 2011 mældist vísitalan að meðaltali 60,9 stig, og í raun hefur hún aðeins þrisvar sinnum mælst hærri frá hruninu en í desember síðastliðnum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×