Viðskipti innlent

Ekki ljóst hvort Glitnismenn hafi kært gæsluvarðhald

Ekki liggur enn fyrir hvort þrír fyrrverandi stjórnendur Glitnis, sem voru úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald í gærkvöldi, hafa kært úrskurðina til Hæstaréttar.

Það var embætti sérstaks saksóknara sem krafðist gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sem eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Ingi Rafnar Júlíusson.

Beiðni um varðhald yfir Elmari Svavarssyni miðlara var hafnað. Á annan tug manna var yfirheyrður i gær og að sögn embættis saksónara er hugsanlegt að krafist verði gæsluvarðhalds yfir fleiri fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, en rannsóknin er gerð vegna gruns um markaðsmisnotkun og auðgunarbrot í tengslum við viðskipti Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×