Salt fagnar rannsókn á viðskiptum með Glitnisbréf Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2011 11:45 Róbert Wessmann er einn aðaleigandi Salt. Salt Investment, sem er að mestu leyti í eigu Róberts Wessman, fagnar skoðun sérstaks saksóknara á viðskiptum með bréf Glitnis Talsmenn Salts saka stjórnendur Glitnis um að hafa beitt blekkingum. Rannsókn málsins snýr að starfsháttum Glitnis. Í tilkynningu frá Salt segir að tilkoma lánveitinga Glitnis til Salt Investments og tengdra félaga sé að stærstum hluta vegna hlutabréfa sem keypt voru af bankanum sjálfum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Hlutabréf sem annars hefðu verið í eigu bankans við fall hans og þannig glatast. Salt Investments hafi ekki fengið fjármuni frá Glitni, heldur tekið yfir skuldbindingu gagnvart bankanum gegn eignarhaldi á eigin hlutabréfum bankans. Salt Investment hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum á viðskiptunum og telur félagið sig hafa verið beitt blekkingum af hálfu stjórnenda bankans. Jafnframt fagnar Salt því ef umrædd viðskipti verða nú tekin til skoðunar og mun aðstoða við rannsókn málsins ef eftir því verður leitað. Salt segir að viðskiptin hafi komið til að undirlagi forsvarsmanna Glitnis og ákvarðanataka Salt byggt á þeim gögnum sem kynnt voru af hálfu bankans til að sýna fram á sterka stöðu Glitnis. Í ljós hafi komið að bankinn hafi verið að afhenda einskins verða pappíra til Salt en eftir hafi staðið gríðarlega há skuldbinding Salt gagnvart bankanum. Yfirlýsing Salt Investment í heild: · Salt fagnar skoðun viðskipta með bréf Glitnis · Stjórnendur Glitnis beittu blekkingum · Umtalsverðar tryggingar að baki viðskiptum Tilkoma lánveitinga Glitnis til Salt Investments og tengdra félaga eru að stærstum hluta vegna hlutabréfa sem keypt voru af bankanum sjálfum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Hlutabréf sem annars hefðu verið í eigu bankans við fall hans og þannig glatast. Salt Investments fékk ekki fjármuni frá Glitni, heldur tók yfir skuldbindingu gagnvart bankanum gegn eignarhaldi á eigin hlutabréfum bankans. Salt Investment tapaði umtalsverðum fjárhæðum á viðskiptunum og telur félagið sig hafa verið beitt blekkingum af hálfu stjórnenda bankans. Jafnframt fagnar Salt því ef umrædd viðskipti verða nú tekin til skoðunar og mun aðstoða við rannsókn málsins ef eftir því verður leitað. Viðskiptin komu til að undirlagi forsvarsmanna Glitnis og byggði ákvarðanataka Salt á þeim gögnum sem kynnt voru af hálfu bankans til að sýna fram á sterka stöðu Glitnis. Í ljós hefur komið að bankinn var að afhenda einskins verða pappíra til Salt en eftir stóð gríðarlega há skuldbinding Salt gagnvart bankanum. Eins og kunnugt er hefur slitasjórn Glitnis höfðað mál gagnvart stjórnendum bankans, þar sem m.a. er talið að ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 hafi ekki sýnt rétta stöðu bankans. Ákvörðun um fyrri kaup Salt í Glitni byggði einmitt á fjárhagsupplýsingum þess árs. Í september 2008 kynnti forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ásamt samstarfsmönnum sínum fjárhagsstöðu bankans fyrir starfsmönnum Salt. Farið var yfir fjárhagslegan styrk bankans og staðhæft að hann ætti um 8,1 milljarða evra í auðseljanlegum eignum, sem myndu auðveldlega duga til að mæta öllum afborgunum og skuldbindingum bankans næstu 12 mánuði. Okkar mat, byggt á þeim gögnum, var því að bankinn væri vel í stakk búinn til að komast í gegnum þann ólgusjó sem geysti á alþjóðlegum fjármálamarkaði á þeim tíma. Eins og flestir vita var Glitnir tekinn yfir af Seðlabanka Íslands mánuði síðar, þar sem hann var ekki fær um að greiða af afborgunum lána. Salt Investments hefur frá falli bankans gert alvarlegar athugasemdir við viðskiptin. Eigi að síður hefur Salt afhent Glitnis allar þær tryggingar sem lágu að baki þessum viðskiptum, þar með talið 9,6% hlutafjár í Actavis og kröfu á Novator að fjárhæð 108 milljónir evra. Rannsókn viðskiptanna mun að mati Salt leiða í ljós að um blekkingar hafi verið að ræða af hálfu Glitnis. