Viðskipti innlent

Hræringar á auglýsingamarkaðinum

Ragnar Gunnarsson.
Ragnar Gunnarsson.
Töluverðar hræringar hafa orðið á íslenska auglýsingamarkaðinum að undanförnu en fyrir skömmu stofnaði Ragnar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fíton, nýja stofu.

Á föstudaginn var sögðu Bragi Valdimar Skúlason, kenndur við Baggalút, Hrafn Gunnarsson og Jón Ari Helgason upp störfum hjá Fíton og gengu til liðs við Ragnar.

Ekki er komið nafn á nýju stofuna en meðal viðskiptavina hennar er flugfélagið Wow Air sem er í eigu Skúla Mogensen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×