Segir Íra geta hjálpað Íslendingum í erfiðustu köflunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2011 18:45 Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg. Írar voru í vægast sagt afleitri stöðu eftir bankahrunið því írska ríkið ábyrgðist allar skuldir bankakerfisins þar í landi, ólíkt Íslendingum. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, segir að nú hafi taflið snúist við og staða Íra sé mun betri. Hún segir að það hafi verið rétt ákvörðun að þjóðnýta bankana og ábyrgjast skuldir þeirra. „Á mjög stuttum tíma er hægt að snúa ástandinu við. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, fjárfestar hafa mikla trú á Írlandi, atvinnuleysið hefur náð jafnvægi og við höfum náð hagvexti á þessu ári," segir Creighton. Creichton er 31 árs en hún var aðeins 27 ára er hún tók sæti í ríkisstjórn Írlands. Írar verða með forsæti í ESB árið 2013, en stjórnvöld stefna að því að ljúka viðræðum við sambandið þá. „Helstu þjóðarhagsmunir Íslendinga eru í kaflanum um fiskveiðar. Ef þeim kafla verður ekki lokið getum við verið í aðstöðu til að aðstoða við það því Írar stunda líka sjávarútveg og skilja hve viðkvæmt málið er og við myndum með ánægju aðstoða Íslendinga að þessu leyti." Telur þú að ef Íslendingar ganga í ESB muni þeir hafa eitthvað að segja um sameiginlega fiskveiðistefnu og hafa forystu í því að koma þeirri stefnu í framkvæmd? „Án nokkurs vafa. Ég held að ESB geti lært mikið að Íslendingum og ef við lítum á sjálfbærnina í fiskveiðistjórnun ykkar þá tel ég að ESB sé að færast í þá átt og að líklegt sé mikil samstilling eigi sér stað á næstu árum," segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg. Írar voru í vægast sagt afleitri stöðu eftir bankahrunið því írska ríkið ábyrgðist allar skuldir bankakerfisins þar í landi, ólíkt Íslendingum. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, segir að nú hafi taflið snúist við og staða Íra sé mun betri. Hún segir að það hafi verið rétt ákvörðun að þjóðnýta bankana og ábyrgjast skuldir þeirra. „Á mjög stuttum tíma er hægt að snúa ástandinu við. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, fjárfestar hafa mikla trú á Írlandi, atvinnuleysið hefur náð jafnvægi og við höfum náð hagvexti á þessu ári," segir Creighton. Creichton er 31 árs en hún var aðeins 27 ára er hún tók sæti í ríkisstjórn Írlands. Írar verða með forsæti í ESB árið 2013, en stjórnvöld stefna að því að ljúka viðræðum við sambandið þá. „Helstu þjóðarhagsmunir Íslendinga eru í kaflanum um fiskveiðar. Ef þeim kafla verður ekki lokið getum við verið í aðstöðu til að aðstoða við það því Írar stunda líka sjávarútveg og skilja hve viðkvæmt málið er og við myndum með ánægju aðstoða Íslendinga að þessu leyti." Telur þú að ef Íslendingar ganga í ESB muni þeir hafa eitthvað að segja um sameiginlega fiskveiðistefnu og hafa forystu í því að koma þeirri stefnu í framkvæmd? „Án nokkurs vafa. Ég held að ESB geti lært mikið að Íslendingum og ef við lítum á sjálfbærnina í fiskveiðistjórnun ykkar þá tel ég að ESB sé að færast í þá átt og að líklegt sé mikil samstilling eigi sér stað á næstu árum," segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun