Fleiri fréttir WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins. 23.11.2011 13:40 Fá að kaupa í Högum á genginu 11-13,5 Almenningi og fagfjárfestum gefst tækifæri á að kaupa í 20-30% af útgefnum hlutum í Högum hf á genginu 11-13,5 krónur á hlut. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í dag. Hluturinn er í eigu Eignarbjargs, sem er dótturfélag Arion banka. 23.11.2011 13:32 ESA hefur formlega rannsókn á ríkisaðstoð við fjárfestingabanka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. 23.11.2011 12:25 Kemur á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga Tilkynning Olíustofnunar Noregs um auknar líkur á olíulindum á Jan Mayen-hryggnum, kemur á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu, sem er nýhafið. 23.11.2011 11:59 Sementsverksmiðjunni lokað ef aðstæður breytast ekki Vegna gríðarlegs samdráttar í sölu sements síðustu ár og mikillar óvissu um stöðu byggingariðnaðarins næstu misseri hefur Sementsverksmiðjan á Akranesi ákveðið að hætta sementsframleiðslu ef aðstæður breytast ekki verulega á næsta ári. 23.11.2011 09:41 Kaupmáttur hefur aukist um 3,4% á liðnu ári Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,4% að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. 23.11.2011 09:05 Larry Page: Ég er að "springa" úr stolti Larry Page, annar stofnenda Google og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, flutti ræðu fyrir útskriftarnema á heimasvæði sínu í Michigan vorið 2009. Hann fer þar yfir sögu sína og hvernig hún tengist University of Michigan, en foreldrar hans kynntust þar. Ræðan þykir sú besta sem hann hefur flutt, en hann gerir það sjaldan. 23.11.2011 09:00 Söngvari Iron Maiden vill endurreisa Astraeus flugfélagið Bruce Dickinson söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden ætlar sér að endurreisa Astraeus flugfélagið. 23.11.2011 08:35 Jákvæð afkoma hjá Akureyrarbæ á næsta ári Rekstrarafkoma Akureyrar á næsta ári verður jákvæð um 68 milljónir króna á næsta ári eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. 23.11.2011 08:21 Staða gjaldeyrisforðans er neikvæð um 78 milljarða Þrátt fyrir að gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi aldrei verið meiri í sögunni er staða hans neikvæð um 78 milljarða í dag. 23.11.2011 07:40 Portúgal þarf frekari neyðaraðstoð Portúgal mun sennilega þurfa meiri neyðaraðstoð en þær 78 milljarðar evra sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa lofað að veita landinu. 23.11.2011 07:38 Vonir aukast um að finna megi olíu á Drekasvæðinu Niðurstöður nýrra rannsókna á hafsbotninum suður af Jan Mayen og inn á Drekasvæðið gefa auknar vonir um að þar megi vinna olíu 23.11.2011 06:50 Jarðir í nauðungarsölu Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu og hefur bankinn þá farið fram á að alls tíu jarðir í eigu félagsins verði settar á nauðungarsölu. 23.11.2011 03:00 Fréttaskýring: Allt á suðupunkti í Suður-Evrópu Staða efnahagsmála í nær öllum ríkjum í Suður-Evrópu er fjárfestum mikið áhyggjuefni í augnablikinu, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal í dag. Þetta hefur enduspeglast í sífellt hækkandi skuldatryggingaálagi á tíu ára ríkisskuldabréf ríkjanna. Álagið á undanförnum vikum hefur hækkað snarlega og er nú á bilinu 5 til rúmlega 7 prósent. 22.11.2011 23:03 Apple fær einkaleyfi á tækninýjungum Einkaleyfis barátta tölvurisans Apple heldur áfram en í vikunni náði fyrirtækið að tryggja einkarétt á þremur tækninýjungum. 22.11.2011 22:45 Facebook hannar snjallsíma Samskiptasíðan Facebook hefur nú hafið þróun á sérhönnuðum snjallsíma. Talið er að samskiptasíðan sé nú þegar komin í samstarf við farsímaframleiðandann HTC. 22.11.2011 22:30 Samkeppnishæfni Íslands hverfur með kolefnisgjaldi Forsendur fyrir rekstri járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bresta ef fyrirhugað kolefnisgjald verður lagt á segir forstjóri Elkem á Íslandi. Hann segir samkeppnishæfni Íslands í iðnaðinum hverfa því hráefni verða skattlögð sem ekki er gert í öðrum löndum. 