Segir Íra geta hjálpað Íslendingum í erfiðustu köflunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2011 18:45 Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg. Írar voru í vægast sagt afleitri stöðu eftir bankahrunið því írska ríkið ábyrgðist allar skuldir bankakerfisins þar í landi, ólíkt Íslendingum. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, segir að nú hafi taflið snúist við og staða Íra sé mun betri. Hún segir að það hafi verið rétt ákvörðun að þjóðnýta bankana og ábyrgjast skuldir þeirra. „Á mjög stuttum tíma er hægt að snúa ástandinu við. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, fjárfestar hafa mikla trú á Írlandi, atvinnuleysið hefur náð jafnvægi og við höfum náð hagvexti á þessu ári," segir Creighton. Creichton er 31 árs en hún var aðeins 27 ára er hún tók sæti í ríkisstjórn Írlands. Írar verða með forsæti í ESB árið 2013, en stjórnvöld stefna að því að ljúka viðræðum við sambandið þá. „Helstu þjóðarhagsmunir Íslendinga eru í kaflanum um fiskveiðar. Ef þeim kafla verður ekki lokið getum við verið í aðstöðu til að aðstoða við það því Írar stunda líka sjávarútveg og skilja hve viðkvæmt málið er og við myndum með ánægju aðstoða Íslendinga að þessu leyti." Telur þú að ef Íslendingar ganga í ESB muni þeir hafa eitthvað að segja um sameiginlega fiskveiðistefnu og hafa forystu í því að koma þeirri stefnu í framkvæmd? „Án nokkurs vafa. Ég held að ESB geti lært mikið að Íslendingum og ef við lítum á sjálfbærnina í fiskveiðistjórnun ykkar þá tel ég að ESB sé að færast í þá átt og að líklegt sé mikil samstilling eigi sér stað á næstu árum," segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg. Írar voru í vægast sagt afleitri stöðu eftir bankahrunið því írska ríkið ábyrgðist allar skuldir bankakerfisins þar í landi, ólíkt Íslendingum. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, segir að nú hafi taflið snúist við og staða Íra sé mun betri. Hún segir að það hafi verið rétt ákvörðun að þjóðnýta bankana og ábyrgjast skuldir þeirra. „Á mjög stuttum tíma er hægt að snúa ástandinu við. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, fjárfestar hafa mikla trú á Írlandi, atvinnuleysið hefur náð jafnvægi og við höfum náð hagvexti á þessu ári," segir Creighton. Creichton er 31 árs en hún var aðeins 27 ára er hún tók sæti í ríkisstjórn Írlands. Írar verða með forsæti í ESB árið 2013, en stjórnvöld stefna að því að ljúka viðræðum við sambandið þá. „Helstu þjóðarhagsmunir Íslendinga eru í kaflanum um fiskveiðar. Ef þeim kafla verður ekki lokið getum við verið í aðstöðu til að aðstoða við það því Írar stunda líka sjávarútveg og skilja hve viðkvæmt málið er og við myndum með ánægju aðstoða Íslendinga að þessu leyti." Telur þú að ef Íslendingar ganga í ESB muni þeir hafa eitthvað að segja um sameiginlega fiskveiðistefnu og hafa forystu í því að koma þeirri stefnu í framkvæmd? „Án nokkurs vafa. Ég held að ESB geti lært mikið að Íslendingum og ef við lítum á sjálfbærnina í fiskveiðistjórnun ykkar þá tel ég að ESB sé að færast í þá átt og að líklegt sé mikil samstilling eigi sér stað á næstu árum," segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30