Viðskipti innlent

Kauphöllin samþykkir viðskipti með hluti í Högum

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn stjórnar Haga hf. um töku hlutabréfa félagsins til viðskipa á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Í tilkynningu segir að samþykkið sé háð því að félagið uppfylli skilyrði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni um dreifingu hlutafjár fyrir skráningardag.

Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti Haga á markaði verði 15. desember nk., en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×