Fleiri fréttir

Sæstrengurinn verður sá hraðvirkasti

Sæstrengurinn sem Emerald Networks ætlar að leggja frá Írlandi til Bandaríkjanna, með tengingu við Ísland mun hjálpa Íslendingum við að byggja upp skapandi störf og fleiri stoðir í atvinnulífinu sem eru umhverfisvænar. Þetta segir Þorvaldur Sigurðsson, starfsmaður fyrirtækisins á Íslandi. Reuters fréttastofan greindi frá því fyrstur miðla í morgun að til stæði að leggja strenginn á næsta ári. Fjárfestingin nemur 36 milljörðum króna.

Mælaborð frá Datamarket aðgengilegt á Vísi

Ýmsar hagtölur eru nú aðgengilegar á Vísir.is í samstarfi við Datamarket. Mælaborði með upplýsingum er skipt upp í fimm undirflokka; verðlagsþróun, framleiðslu og eftirspurn, utanríkisviðskipti, vinnumarkað og opinber fjármál. Ítarlegar upplýsingar er síðan hægt að nálgast með því að smella á hnapp sem merktur er "Opna á Datamarket“, þar sem færa má upplýsingarnar í víðara samhengi og bera saman hinar ýmsu stærðir sem aðgengilegar eru.

Um 30 yfirheyrðir

Um þrjátíu manns hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á málefnum Glitnis. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum bankans.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist 8,6%

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er að dragast saman, samkvæmt nýjustu tölum, en það mælist nú 8,6%, miðað 9% mánuðinn á undan. Þetta þykja vera skýr merki um að bandaríska hagkerfið sé að rétta úr kútnum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hlutabréfamarkaðir á uppleið

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í morgun og er ástæðan rakin til þess að leiðtogar helstu ríkja í Evrópu kalla nú eftir meira samstarfi til þess að fást við skuldakreppuna. Helstu hlutabréfavísitölur í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi hækkuðu um 1,5% til 2% í viðskiptum í morgun. Í ræðu sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt fyrir þýska þingið sagði hún að Evrópuríkin væru að vinna sig í áttina að fjárhagslegu bandalagi. Fjárfestar búast líka við því að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum sem birtar verða í dag líti vel út.

Rússar vilja líka leggja sæstreng

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fékk í dag skriflegt svar frá rússneskum stjórnvöldum um að Rússar vilja láta kanna hvort unnt sé að leggja sæstreng frá Murmansk til Íslands. Fyrr í morgun var greint frá því að til stendur að leggja sæstreng frá Bandaríkjunum til Írlands, í gegnum Ísland, á næsta ári. Sú fjárfesting nemur 36 milljörðum króna.

Salt fagnar rannsókn á viðskiptum með Glitnisbréf

Salt Investment, sem er að mestu leyti í eigu Róberts Wessman, fagnar skoðun sérstaks saksóknara á viðskiptum með bréf Glitnis Talsmenn Salts saka stjórnendur Glitnis um að hafa beitt blekkingum.

Gistinóttum fjölgaði um 11% í október

Gistinóttum á hótelum í október síðastliðnum fjölgaði um 11% frá sama mánuði í fyrra. Þær voru 117 þúsund í október síðastliðnum en 105 þúsund í október í fyrra. Erlendir gestir gistu langflestar nætur, 74% af öllum gistinóttum, og fjölgaði um 13% frá október í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%.

Actavis kaupir hollenskt fyrirtæki

Actavis, hefur eignast allt hlutafé í hollenska fyrirtækinu PharmaPack International B.V. Kaupverðið er trúnaðarmál. PharmaPack hefur aðsetur í Zoetermeer í Hollandi og sérhæfir sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum og líftæknilyfjum.

Nýr sæstrengur lagður milli Íslands og Írlands

Ísland og Írland ætla í sameiningu að standa á bakvið lagningu á nýjum sæstreng milli landanna. Sæstrengur þessi mun kosta um 36 milljarða króna og á hann að komast í gagnið árið 2013.

Staða þjóðarbúsins neikvæð um 833 milljarða

Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2.529 milljörðum kr. og skuldir 3.361 milljarði kr. Var hrein staða þjóðarbúsins því neikvæð um 833 milljarða kr. eða sem nemur rúmum helmingi af landsframleiðslunni.

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Arion banka spáir því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum en næsta vaxtaákvörðun bankans er á miðvikudag í næstu viku.

Fokheldar Skuggablokkir eftirsóttar

Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman.

Frestað að skipta OR upp í tvö fyrirtæki

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR.

Rannsaka lán til Salts og Rákungs

Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum.

Tveir kærðu strax til Hæstaréttar

Tveir af þeim þremur sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gærkvöldi af Héraðsdómi Rekykjavíkur, í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis, hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki er útilokað að þeir geri það allir, þar sem frestur til þess að kæra úrskurðinn er ekki liðinn.

Talið að markaðsmisnotkunin hafi byrjað 2004

Grunur um kerfisbundna markaðsmisnotkun yfir margra ára tímabil, frá 2004 og fram árið 2008, er meðal ástæðna fyrir því að embætti sérstaks saksóknara krafðist gæsluvarðhalds yfir fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis.

Lýsing gefi ekki út greiðsluseðla

Lýsing ætti að stöðva útgáfu greiðsluseðla til viðskiptavina sinna þar til endanleg niðurstaða fæst í mál Smákrana gegn Lýsingu fyrir Hæstarétti. Þetta segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Smákrana ehf., í samtali við Vísi.

Lýsing áfrýjar dómnum

Lýsing hefur ákveðið ða áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Smákrana ehf gegn félaginu til Hæstaréttar. Í tilkynningu á vef Lýsingar segir að þetta hafi verið ákveðið eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi skoðað forsendur dómsins í samráði við lögmenn félagsins.

Allt flug Iceland Express á áætlun

Iceland Express vill koma því á framfæri að aðgerðir flugmanna tékkneska flugfélagsins CSA, sem er móðurfélag CSA Holidays sem flýgur fyrir Iceland Express, hafa engin áhrif á starfsemi félagsins. Samtök flugmanna hjá félaginu segja að flugmenn verði hvattir til að taka veikindadaga á næstu dögum til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnunarstöðum í fyrirtækinu.

Strauss-Kahn segir kynlíf með þernunni hafa verið heimskulegt

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kynlíf hans með herbergisþernu í New York í vor hafi verið heimskuleg. Þau hafi þó verið með hennar samþykki. Þetta kemur fram í nýrri bók Strauss-Kahn. Í bókinni kemur fram að herbergisþernan, sem heitir Nafissatou Diallo, hafi gefið Strauss-Kahn hýrt auga þegar hann kom nakinn úr sturtunni og hann hafi tekið því sem tilboð um kynlíf. Lögmenn herbergiþernunnar hafna þessum fullyrðingum Strauss-Kahn. Opinbert mál sem höfðað var gegn Strauss-Kahn var látið niður falla, en hún rekur nú einkamál gegn honum.

Fóru fram á varðhald vegna gruns um kerfisbundna markaðsmisnotkun

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu embættis sérstaks saksóknara, er beindist að Elmari Svavarssyni, fyrrum miðlara hjá Glitni, þar sem dómari taldi ekki sannanir liggja fyrir um að hann hefði átt þátt í kerfisbundinni markaðsmisnotkun, eins og honum var gefið að sök í kröfugerðinni.

Enn lækkar Icelandair

Gengi bréfa í Icelandair hefur haldið áfram að lækka í dag eftir snarpa lækkun í gær. Gengi bréfa í gær lækkaði um 2,75% og það sem af er degi hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um 2,63%.

Lýsing tapaði í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að fjármögnunarleigusamningar sem Lýsing gerði við viðskiptavini sína hafi í raun verið gengistryggð íslensk lán. Slíkir samningar hafi því verið ólöglegir. Dómurinn var kveðinn upp í máli sem fyrirtækið Smákranar ehf höfðuðu gegn Lýsingu.

Hagnaður Arion nam 3,5 milljörðum

Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins nam 3,5 milljörðum króna eftir skatta en árshlutareikningurinn inniheldur reikninga bankans og dótturfélaga. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1 milljarður króna. Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var 13,6 milljarðar króna, samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Superman blað selt á 250 milljónir

Eintak af fyrsta tölublaði Action Comics þar sem Superman er kynntur til sögunnar var slegið á netuppboði fyrir rúmar tvær milljónir dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Er þetta þar með orðið dýrasta hasarmyndablað í sögunni.

Nýr aðstoðarforstjóri hjá Icelandic Water

Icelandic Water, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, hefur ráðið Roger Barry sem aðstoðarforstjóra á alþjóðdeild fyrirtækisins. Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að styrkja stöðu fyrirtækisins á mörkuðum utan Norður Ameríku.

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga. Brentolían er komin í yfir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían yfir 100 dollara. Hefur olíuverðið ekki verið hærra síðan um miðjan síðasta mánuð.

Brottförum seinkaði mikið frá Keflavík

Nærri níu af hverjum tíu flugvélum sem tóku á loft frá Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi í sumar fóru á réttum tíma. Hinsvegar seinkaði brottförum í meira en helmingi tilvika á Keflavíkurflugvelli í júní, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. Ástandið á Keflavíkurflugvelli batnaði þegar leið á sumarið og í ágúst fóru 71,6 prósent véla í loftið á auglýstum tíma. Á sama tímabili stóðust tímasetningar í 93 prósentum tilvika í Ósló og Stokkhólmi.

Rússneski björninn vaknaður

Rússneska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Meiri velmegun er nú orðin einkennandi fyrir landið heldur en nokkru sinni fyrr. Einkum eru það jarðgas- og olíulindir sem þar hafa skipt sköpum.

Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í 13 ár

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 10,3% og hefur ekki verið meira undanfarin 13 ár. Mest er atvinnuleysið á Spáni eða 22,8% en minnst í Austurríki eða aðeins rúm 4%.

Hefur yfirtekið 2.000 íbúðir

Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra eru rúmir 19 milljarðar króna.

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað nokkuð á síðustu vikum og náði sínu hæsta gildi á árinu í síðustu viku þegar álagið stóð í 358 punktum. Álagið hefur síðan lækkað að nýju í þessari viku og stóð í 349 punktum í gærdag samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni.

Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum

Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009.

Helstu seðlabankar koma til bjargar

Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta.

Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar

Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss, um að þeir ætli að bregðast vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.

Sjá næstu 50 fréttir