Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Arion banka spáir því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum en næsta vaxtaákvörðun bankans er á miðvikudag í næstu viku.

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar og þar segir að seðlabankastjóri hafi í ræðu svo gott sem tekið af allan vafa um að frekari stýrivaxtahækkanir séu ekki í pípunum á næstu mánuðum.

Greining telur jafnframt að ólíklegt sé að stýrivextir muni hækka á næsta ári. Raunar megi færa fyrir því góð rök að lækka stýrivextina ef efnahagshorfur í heiminum halda áfram að versna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×