Viðskipti innlent

Vogunarsjóðir með hlut í Existu

viðskipti Skuldir Klakka ehf., sem áður hét Exista, lækkuðu um rúmlega þrjú hundruð milljarða króna í fyrra, eftir að félagið gekk í gegnum nauðasamning. Félagið tapaði 10,5 milljörðum króna í fyrra og eigið fé var jákvætt um 65 milljarða um síðustu áramót.

Í nauðasamningnum fólst meðal annars að kröfuhafar breyttu tíu prósentum af kröfunum í hlutafélag og 90 prósentum var breytt í kröfur sem hægt er að breyta í hlutabréf ef ekki tekst að greiða skuldina. Þá var víkjandi láni upp á 47 milljarða breytt í hlutafé. Um er að ræða stærstu staðfestu niðurfærslu á lánum til íslensks fyrirtækis, ef bankarnir föllnu eru frátaldir.

Eign vogunarsjóða í félaginu hefur aukist jafnt og þétt frá því að nauðasamningurinn var staðfestur, að sögn Péturs J. Eiríkssonar stjórnarformanns. Vogunarsjóðirnir Burlington Loan Management Ltd., CVI GVF (lux) Master S.A.R.L. og Fir Tree Value master fund L.P. eiga samtals 17,5 prósenta hlut.

- þsj / sjá síðu 22






Fleiri fréttir

Sjá meira


×