22.11.2011 18:57 Rauðar tölur á hlutabréfamörkuðum í Evrópu Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað í dag um tæplega 1% að meðaltali. Áhyggjur vegna vaxandi skuldavanda Evrópuríkja eru sagðar ástæður fyrir lækkunum, að því er fram kemur á vefsíðu Wall Street Journal. 22.11.2011 17:05 Hlutabréfaviðskipti í Egyptalandi bönnuð Hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, voru bönnuð í dag eftir að hlutabréfaverð hrundi um fimm prósent á innan við klukkutíma. 22.11.2011 15:58 Glitnir greiðir upp 173 milljarða lán Glitnir hefur greitt upp að fullu eftirstöðvar skulda við Seðlabanka Lúxemborgar að upphæð 173 milljarðar króna. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem Glitnir og Seðlabankinn gáfu út í dag. Með því er mikilvægum áfanga náð í endurskipulagningu dótturfélags Glitnis í Lúxemborg, segir í yfirlýsingu frá Glitni. 22.11.2011 14:12 Forsendur fyrir rekstri Elkem brostnar með nýjum skatti Einar Þorsteinsson, forstjóri járnblendiverksmiðjunnar Elkem Ísland á Grundartanga, hefur sent öllum þingmönnum, bæjarfulltrúum og formanni Verkalýðsfélags Akraness, póst þar sem skýrt er kveðið á um að verði nýr svokallaður kolefnisskattur að veruleika þá muni það þýða endalok starfsemi verksmiðjunnar. 22.11.2011 14:01 Tæpur helmingur byrjaður að kaupa jólagjafirnar Um 46,1% eru byrjaðir að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Meirihlutinn, eða um 54%, er þó ekki byrjaður að versla jólagjafir. 22.11.2011 13:32 Tæplega fertug kona gjaldþrota þrátt fyrir ólöglegt lán Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu gjaldþrota konu um endurupptöku á gjaldþrotamálinu. Koann hafði verið gerð gjaldþrota eftir að hún tók gengistryggt íbúðalán hjá Kaupþingi árið 2005. 22.11.2011 12:58 Skemmtigarðurinn eykur aðsókn að Smáralindinni Það hefur verið mikið líf og fjör í Smáralindinni síðustu daga með opnun Skemmtigarðsins og sænsku fataverslunarinnar Lindex. Verslunin og garðurinn opnuðu bæði formlega 11. nóvember og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið yfir 100% aðsóknaraukning í Smáralind miðað við sama tíma og í fyrra. Það má því segja að koma þessa tveggja rekstaraðila hafa sannarlega haft jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina. 22.11.2011 15:19 Gjaldeyrisforðinn aldrei stærri Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur aldrei verið meiri og nemur nú tæpum 985 milljörðum króna. Hins vegar eru skuldbindingar Seðlabankans í erlendri mynt um 1063 milljarðar króna. Staðan er því neikvæð um 78 milljarða í dag. 22.11.2011 13:52 Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22.11.2011 12:26 Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn bestur á Íslandi Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa. 22.11.2011 11:57 Microsoft og Tölvumiðlun í samstarf Microsoft og Tölvmiðlun hafa gert með sér samning um þróunarsamstarf á hugbúnaði. Samkvæmt samningnum verður svokölluð H3 heildarlausn í mannauðsmálum frá Tölvumiðlun flutt yfir á Microsoft SQL Server og mun Tölvumiðlun í kjölfarið reiða sig meira en áður á Microsoft lausnir við hugbúnaðargerð félagsins. 22.11.2011 10:42 Byggingarkostnaður hækkar um tæp 11% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 10,7% á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 0,2% undanfarinn mánuð. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3% en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5%. 22.11.2011 10:04 Spjaldtölva verður jólagjöfin í ár Rannsóknasetur verslunarinnar telur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri spá rannsóknarsetursins um jólaverslunina. 22.11.2011 09:44 Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt í 5,3%. 22.11.2011 09:28 Kynslóðin sem er skuldum vafin David Malone, einn þekktasti heimildarmyndagerðarmaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði á fundi í Manchester í september sl. að heil kynslóð væri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarðanir bankamanna. 22.11.2011 09:16 Aflaverðmætið jókst um tæp 7% Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um rúma sex milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 6,9%. Í fyrra nam aflaverðmætið 92,4 milljörðum króna en í ár nam það 98,8 milljörðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 22.11.2011 09:16 Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt í árshlutauppgjöri sínu þann 30. júní á síðasta ári. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. 22.11.2011 08:57 Buffett efast um að evran lifi af Ofurfjárfestirinn Warren Buffett efast um að evran lifi af núverandi skuldakreppu á evrusvæðinu. 22.11.2011 07:43 Krónan hefur veikst um 3,2% frá áramótum Krónan hefur veikst um 3,21% frá áramótum. Veiking gagnvart helstu myntum er mjög misjöfn, mest á móti japönsku jeni eða 8,38%, en veiking krónunnar gagnvart öðrum helstu myntum er að mestu á bilinu 2-4 %. Hinsvegar hefur krónan styrkst um 0,7% á móti Kanadadollar. 22.11.2011 07:25 Mikil uppsveifla á fasteignamarkaðinum Mikil uppsveifla er í gangi á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni 132 talsins. 22.11.2011 07:20 Skattur fælir kísiliðnað frá "Ef þetta verður að lögum er ég verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við," segir Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins, um fyrirhugaða breytingu á lögum sem munu leggja kolefnisgjald á rafskaut sem meðal annars er notað til kísilframleiðslu. 22.11.2011 00:01 Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu. 21.11.2011 21:49 Búast við snjallsíma frá Amazon Þó svo að Kindle Fire, nýjasta spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, hafi fengið misjafna dóma frá gagnrýnendum þá hafa neytendur tekið tölvunni opnum örmum. Talið er að Amazon muni selja um fimm milljón eintök fyrir jól. 21.11.2011 22:30 Skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfaverð lækkuðu víðast hvar í dag vegna ótta fjárfesta við miklar skuldir þjóðríka og banka, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu um 2,5% og hlutabréfaverð í Þýskalandi og Frakklandi um 3%. 21.11.2011 21:10 Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. 21.11.2011 09:30 Ágreiningi um 1,2 milljarða kröfu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag 1,2 milljarða króna kröfu Reykjavíkur á hendur Landsvaka, dótturfélags Landsbankans, vegna hlutdeildarskirteina Reykjavíkurborgar í Peningabréfum Landsbankans, sem var einn af sjóðum Landsvaka. Þegar sjóðnum var slitið rétt eftir hrun Landsbankans fékk Reykjavíkurborg greiddar tæpar 69% af inneign sinni hjá Landsvaka. 21.11.2011 16:12 Bretum bannað að eiga í viðskiptum við íranska banka Bresk stjórnvöld ætla að skera á öll tengsl við íranska banka en aðgerðirnar eru hluti af hertum refsiaðgerðum vestrænna þjóða gegn Írönum eftir að því var haldið fram í nýrri skýrslu frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að íranar væru lengra á veg komnir með að þróa kjarnavopn en áður var talið. 21.11.2011 15:54 Tveir nýir starfsmenn til liðs við Gekon Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir til ráðgjafafyrirtækisins Gekon að undanförnu, en fyrirtækið vinnur að kortlagningu á svonefndum jarðhitaklasa hér á landi og greiningu tækifæra sem tengjast honum. Starfsmennirnir eru Friðfinnur Hermannsson rekstrarhagfræðingur og Rósbjörg Jónsdóttir MBA. 21.11.2011 15:36 Sjá næstu 50 fréttir
WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins. 23.11.2011 13:40
Fá að kaupa í Högum á genginu 11-13,5 Almenningi og fagfjárfestum gefst tækifæri á að kaupa í 20-30% af útgefnum hlutum í Högum hf á genginu 11-13,5 krónur á hlut. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í dag. Hluturinn er í eigu Eignarbjargs, sem er dótturfélag Arion banka. 23.11.2011 13:32
ESA hefur formlega rannsókn á ríkisaðstoð við fjárfestingabanka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. 23.11.2011 12:25
Kemur á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga Tilkynning Olíustofnunar Noregs um auknar líkur á olíulindum á Jan Mayen-hryggnum, kemur á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu, sem er nýhafið. 23.11.2011 11:59
Sementsverksmiðjunni lokað ef aðstæður breytast ekki Vegna gríðarlegs samdráttar í sölu sements síðustu ár og mikillar óvissu um stöðu byggingariðnaðarins næstu misseri hefur Sementsverksmiðjan á Akranesi ákveðið að hætta sementsframleiðslu ef aðstæður breytast ekki verulega á næsta ári. 23.11.2011 09:41
Kaupmáttur hefur aukist um 3,4% á liðnu ári Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,4% að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. 23.11.2011 09:05
Larry Page: Ég er að "springa" úr stolti Larry Page, annar stofnenda Google og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, flutti ræðu fyrir útskriftarnema á heimasvæði sínu í Michigan vorið 2009. Hann fer þar yfir sögu sína og hvernig hún tengist University of Michigan, en foreldrar hans kynntust þar. Ræðan þykir sú besta sem hann hefur flutt, en hann gerir það sjaldan. 23.11.2011 09:00
Söngvari Iron Maiden vill endurreisa Astraeus flugfélagið Bruce Dickinson söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden ætlar sér að endurreisa Astraeus flugfélagið. 23.11.2011 08:35
Jákvæð afkoma hjá Akureyrarbæ á næsta ári Rekstrarafkoma Akureyrar á næsta ári verður jákvæð um 68 milljónir króna á næsta ári eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. 23.11.2011 08:21
Staða gjaldeyrisforðans er neikvæð um 78 milljarða Þrátt fyrir að gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi aldrei verið meiri í sögunni er staða hans neikvæð um 78 milljarða í dag. 23.11.2011 07:40
Portúgal þarf frekari neyðaraðstoð Portúgal mun sennilega þurfa meiri neyðaraðstoð en þær 78 milljarðar evra sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa lofað að veita landinu. 23.11.2011 07:38
Vonir aukast um að finna megi olíu á Drekasvæðinu Niðurstöður nýrra rannsókna á hafsbotninum suður af Jan Mayen og inn á Drekasvæðið gefa auknar vonir um að þar megi vinna olíu 23.11.2011 06:50
Jarðir í nauðungarsölu Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu og hefur bankinn þá farið fram á að alls tíu jarðir í eigu félagsins verði settar á nauðungarsölu. 23.11.2011 03:00
Fréttaskýring: Allt á suðupunkti í Suður-Evrópu Staða efnahagsmála í nær öllum ríkjum í Suður-Evrópu er fjárfestum mikið áhyggjuefni í augnablikinu, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal í dag. Þetta hefur enduspeglast í sífellt hækkandi skuldatryggingaálagi á tíu ára ríkisskuldabréf ríkjanna. Álagið á undanförnum vikum hefur hækkað snarlega og er nú á bilinu 5 til rúmlega 7 prósent. 22.11.2011 23:03
Apple fær einkaleyfi á tækninýjungum Einkaleyfis barátta tölvurisans Apple heldur áfram en í vikunni náði fyrirtækið að tryggja einkarétt á þremur tækninýjungum. 22.11.2011 22:45
Facebook hannar snjallsíma Samskiptasíðan Facebook hefur nú hafið þróun á sérhönnuðum snjallsíma. Talið er að samskiptasíðan sé nú þegar komin í samstarf við farsímaframleiðandann HTC. 22.11.2011 22:30
Samkeppnishæfni Íslands hverfur með kolefnisgjaldi Forsendur fyrir rekstri járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bresta ef fyrirhugað kolefnisgjald verður lagt á segir forstjóri Elkem á Íslandi. Hann segir samkeppnishæfni Íslands í iðnaðinum hverfa því hráefni verða skattlögð sem ekki er gert í öðrum löndum. 22.11.2011 18:57
Rauðar tölur á hlutabréfamörkuðum í Evrópu Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað í dag um tæplega 1% að meðaltali. Áhyggjur vegna vaxandi skuldavanda Evrópuríkja eru sagðar ástæður fyrir lækkunum, að því er fram kemur á vefsíðu Wall Street Journal. 22.11.2011 17:05
Hlutabréfaviðskipti í Egyptalandi bönnuð Hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, voru bönnuð í dag eftir að hlutabréfaverð hrundi um fimm prósent á innan við klukkutíma. 22.11.2011 15:58
Glitnir greiðir upp 173 milljarða lán Glitnir hefur greitt upp að fullu eftirstöðvar skulda við Seðlabanka Lúxemborgar að upphæð 173 milljarðar króna. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem Glitnir og Seðlabankinn gáfu út í dag. Með því er mikilvægum áfanga náð í endurskipulagningu dótturfélags Glitnis í Lúxemborg, segir í yfirlýsingu frá Glitni. 22.11.2011 14:12
Forsendur fyrir rekstri Elkem brostnar með nýjum skatti Einar Þorsteinsson, forstjóri járnblendiverksmiðjunnar Elkem Ísland á Grundartanga, hefur sent öllum þingmönnum, bæjarfulltrúum og formanni Verkalýðsfélags Akraness, póst þar sem skýrt er kveðið á um að verði nýr svokallaður kolefnisskattur að veruleika þá muni það þýða endalok starfsemi verksmiðjunnar. 22.11.2011 14:01
Tæpur helmingur byrjaður að kaupa jólagjafirnar Um 46,1% eru byrjaðir að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Meirihlutinn, eða um 54%, er þó ekki byrjaður að versla jólagjafir. 22.11.2011 13:32
Tæplega fertug kona gjaldþrota þrátt fyrir ólöglegt lán Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu gjaldþrota konu um endurupptöku á gjaldþrotamálinu. Koann hafði verið gerð gjaldþrota eftir að hún tók gengistryggt íbúðalán hjá Kaupþingi árið 2005. 22.11.2011 12:58
Skemmtigarðurinn eykur aðsókn að Smáralindinni Það hefur verið mikið líf og fjör í Smáralindinni síðustu daga með opnun Skemmtigarðsins og sænsku fataverslunarinnar Lindex. Verslunin og garðurinn opnuðu bæði formlega 11. nóvember og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið yfir 100% aðsóknaraukning í Smáralind miðað við sama tíma og í fyrra. Það má því segja að koma þessa tveggja rekstaraðila hafa sannarlega haft jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina. 22.11.2011 15:19
Gjaldeyrisforðinn aldrei stærri Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur aldrei verið meiri og nemur nú tæpum 985 milljörðum króna. Hins vegar eru skuldbindingar Seðlabankans í erlendri mynt um 1063 milljarðar króna. Staðan er því neikvæð um 78 milljarða í dag. 22.11.2011 13:52
Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22.11.2011 12:26
Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn bestur á Íslandi Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa. 22.11.2011 11:57
Microsoft og Tölvumiðlun í samstarf Microsoft og Tölvmiðlun hafa gert með sér samning um þróunarsamstarf á hugbúnaði. Samkvæmt samningnum verður svokölluð H3 heildarlausn í mannauðsmálum frá Tölvumiðlun flutt yfir á Microsoft SQL Server og mun Tölvumiðlun í kjölfarið reiða sig meira en áður á Microsoft lausnir við hugbúnaðargerð félagsins. 22.11.2011 10:42
Byggingarkostnaður hækkar um tæp 11% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 10,7% á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 0,2% undanfarinn mánuð. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3% en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5%. 22.11.2011 10:04
Spjaldtölva verður jólagjöfin í ár Rannsóknasetur verslunarinnar telur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri spá rannsóknarsetursins um jólaverslunina. 22.11.2011 09:44
Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt í 5,3%. 22.11.2011 09:28
Kynslóðin sem er skuldum vafin David Malone, einn þekktasti heimildarmyndagerðarmaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði á fundi í Manchester í september sl. að heil kynslóð væri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarðanir bankamanna. 22.11.2011 09:16
Aflaverðmætið jókst um tæp 7% Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um rúma sex milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 6,9%. Í fyrra nam aflaverðmætið 92,4 milljörðum króna en í ár nam það 98,8 milljörðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 22.11.2011 09:16
Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt í árshlutauppgjöri sínu þann 30. júní á síðasta ári. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. 22.11.2011 08:57
Buffett efast um að evran lifi af Ofurfjárfestirinn Warren Buffett efast um að evran lifi af núverandi skuldakreppu á evrusvæðinu. 22.11.2011 07:43
Krónan hefur veikst um 3,2% frá áramótum Krónan hefur veikst um 3,21% frá áramótum. Veiking gagnvart helstu myntum er mjög misjöfn, mest á móti japönsku jeni eða 8,38%, en veiking krónunnar gagnvart öðrum helstu myntum er að mestu á bilinu 2-4 %. Hinsvegar hefur krónan styrkst um 0,7% á móti Kanadadollar. 22.11.2011 07:25
Mikil uppsveifla á fasteignamarkaðinum Mikil uppsveifla er í gangi á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni 132 talsins. 22.11.2011 07:20
Skattur fælir kísiliðnað frá "Ef þetta verður að lögum er ég verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við," segir Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins, um fyrirhugaða breytingu á lögum sem munu leggja kolefnisgjald á rafskaut sem meðal annars er notað til kísilframleiðslu. 22.11.2011 00:01
Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu. 21.11.2011 21:49
Búast við snjallsíma frá Amazon Þó svo að Kindle Fire, nýjasta spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, hafi fengið misjafna dóma frá gagnrýnendum þá hafa neytendur tekið tölvunni opnum örmum. Talið er að Amazon muni selja um fimm milljón eintök fyrir jól. 21.11.2011 22:30
Skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfaverð lækkuðu víðast hvar í dag vegna ótta fjárfesta við miklar skuldir þjóðríka og banka, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu um 2,5% og hlutabréfaverð í Þýskalandi og Frakklandi um 3%. 21.11.2011 21:10
Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. 21.11.2011 09:30
Ágreiningi um 1,2 milljarða kröfu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag 1,2 milljarða króna kröfu Reykjavíkur á hendur Landsvaka, dótturfélags Landsbankans, vegna hlutdeildarskirteina Reykjavíkurborgar í Peningabréfum Landsbankans, sem var einn af sjóðum Landsvaka. Þegar sjóðnum var slitið rétt eftir hrun Landsbankans fékk Reykjavíkurborg greiddar tæpar 69% af inneign sinni hjá Landsvaka. 21.11.2011 16:12
Bretum bannað að eiga í viðskiptum við íranska banka Bresk stjórnvöld ætla að skera á öll tengsl við íranska banka en aðgerðirnar eru hluti af hertum refsiaðgerðum vestrænna þjóða gegn Írönum eftir að því var haldið fram í nýrri skýrslu frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að íranar væru lengra á veg komnir með að þróa kjarnavopn en áður var talið. 21.11.2011 15:54
Tveir nýir starfsmenn til liðs við Gekon Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir til ráðgjafafyrirtækisins Gekon að undanförnu, en fyrirtækið vinnur að kortlagningu á svonefndum jarðhitaklasa hér á landi og greiningu tækifæra sem tengjast honum. Starfsmennirnir eru Friðfinnur Hermannsson rekstrarhagfræðingur og Rósbjörg Jónsdóttir MBA. 21.11.2011 15:36