Viðskipti innlent

Lýsing gefi ekki út greiðsluseðla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hjá Ergo lögmönnum, segir að Lýsing ætti ekki að gefa út fleiri greiðsluseðla fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm.
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hjá Ergo lögmönnum, segir að Lýsing ætti ekki að gefa út fleiri greiðsluseðla fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm.
Lýsing ætti að stöðva útgáfu greiðsluseðla til viðskiptavina sinna þar til endanleg niðurstaða fæst í mál Smákrana ehf. gegn Lýsingu fyrir Hæstarétti. Þetta segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Smákrana, í samtali við Vísi.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem Smákranar gerðu við Lýsingu til að fjármagna atvinnutæki væru í raun ólögleg gengistryggð lán. Lýsing lýsti því svo yfir að dómnum yrði áfrýjað. Hæstiréttur hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem Íslandsbanki gerði við fyrirtækið Kraftvélaleiguna væru ólöglegir. Lýsing taldi þann dóm ekki vera fordæmisgefandi fyrir sig.

Einar Hugi Bjarnason segir að ef Lýsing muni gefa út greiðsluseðla eigi viðskiptavinir félagsins að íhuga vandlega hvort það sé rétt að halda áfram greiðslum til félagsins.


Tengdar fréttir

Lýsing tapaði í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að fjármögnunarleigusamningar sem Lýsing gerði við viðskiptavini sína hafi í raun verið gengistryggð íslensk lán. Slíkir samningar hafi því verið ólöglegir. Dómurinn var kveðinn upp í máli sem fyrirtækið Smákranar ehf höfðuðu gegn Lýsingu.

Lýsing áfrýjar dómnum

Lýsing hefur ákveðið ða áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Smákrana ehf gegn félaginu til Hæstaréttar. Í tilkynningu á vef Lýsingar segir að þetta hafi verið ákveðið eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi skoðað forsendur dómsins í samráði við lögmenn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×