Actavis kaupir hollenskt fyrirtæki 2. desember 2011 09:03 Actavis, hefur eignast allt hlutafé í hollenska fyrirtækinu PharmaPack International B.V. Kaupverðið er trúnaðarmál. PharmaPack hefur aðsetur í Zoetermeer í Hollandi og sérhæfir sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum og líftæknilyfjum. Í tilkynningu segir að hollenska fyrirtækið hefur umtalsverða reynslu í að uppfylla mismunandi kröfur fyrirtækja og landa um pökkun og hefur sinnt pökkun fyrir lyfjaiðnaðinn undanfarin 30 ár. „Ég hef þekkt til þessa góða félags í langan tíma og er verulega stoltur af því að forsvarsmenn þess ákváðu að velja Actavis sem nýja eigendur, því það var augljóst að þeim stóðu fleiri kostir til boða“, segir Claudio Albrecht forstjóri Actavis í tilkynningunni. „Þessi kaup munu auka til muna sveigjanleikann á útboðsmörkuðum og gera okkur kleift að sinna minni pöntunum á lágmarksmagni fyrir smærri markaði.“ Actavis kaupir umtalsvert af lyfjum af öðrum framleiðendum. „Afhendingartíminn er oft frá sex mánuðum og upp í níu, sem er allt of langt. Með kaupunum á PharmaPack International tekst okkur að stytta tímann um meira en helming,“ bætir Claudio Albrecht við. „Eitt af framtíðarhlutverkum hollenska félagsins verður pökkun á lyfjum frá verksmiðju okkar í Alathur á Indlandi. Annar kostur er, að með kaupunum lækkar flutningskostnaður umtalsvert. Í stuttu máli; kaupin munu auka samkeppnishæfni Actavis og hafa jákvæð áhrif á hreint veltufé.“ Gerard Stevers, framkvæmdastjóri og eigandi PharmaPack International, segist fullviss að þessi mikilvæga og vel ígrundaða ákvörðun um að selja tryggi framtíð fyrirtækisins og starfsmanna þess. „PharmaPack mun njóta góðs af umfangsmikilli starfsemi Actavis um allan heim og hafa alla möguleika á að vaxa innan þessa alþjóðlega félags.“ Hann bætir við að Actavis hafi uppi áætlanir um mikinn vöxt í framtíðinni, og það muni einnig hafa afar góð áhrif á PharmaPack. „Actavis mun þurfa enn meiri afköst í pökkun og íhugar að stækka þessa starfsstöð.“ Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Actavis, hefur eignast allt hlutafé í hollenska fyrirtækinu PharmaPack International B.V. Kaupverðið er trúnaðarmál. PharmaPack hefur aðsetur í Zoetermeer í Hollandi og sérhæfir sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum og líftæknilyfjum. Í tilkynningu segir að hollenska fyrirtækið hefur umtalsverða reynslu í að uppfylla mismunandi kröfur fyrirtækja og landa um pökkun og hefur sinnt pökkun fyrir lyfjaiðnaðinn undanfarin 30 ár. „Ég hef þekkt til þessa góða félags í langan tíma og er verulega stoltur af því að forsvarsmenn þess ákváðu að velja Actavis sem nýja eigendur, því það var augljóst að þeim stóðu fleiri kostir til boða“, segir Claudio Albrecht forstjóri Actavis í tilkynningunni. „Þessi kaup munu auka til muna sveigjanleikann á útboðsmörkuðum og gera okkur kleift að sinna minni pöntunum á lágmarksmagni fyrir smærri markaði.“ Actavis kaupir umtalsvert af lyfjum af öðrum framleiðendum. „Afhendingartíminn er oft frá sex mánuðum og upp í níu, sem er allt of langt. Með kaupunum á PharmaPack International tekst okkur að stytta tímann um meira en helming,“ bætir Claudio Albrecht við. „Eitt af framtíðarhlutverkum hollenska félagsins verður pökkun á lyfjum frá verksmiðju okkar í Alathur á Indlandi. Annar kostur er, að með kaupunum lækkar flutningskostnaður umtalsvert. Í stuttu máli; kaupin munu auka samkeppnishæfni Actavis og hafa jákvæð áhrif á hreint veltufé.“ Gerard Stevers, framkvæmdastjóri og eigandi PharmaPack International, segist fullviss að þessi mikilvæga og vel ígrundaða ákvörðun um að selja tryggi framtíð fyrirtækisins og starfsmanna þess. „PharmaPack mun njóta góðs af umfangsmikilli starfsemi Actavis um allan heim og hafa alla möguleika á að vaxa innan þessa alþjóðlega félags.“ Hann bætir við að Actavis hafi uppi áætlanir um mikinn vöxt í framtíðinni, og það muni einnig hafa afar góð áhrif á PharmaPack. „Actavis mun þurfa enn meiri afköst í pökkun og íhugar að stækka þessa starfsstöð.“
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira