Viðskipti innlent

Um 30 yfirheyrðir

Magnús Halldórsson skrifar
Um þrjátíu manns hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á málefnum Glitnis. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum bankans.

Rannsókn embættis sérstaks saksóknara teygir anga sína langt aftur í tímann, eða um sjö ár frá deginum í dag. Sérstaklega eru það meint brot sem falla undir markaðsmisnotkun sem grunur er uppi um að hafi staðið yfir margra ára tímabil, eða frá 2004 og fram að falli bankanna haustið 2008. Meðal þeirra sem boðaðir hafa verið í skýrslutöku vegna málsins er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, en hann hætti störfum hjá bankanum 2007.

Heildarumfang viðskiptanna sem til rannsóknar eru, er yfir hundrað milljarðar króna.

Það er upphæð sem nemur meira en fimmföldum áætluðum útgjöldum ríkisins vegna atvinnuleysisbóta á næsta ári, en þau nema rúmlega

Þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis, Lárus Welding, fyrrum forstjóri bankans, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi starfsmaður bankans, hafa allir verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðustu tvo sólarhringa.

Þeir kærðu allir gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar, og skiluðu greinargerðum til réttarsins í dag. Hæstiréttur staðfesti nú rétt fyrir fréttir gæsluvarðhaldsúrskurðina og verða þremenningarnir áfram í haldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×