Tæp 90 prósent eigna Framtakssjóðs á markað innan 3 ára 24. nóvember 2011 11:52 Icelandair er komið á markað. Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað innan þriggja ára samkvæmt tilkynningu frá Framtakssjóði Íslands. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR, N1, Icelandic Group og Promens. Nú er hlutur sjóðsins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting er í samræmi við stefnu Framtakssjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfamarkaðar á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, á málþingi Deloitte, kauphallarinnar og Viðskiptaráðs um virkan hlutabréfamarkaðar á Íslandi í morgun. Þau félög sem til stendur að skrá hafa öll sterka stöðu, hvert á sínum markaði. SKÝRR er í dag níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um 24 milljarðar króna og hjá félaginu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi. Icelandic Group er leiðandi alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki. Í lok árs 2011, eftir að eignir félagsins í Bandaríkjunum og tengd starfsemi hafa verið seldar, er gert ráð fyrir að Icelandic Group reki starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu, áætluð heildarvelta verði rúmlega 80 milljarðar króna og starfsmenn verði um 1.200 talsins. N1 er leiðandi fyrirtæki á íslenskum eldsneytismarkaði með um 35-40% hlutdeild. Velta félagsins á árinu 2010 var um 46 milljarðar króna og er helmingur sölu annað en eldsneyti. Hjá félaginu starfa um 650 manns. Félagið hefur nýlega lokið við fjárhagslega endurskipulagningu og er rekstrargrundvöllur félagsins orðinn sterkur á ný. Promens er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 47 verksmiðjur Í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Lykilverksmiðjur eru á Dalvík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Tekjur félagsins námu 560 milljónum evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 milljónir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyrirtækinu. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað innan þriggja ára samkvæmt tilkynningu frá Framtakssjóði Íslands. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR, N1, Icelandic Group og Promens. Nú er hlutur sjóðsins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting er í samræmi við stefnu Framtakssjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfamarkaðar á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, á málþingi Deloitte, kauphallarinnar og Viðskiptaráðs um virkan hlutabréfamarkaðar á Íslandi í morgun. Þau félög sem til stendur að skrá hafa öll sterka stöðu, hvert á sínum markaði. SKÝRR er í dag níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um 24 milljarðar króna og hjá félaginu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi. Icelandic Group er leiðandi alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki. Í lok árs 2011, eftir að eignir félagsins í Bandaríkjunum og tengd starfsemi hafa verið seldar, er gert ráð fyrir að Icelandic Group reki starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu, áætluð heildarvelta verði rúmlega 80 milljarðar króna og starfsmenn verði um 1.200 talsins. N1 er leiðandi fyrirtæki á íslenskum eldsneytismarkaði með um 35-40% hlutdeild. Velta félagsins á árinu 2010 var um 46 milljarðar króna og er helmingur sölu annað en eldsneyti. Hjá félaginu starfa um 650 manns. Félagið hefur nýlega lokið við fjárhagslega endurskipulagningu og er rekstrargrundvöllur félagsins orðinn sterkur á ný. Promens er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 47 verksmiðjur Í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Lykilverksmiðjur eru á Dalvík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Tekjur félagsins námu 560 milljónum evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 milljónir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun