Fleiri fréttir

Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði

"Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum.

Sigsteinn kaupir í Marel

Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, hefur innleyst kauprétt og keypt 200 þúsund hluti í Marel á um átján milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel.

Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því

"Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar.

Ítalir greiða himinháa vexti

Ítalir voru neyddir til þess að greiða himinháavexti vegna 10 milljarða evra skuldabréfaflokks sem landið þarf að endurfjármagna.

Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi

"Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum.

Ögmundur hafnaði Nubo

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag.

Uppsagnir áfall fyrir fjármálageirann - 1800 misst störf frá hruni

Íslandsbanki undirbýr nú uppsagnir starfsmanna eftir að bankinn sameinaðist BYR í gær. Formaður samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er mjög ósáttur við stefnu stjórnvalda og segir nýjan launaskatt á fjármálafyrirtæki muni valda tíu prósent fækkun til viðbótar.

S&P bætir lánshæfið hjá ÍLS og Landsvirkjun

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur bætt lánshæfiseinkunn bæði Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og Landsvirkjunar. Horfum hjá báðum fyrirtækjunum hefur verið breytt úr neikvæðum í stöðugar en einkunnin er sú sama hjá báðum eða BB.

Vírus í gjafabréfum frá iTunes

Öryggissérfræðingar hjá tölvurisanum Apple segja tölvuglæpamenn hafa komið fyrir vírus í vefverslun fyrirtækisins.

Viðskipti með atvinnuhúsnæði jukust um 7 milljarða

Viðskipti með atvinnuhúsnæði á landinu öllu jukust um tæplega 7 milljarða króna á milli september og október í ár. Viðskiptin námu tæpum 12,5 milljörðum króna í október á móti rúmlega 5,6 milljörðum króna í september.

Lítilsháttar lækkun á verðbólgunni

Verðbólgan lækkaði lítilsháttar milli mánaða eða úr 5,3% og í 5,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%.

Íbúð í Peking fimmfaldast í verði á sex árum

Mesta húsnæðisbóla allra tíma er í Kína, segja sumir hagfræðingar. Og hún er þegar farin að sýna merki um að hún sé að springa. Tugþúsundir íbúða standa tómar á stórum svæðum. Uppgangurinn í Peking hefur verið ævintýri líkastur á síðustu árum og drifið áfram eitt mesta húsbyggingaskeið í sögu mannkynsins.

Dráttarvextir hækka um 0,25 prósentur

Grunnur dráttarvaxta hækkaði um 0,25 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans Íslands í byrjun nóvember. Dráttarvextir hækka því að sama skapi um 0,25 prósentur frá og með 1. desember nk. og verða 11,75%.

Seldu dýrt og fengu ný bréf síðar

Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem fengu nýverið 0,8% hlut í félaginu án endurgjalds, seldu hluti sem þeir áttu í því á árunum 2008 og 2009 fyrir hundruð milljóna króna. Kaupandinn að bréfunum sem þeir áttu áður voru Hagar sjálfir. Þetta kemur fram í árs- og árshlutareikningum Haga.

Um 160 milljarðar með litla ávöxtun

Um hundrað og sextíu milljarðar króna, í eigu íslensku lífeyrissjóðanna, eru nú inn á innlánsreikningum með lítilli sem engri ávöxtun. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna segir stöðuna áhyggjuefni.

Rekstrarhagnaður N1 nam 6 milljörðum

Hagnaður N1 á fyrstu níu mánuðum ársins nam 6 milljörðum króna. Rekstrartekjur félagsins á tímabilinu námu 42,2 milljörðum króna og jukust um 17% frá árinu áður.

Enn einn rauði dagurinn

Það var rauður dagur beggja vegna Atlantsála í dag. Í Kauphöllinni í New York lækkaði Dow Jones um 2,05%, Nasdaq á 2,43% og S&P 500 lækka um 2,21%.

Lánin verða felld niður

Íslandsbanki ætlar á næstu dögum að fella niður lán stofnfjáreigenda í Byr Sparisjóði og Sparisjóði Norðlendinga. Bankinn mun á næstu dögum tilkynna einstökum lántakendum um þetta.

Unnið að því að minnka vægi verðtryggingarinnar

Unnið verður að þverpólitískri áætlun um minnkað vægi verðtryggingar á íslenskum fjármálamarkaði. Bókun þessa efnis var samþykkt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Áætlunin verður lögð fram sem þingmál og stefnt er að því að nefndin leggi málið fram fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Skatturinn á eftir fyrirtækjum sex ár aftur tímann

Ríkisskattstjóri hefur sent bréf til fjölda fyrirtækja vegna samsköttunar við skuldsettar yfirtökur sex ár aftur í tímann. Fjöldi fyrirtækja eiga yfir höfði sér endurálagningu skatta og fjárhæðirnar gætu hlaupið á milljörðum króna.

Gríðarleg aukning flugfarþega

Gert er ráð fyrir að tæplega 2,3 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári, en í fyrra voru um 1,9 milljónir farþega sem fóru um völlinn. Forsenda fyrir aukningu farþeganna er bæði að þau flugfélög sem þegar hafa flogið boða aukningu auk þess sem ný flugfélög hafa boðað komu sína á nokkrum flugleiðum milli Keflavíkurflugvallar og Evrópu.

Atvinnulífið gríðarlega svartsýnt

Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda fyrirtækja telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar samkvæmt nýrri könnun Capacent meðal stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann og birtist á vef samtakanna.

Portúgal komið í ruslið

Matsfyrirtækið Fitch ákvað í dag að lækka lánshæfi ríkissjóðs Portúgals niður í ruslflokk. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Staða Portúgals er nú talin afar veik efnhagslega og er almennt álitið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi að aðstoða landið með frekari fjárframlögum.

Greiddu 3 prósent af raunvirði World Class

Dómkvaddur matsmaður sem var fenginn til að meta verðmæti World Class metur reksturinn á átta hundruð til eitt þúsund milljónir króna en Björn Leifsson og kona hans seldu sjálfum sér fyrirtækið á tuttugu og fimm milljónir.

Arcadia Group lokar 260 verslunum

Philip Green, forstjóri og stærsti eigandi Arcadia, tilkynnti um það í morgun að Arcadia hygðist loka 260 verslunum á næstu þremur árum. Ástæðan er minnkandi hagnaður. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC féll hagnaður Arcadia saman um 38% milli ára, niður í 133 milljónir punda.

Sameining Íslandsbanka og Byrs samþykkt

Alþingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins í Byr hf. til Íslandsbanka og allri samningagerð er nú lokið. Með því er ljóst að Íslandsbanki og Byr munu sameinast, en áður höfðu Fjármálaeftirlit, Samkeppniseftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA veitt samþykki sitt fyrir kaupunum. Íslandsbanki kaupir 11,8% hlut íslenska ríkisins og 88,2% hlut skilanefndar Byrs á 6,6 milljarða króna.

Gera ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári

Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,6% á þessu ári og 2,4% 2012, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vöxt landsframleiðslu má rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar.

Warren Buffett er ekki "sósíalisti"

Þátturinn The Young Turks gerði viðbrögð Fox News við hugmynd Warren Buffett, um hækkun skatta á þá ofurríku, að umtalsefni. "Þeir eru að kalla Warren Buffett sósíalista. Hvað næst?" segir Cenk Uygur, stjórnandi þáttarins.

Hvetur Íslendinga til að ryksuga ekki upp allar erlendar verslanir

Það virðist ekki vera hægt að gera stjórnmálamönnum grein fyrir þeim skaða sem vörugjöld gera verslun í landinu, segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag ræddi Margrét hvernig stuðla mætti að því að Íslendingar versluðu sem mest innanlands.

Hagnaður Iceland talinn verða 46 milljarðar í ár

Talið er að hagnaður Iceland Foods verlsunarkeðjunnar í Bretlandi muni aukast verulega milli ára. Talið er að brúttóhagnaðurinn á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í mars næstkomandi muni nema nær 230 milljón punda eða tæplega 46 milljarða króna.

S&P hækkar lánshæfismat á Landsvirkjun

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar. Mat fyrirtækisins á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, BB, helst óbreytt. Tilkynning Standard & Poor's kemur í kjölfar samskonar breytingar sem fyrirtækið hefur gert fyrir lánshæfismat ríkissjóðs og var tilkynnt í gær.

Vísar því á bug að World Class hafi verið keypt fyrir slikk

Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, segir af og frá að kaupverð Lauga ehf., sem er í eigu Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, á rekstri World Class af félagi sem var í þeirra eigu hafi aðeins verið 3 prósent af verðmati dómkvaddra matsmanna.

Kína orðinn stærsti snjallsímamarkaður heims

Kína er orðinn stærsti markaður heims fyrir snjallsíma með um 24 milljónir pantana inn á markað á þriðja ársfjóðungi, á meðan Bandaríkin voru á sama tíma með 23 milljónir. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Segir Íra geta hjálpað Íslendingum í erfiðustu köflunum

Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg.

Eiga hlut sem er 170 milljóna króna virði

Stjórnendur Haga fengu ekki hlut frá Arion banka í Högum upp á ríflega 300 milljónir, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, heldur nemur hluturinn samtals um 170 milljónum. Til viðbótar við þennan 170 milljóna hlut fengu stjórnendurnir hins vegar peningagreiðslu upp á 170 milljónir til viðbótar, og þurfa þeir að standa skil á skatti af heildarvirði þessa samkomulags, virði ríflega 340 milljóna, samkvæmt upplýsingum frá Haraldi Guðna Eiðssyni, hjá samskiptasviði Arion banka.

Sjá næstu 50 fréttir