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Salt Investment, sem er að mestu leyti í eigu Róberts Wessman, fagnar skoðun sérstaks saksóknara á viðskiptum með bréf Glitnis Talsmenn Salts saka stjórnendur Glitnis um að hafa beitt blekkingum. Rannsókn málsins snýr að starfsháttum Glitnis. Í tilkynningu frá Salt segir að tilkoma lánveitinga Glitnis til Salt Investments og tengdra félaga sé að stærstum hluta vegna hlutabréfa sem keypt voru af bankanum sjálfum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Hlutabréf sem annars hefðu verið í eigu bankans við fall hans og þannig glatast. Salt Investments hafi ekki fengið fjármuni frá Glitni, heldur tekið yfir skuldbindingu gagnvart bankanum gegn eignarhaldi á eigin hlutabréfum bankans. Salt Investment hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum á viðskiptunum og telur félagið sig hafa verið beitt blekkingum af hálfu stjórnenda bankans. Jafnframt fagnar Salt því ef umrædd viðskipti verða nú tekin til skoðunar og mun aðstoða við rannsókn málsins ef eftir því verður leitað. Salt segir að viðskiptin hafi komið til að undirlagi forsvarsmanna Glitnis og ákvarðanataka Salt byggt á þeim gögnum sem kynnt voru af hálfu bankans til að sýna fram á sterka stöðu Glitnis. Í ljós hafi komið að bankinn hafi verið að afhenda einskins verða pappíra til Salt en eftir hafi staðið gríðarlega há skuldbinding Salt gagnvart bankanum. Yfirlýsing Salt Investment í heild: · Salt fagnar skoðun viðskipta með bréf Glitnis · Stjórnendur Glitnis beittu blekkingum · Umtalsverðar tryggingar að baki viðskiptum Tilkoma lánveitinga Glitnis til Salt Investments og tengdra félaga eru að stærstum hluta vegna hlutabréfa sem keypt voru af bankanum sjálfum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Hlutabréf sem annars hefðu verið í eigu bankans við fall hans og þannig glatast. Salt Investments fékk ekki fjármuni frá Glitni, heldur tók yfir skuldbindingu gagnvart bankanum gegn eignarhaldi á eigin hlutabréfum bankans. Salt Investment tapaði umtalsverðum fjárhæðum á viðskiptunum og telur félagið sig hafa verið beitt blekkingum af hálfu stjórnenda bankans. Jafnframt fagnar Salt því ef umrædd viðskipti verða nú tekin til skoðunar og mun aðstoða við rannsókn málsins ef eftir því verður leitað. Viðskiptin komu til að undirlagi forsvarsmanna Glitnis og byggði ákvarðanataka Salt á þeim gögnum sem kynnt voru af hálfu bankans til að sýna fram á sterka stöðu Glitnis. Í ljós hefur komið að bankinn var að afhenda einskins verða pappíra til Salt en eftir stóð gríðarlega há skuldbinding Salt gagnvart bankanum. Eins og kunnugt er hefur slitasjórn Glitnis höfðað mál gagnvart stjórnendum bankans, þar sem m.a. er talið að ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 hafi ekki sýnt rétta stöðu bankans. Ákvörðun um fyrri kaup Salt í Glitni byggði einmitt á fjárhagsupplýsingum þess árs. Í september 2008 kynnti forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ásamt samstarfsmönnum sínum fjárhagsstöðu bankans fyrir starfsmönnum Salt. Farið var yfir fjárhagslegan styrk bankans og staðhæft að hann ætti um 8,1 milljarða evra í auðseljanlegum eignum, sem myndu auðveldlega duga til að mæta öllum afborgunum og skuldbindingum bankans næstu 12 mánuði. Okkar mat, byggt á þeim gögnum, var því að bankinn væri vel í stakk búinn til að komast í gegnum þann ólgusjó sem geysti á alþjóðlegum fjármálamarkaði á þeim tíma. Eins og flestir vita var Glitnir tekinn yfir af Seðlabanka Íslands mánuði síðar, þar sem hann var ekki fær um að greiða af afborgunum lána. Salt Investments hefur frá falli bankans gert alvarlegar athugasemdir við viðskiptin. Eigi að síður hefur Salt afhent Glitnis allar þær tryggingar sem lágu að baki þessum viðskiptum, þar með talið 9,6% hlutafjár í Actavis og kröfu á Novator að fjárhæð 108 milljónir evra. Rannsókn viðskiptanna mun að mati Salt leiða í ljós að um blekkingar hafi verið að ræða af hálfu Glitnis.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira